Mál hjúkrunarfræðingsins getur haft alvarlegt fordæmi Birgir Olgeirsson skrifar 5. nóvember 2015 13:44 Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, hefur setið réttarhöldin yfir hjúkrunarfræðingnum sem er sakaður um manndráp af gáleysi. Vísir „Þetta er náttúrlega mjög alvarlegt mál,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, um ákæru ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingi fyrir manndráp af gáleysi. Hjúkrunarfræðingurinn er sakaður um vanrækslu sem leiddi til dauða sjúklings í október árið 2012 með því að hafa láðst að tæma loft úr kraga (belg) barkaraufarrennu þegar hann tók sjúklinginn úr öndunarvél og setti talventil á barkaraufarrennuna. Varð það til þess að sjúklingurinn gat aðeins andað að sér en ekki frá sér og kafnaði. Sjá einnig: Saksóknari telur mögulegt að framburður vitna sé ótrúverðugur vegna samhugar Ólafur sat aðalmeðferð málsins í gær og einnig munnleg málflutning ákæruvaldsins og verjenda í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann segir þetta mál setja alla heilbrigðisstarfsmenn í óvissu. „Því þeim er gert að starfa hér í starfsumhverfi sem er mjög óæskilegt. Mönnun er óæskileg, og starfsumhverfið er slæmt. Þeir búa við það að eiga hættu á að vera ákærðir fyrir manndráp af gáleysi eða þær aðstæður sem þeim er búin af ríkinu verði til þess að þeir verða ákærðir. Það er mjög alvarlegt og ég held að þetta muni hafa áhrif á það hvort heilbrigðisstarfsmenn treysti sér að starfa við þær aðstæður sem þeim er boðið upp á,“ segir Ólafur. Sjá einnig: Yfirlæknir á gjörgæslu: Ekki hægt að kenna einum um þegar svona fer Við munnlegan málflutning í morgun sagði verjenda Landspítalans að þetta mál gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér verði hjúkrunarfræðingurinn fundinn sekur. Mun það verða til þess að heilbrigðisstarfsmenn muni ekki þora að segja frá mistökum af ótta við ákæru og þá sé ómögulegt að læra af mistökum sem muni veikja heilbrigðiskerfið til muna. Ólafur tekur undir þetta sjónarmið. „Það sem maður vill gera þegar eitthvað svona kemur upp er að læra af atvikinu. Ef þú átt hættu að verða ákærður eða kollegi þinn fyrir að gera mistök þá er hætta á því að fólk segi ekki frá því. Það er sú menning sem við viljum alls ekki skapa hér á landi því öryggi sjúklinga á að vera númer eitt, tvö og þrjú hjá öllum heilbrigðisstarfsmönnum,“ segir Ólafur sem vonast eftir því að hjúkrunarfræðingurinn verði sýknaður. Sjá einnig: Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Landspítalinn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
„Þetta er náttúrlega mjög alvarlegt mál,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, um ákæru ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingi fyrir manndráp af gáleysi. Hjúkrunarfræðingurinn er sakaður um vanrækslu sem leiddi til dauða sjúklings í október árið 2012 með því að hafa láðst að tæma loft úr kraga (belg) barkaraufarrennu þegar hann tók sjúklinginn úr öndunarvél og setti talventil á barkaraufarrennuna. Varð það til þess að sjúklingurinn gat aðeins andað að sér en ekki frá sér og kafnaði. Sjá einnig: Saksóknari telur mögulegt að framburður vitna sé ótrúverðugur vegna samhugar Ólafur sat aðalmeðferð málsins í gær og einnig munnleg málflutning ákæruvaldsins og verjenda í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann segir þetta mál setja alla heilbrigðisstarfsmenn í óvissu. „Því þeim er gert að starfa hér í starfsumhverfi sem er mjög óæskilegt. Mönnun er óæskileg, og starfsumhverfið er slæmt. Þeir búa við það að eiga hættu á að vera ákærðir fyrir manndráp af gáleysi eða þær aðstæður sem þeim er búin af ríkinu verði til þess að þeir verða ákærðir. Það er mjög alvarlegt og ég held að þetta muni hafa áhrif á það hvort heilbrigðisstarfsmenn treysti sér að starfa við þær aðstæður sem þeim er boðið upp á,“ segir Ólafur. Sjá einnig: Yfirlæknir á gjörgæslu: Ekki hægt að kenna einum um þegar svona fer Við munnlegan málflutning í morgun sagði verjenda Landspítalans að þetta mál gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér verði hjúkrunarfræðingurinn fundinn sekur. Mun það verða til þess að heilbrigðisstarfsmenn muni ekki þora að segja frá mistökum af ótta við ákæru og þá sé ómögulegt að læra af mistökum sem muni veikja heilbrigðiskerfið til muna. Ólafur tekur undir þetta sjónarmið. „Það sem maður vill gera þegar eitthvað svona kemur upp er að læra af atvikinu. Ef þú átt hættu að verða ákærður eða kollegi þinn fyrir að gera mistök þá er hætta á því að fólk segi ekki frá því. Það er sú menning sem við viljum alls ekki skapa hér á landi því öryggi sjúklinga á að vera númer eitt, tvö og þrjú hjá öllum heilbrigðisstarfsmönnum,“ segir Ólafur sem vonast eftir því að hjúkrunarfræðingurinn verði sýknaður. Sjá einnig: Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Landspítalinn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira