Fá aðgang að tölvupóstum í CLN-málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2015 20:11 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu Hreiðars Más Sigurðssonar, Sigurðar Einarssonar og Magnúsar Guðmundssonar um að fá aðgang að tölvupóstum tveggja nafngreindra aðila í CLN-málinu svokallaða en málflutningur um kröfuna fór fram á fimmtudaginn í seinustu viku. Hreiðar er fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður fyrrverandi stjórnarformaður bankans og Magnús fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg en þeir eru allir ákærðir fyrir umboðssvik. Umræddir tölvupóstar eru á meðal gagna sem sérstakur saksóknari lagði hald á við rannsókn málsins en þeir eru ekki á meðal framlagðra gagna fyrir dómi. Því fóru sakborningarnir þrír fram á að fá aðgang að þeim en krafan var í fjórum liðum og var fallist á þriðja kröfuliðinn. Samkvæmt úrskurði héraðsdóms mega sakborningarnir og/eða verjendur þeirra fá aðgang að tölvupóstunum í húsnæði sérstaks saksóknara, en sérstakur hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar.Snýst um tugmilljarða lánveitingar til vildarviðskiptavinaAðalmeðferð í málinu á að hefjast næstkomandi fimmtudag. Ekki liggur ljóst fyrir hvort að aðalmeðferð geti þó hafist þá þar sem Hæstiréttur á enn eftir að taka afstöðu til úrskurðar héraðsdóms. Þeim Hreiðari, Sigurði og Magnúsi er gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem stjórnendur Kaupþings í lánveitingum til nokkurra eignarhaldsfélaga sem voru í eigu vildarviðskiptavina bankans. Lánin voru svo notuð til að kaupa skuldatryggingar Kaupþings banka, svokölluð Credit Linked Notes, með það fyrir augum að lækka skuldatryggingarála bankans í aðdraganda bankahrunsins árið 2008. Í ákærunni kemur fram að lánin hafi numið tugum milljarða króna. Þremenningarnir neita allir sök í málinu. Tengdar fréttir „Ég hef aldrei framið umboðssvik gegn Kaupþingi eða nokkrum öðrum“ Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, lýstu yfir sakleysi sínu vegna ásakanna um meiriháttar umboðssvik í morgun. 4. júlí 2014 09:57 „Þessi ákæra er röng og ég er saklaus“ „Ég tók aldrei ákvörðun gegn hagsmunum bankans,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson við þingfestinguna í dag. 11. júní 2014 14:04 Lögmenn Kaupþingstoppa fá nær ársfrest til að skila greinargerðum Ástæðan eru annir í tengslum við önnur mál sem höfðuð hafa verið á hendur þeim. 23. október 2014 15:11 Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu Hreiðars Más Sigurðssonar, Sigurðar Einarssonar og Magnúsar Guðmundssonar um að fá aðgang að tölvupóstum tveggja nafngreindra aðila í CLN-málinu svokallaða en málflutningur um kröfuna fór fram á fimmtudaginn í seinustu viku. Hreiðar er fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður fyrrverandi stjórnarformaður bankans og Magnús fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg en þeir eru allir ákærðir fyrir umboðssvik. Umræddir tölvupóstar eru á meðal gagna sem sérstakur saksóknari lagði hald á við rannsókn málsins en þeir eru ekki á meðal framlagðra gagna fyrir dómi. Því fóru sakborningarnir þrír fram á að fá aðgang að þeim en krafan var í fjórum liðum og var fallist á þriðja kröfuliðinn. Samkvæmt úrskurði héraðsdóms mega sakborningarnir og/eða verjendur þeirra fá aðgang að tölvupóstunum í húsnæði sérstaks saksóknara, en sérstakur hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar.Snýst um tugmilljarða lánveitingar til vildarviðskiptavinaAðalmeðferð í málinu á að hefjast næstkomandi fimmtudag. Ekki liggur ljóst fyrir hvort að aðalmeðferð geti þó hafist þá þar sem Hæstiréttur á enn eftir að taka afstöðu til úrskurðar héraðsdóms. Þeim Hreiðari, Sigurði og Magnúsi er gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem stjórnendur Kaupþings í lánveitingum til nokkurra eignarhaldsfélaga sem voru í eigu vildarviðskiptavina bankans. Lánin voru svo notuð til að kaupa skuldatryggingar Kaupþings banka, svokölluð Credit Linked Notes, með það fyrir augum að lækka skuldatryggingarála bankans í aðdraganda bankahrunsins árið 2008. Í ákærunni kemur fram að lánin hafi numið tugum milljarða króna. Þremenningarnir neita allir sök í málinu.
Tengdar fréttir „Ég hef aldrei framið umboðssvik gegn Kaupþingi eða nokkrum öðrum“ Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, lýstu yfir sakleysi sínu vegna ásakanna um meiriháttar umboðssvik í morgun. 4. júlí 2014 09:57 „Þessi ákæra er röng og ég er saklaus“ „Ég tók aldrei ákvörðun gegn hagsmunum bankans,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson við þingfestinguna í dag. 11. júní 2014 14:04 Lögmenn Kaupþingstoppa fá nær ársfrest til að skila greinargerðum Ástæðan eru annir í tengslum við önnur mál sem höfðuð hafa verið á hendur þeim. 23. október 2014 15:11 Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
„Ég hef aldrei framið umboðssvik gegn Kaupþingi eða nokkrum öðrum“ Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, lýstu yfir sakleysi sínu vegna ásakanna um meiriháttar umboðssvik í morgun. 4. júlí 2014 09:57
„Þessi ákæra er röng og ég er saklaus“ „Ég tók aldrei ákvörðun gegn hagsmunum bankans,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson við þingfestinguna í dag. 11. júní 2014 14:04
Lögmenn Kaupþingstoppa fá nær ársfrest til að skila greinargerðum Ástæðan eru annir í tengslum við önnur mál sem höfðuð hafa verið á hendur þeim. 23. október 2014 15:11