Barist um bónusa Stjórnarmaðurinn skrifar 29. apríl 2015 07:00 Upp virðist kominn ágreiningur milli stjórnarflokkanna um hvort, og að hvaða leyti, eðlilegt sé að heimila fjármálastofnunum að greiða starfsmönnum sínum kaupauka. Í núverandi lögum er íslenskum fjármálafyrirtækjum heimilt að greiða starfsmönnum sínum bónusa sem nema 25% af árslaunum þeirra. Ísland er þar sér á báti í Evrópu, en í tilskipunum Evrópusambandsins eru hámarksbónusgreiðslur 100% árslauna, en geta farið upp í 200% veiti hluthafar samþykki sitt. Fjármálaráðuneytið hefur nú sent minnisblað til Alþingis vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki. Í minnisblaðinu telur fjármálaráðuneytið það skaðlaust verði hámarksbónusar hækkaðir í 50% árslauna hjá stærri fjármálastofnunum og allt að 100% hjá þeim smærri. Hætt er við að þessi tillaga verði sem eitur í beinum framsóknarmanna, enda var á dögunum samþykkt tillaga á flokksþingi um að „Framsóknarflokkurinn sé andvígur heimildum til kaupauka í fjármálafyrirtækjum“. Stjórnarmaðurinn þykist vita að framsóknarmenn séu ekki sérlega heitir í þeirri trú sinni að kaupaukar séu rót alls ills í fjármálageiranum. Þeir vita hins vegar hvað þarf til að slá ódýrar keilur hjá kjósendum. Stjórnarmaðurinn veit líka að eðlilegt er að fólk sé varkárt þegar kemur að bónusgreiðslum. Sporin hræða. Staðan er því miður sú á Íslandi í dag að ákveðinnar kerfislægrar tortryggni virðist gæta í garð hátekjufólks. Það er líka eðlilegt að mörgu leyti eftir það sem á undan er gengið. Við ættum hins vegar öll að geta sammælst um að jákvætt er ef fólk hefur meira milli handanna, enda skilar slíkt sér að endingu út í hagkerfið, verslun og þjónustu til hagsbóta. Það á ekki bara við um þá sem lægst hafa launin, þótt vitaskuld sé nauðsynlegt að gera þar bragarbót á. Við þetta bætist að innleiddar hafa verið skýrar reglur um umgjörð kaupaukagreiðslna, t.d. þannig að horft sé til lengri tíma frekar en einungis liðins árs. Það var nauðsynleg viðbót. Í dag eru tveir af stóru bönkunum, Íslandsbanki og Arion, að langstærstum hluta í eigu slitabúa föllnu bankanna, þ.e.a.s. kröfuhafa bankanna. Afgangur sem til fellur af starfsemi bankanna skilar sér því þangað, til slitabúanna, þaðan til kröfuhafanna og væntanlega að endingu úr landi (að því gefnu að höftin verði einhvern tíma afnumin). Lág laun í bankageiranum í alþjóðlegum samanburði gera ekki annað en að stækka köku kröfuhafanna, en minnka sneiðina sem eftir verður hér á landi.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Alþingi Stjórnarmaðurinn Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Upp virðist kominn ágreiningur milli stjórnarflokkanna um hvort, og að hvaða leyti, eðlilegt sé að heimila fjármálastofnunum að greiða starfsmönnum sínum kaupauka. Í núverandi lögum er íslenskum fjármálafyrirtækjum heimilt að greiða starfsmönnum sínum bónusa sem nema 25% af árslaunum þeirra. Ísland er þar sér á báti í Evrópu, en í tilskipunum Evrópusambandsins eru hámarksbónusgreiðslur 100% árslauna, en geta farið upp í 200% veiti hluthafar samþykki sitt. Fjármálaráðuneytið hefur nú sent minnisblað til Alþingis vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki. Í minnisblaðinu telur fjármálaráðuneytið það skaðlaust verði hámarksbónusar hækkaðir í 50% árslauna hjá stærri fjármálastofnunum og allt að 100% hjá þeim smærri. Hætt er við að þessi tillaga verði sem eitur í beinum framsóknarmanna, enda var á dögunum samþykkt tillaga á flokksþingi um að „Framsóknarflokkurinn sé andvígur heimildum til kaupauka í fjármálafyrirtækjum“. Stjórnarmaðurinn þykist vita að framsóknarmenn séu ekki sérlega heitir í þeirri trú sinni að kaupaukar séu rót alls ills í fjármálageiranum. Þeir vita hins vegar hvað þarf til að slá ódýrar keilur hjá kjósendum. Stjórnarmaðurinn veit líka að eðlilegt er að fólk sé varkárt þegar kemur að bónusgreiðslum. Sporin hræða. Staðan er því miður sú á Íslandi í dag að ákveðinnar kerfislægrar tortryggni virðist gæta í garð hátekjufólks. Það er líka eðlilegt að mörgu leyti eftir það sem á undan er gengið. Við ættum hins vegar öll að geta sammælst um að jákvætt er ef fólk hefur meira milli handanna, enda skilar slíkt sér að endingu út í hagkerfið, verslun og þjónustu til hagsbóta. Það á ekki bara við um þá sem lægst hafa launin, þótt vitaskuld sé nauðsynlegt að gera þar bragarbót á. Við þetta bætist að innleiddar hafa verið skýrar reglur um umgjörð kaupaukagreiðslna, t.d. þannig að horft sé til lengri tíma frekar en einungis liðins árs. Það var nauðsynleg viðbót. Í dag eru tveir af stóru bönkunum, Íslandsbanki og Arion, að langstærstum hluta í eigu slitabúa föllnu bankanna, þ.e.a.s. kröfuhafa bankanna. Afgangur sem til fellur af starfsemi bankanna skilar sér því þangað, til slitabúanna, þaðan til kröfuhafanna og væntanlega að endingu úr landi (að því gefnu að höftin verði einhvern tíma afnumin). Lág laun í bankageiranum í alþjóðlegum samanburði gera ekki annað en að stækka köku kröfuhafanna, en minnka sneiðina sem eftir verður hér á landi.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Alþingi Stjórnarmaðurinn Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira