Fordæmalaust mál gegn lykilmönnum Kaupþings 21. apríl 2015 07:00 Af þeim níu sem eru ákærðir í Kaupþingsmálinu mættu þeir Pétur Kristinn Guðmarssonar, Birnir Snær Björnsson, Ingólfur Helgason og Einar Pálmi Sigmundsson. Fréttablaðið/GVA Aðalmeðferð í stóra markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings hófst í gær. Alls eru níu ákærðir í málinu og er áætlað að aðalmeðferð taki 22 daga eða fimm vikur, þar sem 17 dagar fara í vitnaleiðslur en yfir 50 manns verða kallaðir til sem vitni, fyrir utan skýrslutöku af ákærðu. Um er að ræða eitt viðamesta mál sem sérstakur saksóknari hefur tekið til rannsóknar og ákært í. Níumenningarnir eru ákærðir fyrir umfangsmikla markaðsmisnotkun sem lykilstarfsmenn Kaupþings á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Í ákæru segir að brotin séu umfangsmikil, hafi verið þaulskipulögð og staðið yfir í langan tíma. Þau hafi varðað gríðarlega háar fjárhæðir. Ákærðu eru sagðir hafa ýmist komið í veg fyrir eða hægt á lækkun á verði hlutabréfa í Kaupþingi og aukið seljanleika þeirra með kerfisbundnum og stórfelldum kaupum í krafti fjárhagslegs styrks bankans. Um 40% viðskipta með bréf Kaupþings í Kauphöll Íslands á þessu tímabili hafi verið sýndarviðskipti. Einnig lagði Kaupþing erlendum félögum til háar upphæðir til að kaupa hluti í bankanum sem voru í raun að fullu fjármagnaðir af bankanum sjálfum. Viðskiptin byggðust á blekkingum og sýndarmennsku. Al Thani-viðskiptin, sem Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson hlutu þunga fangelsisdóma fyrir, voru hluti af þessu máli. Þannig má segja að ákæran sé í raun tvíþætt. Þannig er annars vegar talið að þessi miklu kaup bankans á eigin hlutabréfum, bæði í kauphöllum á Íslandi og í Svíþjóð, feli í sér markaðsmisnotkun, þar sem þau tryggðu óeðlilegt verð á bréfunum. Hins vegar er ákært fyrir markaðsmisnotkun í viðskiptum utan kauphalla, þar sem hlutabréf í bankanum voru seld ýmsum eignarhaldsfélögum. Þar að auki er ákært fyrir tilteknar lánveitingar vegna viðskiptanna við eignarhaldsfélögin. Allir ákærðu neita sök í málinu. Pétur Kristinn Guðmarsson, sem var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings á þeim tíma sem ákæra nær til, gaf skýrslu í málinu í gær. Gert er ráð fyrir að skýrslutaka þessi muni standa yfir í tvo og hálfan dag. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Aðalmeðferð í stóra markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings hófst í gær. Alls eru níu ákærðir í málinu og er áætlað að aðalmeðferð taki 22 daga eða fimm vikur, þar sem 17 dagar fara í vitnaleiðslur en yfir 50 manns verða kallaðir til sem vitni, fyrir utan skýrslutöku af ákærðu. Um er að ræða eitt viðamesta mál sem sérstakur saksóknari hefur tekið til rannsóknar og ákært í. Níumenningarnir eru ákærðir fyrir umfangsmikla markaðsmisnotkun sem lykilstarfsmenn Kaupþings á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Í ákæru segir að brotin séu umfangsmikil, hafi verið þaulskipulögð og staðið yfir í langan tíma. Þau hafi varðað gríðarlega háar fjárhæðir. Ákærðu eru sagðir hafa ýmist komið í veg fyrir eða hægt á lækkun á verði hlutabréfa í Kaupþingi og aukið seljanleika þeirra með kerfisbundnum og stórfelldum kaupum í krafti fjárhagslegs styrks bankans. Um 40% viðskipta með bréf Kaupþings í Kauphöll Íslands á þessu tímabili hafi verið sýndarviðskipti. Einnig lagði Kaupþing erlendum félögum til háar upphæðir til að kaupa hluti í bankanum sem voru í raun að fullu fjármagnaðir af bankanum sjálfum. Viðskiptin byggðust á blekkingum og sýndarmennsku. Al Thani-viðskiptin, sem Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson hlutu þunga fangelsisdóma fyrir, voru hluti af þessu máli. Þannig má segja að ákæran sé í raun tvíþætt. Þannig er annars vegar talið að þessi miklu kaup bankans á eigin hlutabréfum, bæði í kauphöllum á Íslandi og í Svíþjóð, feli í sér markaðsmisnotkun, þar sem þau tryggðu óeðlilegt verð á bréfunum. Hins vegar er ákært fyrir markaðsmisnotkun í viðskiptum utan kauphalla, þar sem hlutabréf í bankanum voru seld ýmsum eignarhaldsfélögum. Þar að auki er ákært fyrir tilteknar lánveitingar vegna viðskiptanna við eignarhaldsfélögin. Allir ákærðu neita sök í málinu. Pétur Kristinn Guðmarsson, sem var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings á þeim tíma sem ákæra nær til, gaf skýrslu í málinu í gær. Gert er ráð fyrir að skýrslutaka þessi muni standa yfir í tvo og hálfan dag.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira