Að breytast eða deyja Stjórnarmaðurinn skrifar 17. júní 2015 07:00 „Change or die“ er frasi sem oft á við í viðskiptum og líklega óvíða meira en á fjölmiðlamarkaði. Rupert Murdoch er sennilega mesti frumkvöðull á sviði fjölmiðlunar sem þekkst hefur. Það var Murdoch sem á sínum tíma gerði The Sun að mest lesna dagblaði Bretlands, og færði dagblaðaprentun úr spennitreyju verkalýðsfélaga og til nútímans með nýtísku prentsmiðju í Austur-Lundúnum. Það var líka Murdoch sem lagði grunninn að evrópsku nútímaáskriftarsjónvarpi (og veðsetti fjölskylduheimilið í leiðinni) og átti stærstan þátt í því að enska knattspyrnan lagði heiminn að fótum sér sem dagskrárefni. Í seinni tíð hefur hann svo verið í fararbroddi tekjuöflunar fyrir vefmiðla, og var sá fyrsti sem þorði að setja greiðsluveggi á fréttasíður. Murdoch hefur aldrei óttast breytingar. Þvert á móti hefur hann reynt að sjá þær fyrir og lagt allt í sölurnar til að vera í lykilstöðu á umbrotatímum. Það er ástæða þess að hann hefur verið á toppnum í hálfa öld. Síðustu áratugir eru saga breytinga á fjölmiðlum. Þar er ekki einungis átt við tilkomu internetsins, heldur einnig annarrar nútímatækni á borð við upptökubúnað, snjallsíma, streymiþjónustu o.s.frv. Þessi bransi þróast svo hratt að fimm ára gamlir samningar við kvikmyndaver innihalda engin ákvæði um streymiþjónustu eða VOD – þessi hugtök voru hreinlega ekki til. Meira að segja sólarhringsfréttastöðvar á borð við CNN eða Sky, sem flestir taka nú sem sjálfsögðum hlut, eru einungis þrjátíu ára gamlar. Sumir segja að slíkar stöðvar verði brátt útdauðar, enda heyrir fréttaáhorf gegnum sjónvarp hjá yngstu aldurshópum fullorðinna nánast sögunni til. Þrjátíu ár eru ekki langur tími. Í ljósi sögunnar þótti stjórnarmanninum því athyglisvert að lesa að Apple væri nú að ráða blaðamenn til að starfa á svokölluðu Apple News Service, sem kunnugir segja að verði fréttauppflettiapp sem svipi til Google News. Munurinn er bara sá, að Apple ætlar ekki einungis að safna fréttum fjölmiðla, heldur einnig að framleiða eigin fréttir. Apple er sennilega það fyrirtæki sem mest áhrif hefur haft á atferli fólks undanfarin ár með því að kynna til leiks tæki, tól og hugbúnað sem fólk áður vissi ekki að það þyrfti á að halda. Því verður spennandi að sjá hvernig Apple tæklar fjölmiðlabransann. Ljóst er að keppinautar á þeim markaði þurfa að hafa augun opin, og vera reiðubúnir að breytast eða deyja.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
„Change or die“ er frasi sem oft á við í viðskiptum og líklega óvíða meira en á fjölmiðlamarkaði. Rupert Murdoch er sennilega mesti frumkvöðull á sviði fjölmiðlunar sem þekkst hefur. Það var Murdoch sem á sínum tíma gerði The Sun að mest lesna dagblaði Bretlands, og færði dagblaðaprentun úr spennitreyju verkalýðsfélaga og til nútímans með nýtísku prentsmiðju í Austur-Lundúnum. Það var líka Murdoch sem lagði grunninn að evrópsku nútímaáskriftarsjónvarpi (og veðsetti fjölskylduheimilið í leiðinni) og átti stærstan þátt í því að enska knattspyrnan lagði heiminn að fótum sér sem dagskrárefni. Í seinni tíð hefur hann svo verið í fararbroddi tekjuöflunar fyrir vefmiðla, og var sá fyrsti sem þorði að setja greiðsluveggi á fréttasíður. Murdoch hefur aldrei óttast breytingar. Þvert á móti hefur hann reynt að sjá þær fyrir og lagt allt í sölurnar til að vera í lykilstöðu á umbrotatímum. Það er ástæða þess að hann hefur verið á toppnum í hálfa öld. Síðustu áratugir eru saga breytinga á fjölmiðlum. Þar er ekki einungis átt við tilkomu internetsins, heldur einnig annarrar nútímatækni á borð við upptökubúnað, snjallsíma, streymiþjónustu o.s.frv. Þessi bransi þróast svo hratt að fimm ára gamlir samningar við kvikmyndaver innihalda engin ákvæði um streymiþjónustu eða VOD – þessi hugtök voru hreinlega ekki til. Meira að segja sólarhringsfréttastöðvar á borð við CNN eða Sky, sem flestir taka nú sem sjálfsögðum hlut, eru einungis þrjátíu ára gamlar. Sumir segja að slíkar stöðvar verði brátt útdauðar, enda heyrir fréttaáhorf gegnum sjónvarp hjá yngstu aldurshópum fullorðinna nánast sögunni til. Þrjátíu ár eru ekki langur tími. Í ljósi sögunnar þótti stjórnarmanninum því athyglisvert að lesa að Apple væri nú að ráða blaðamenn til að starfa á svokölluðu Apple News Service, sem kunnugir segja að verði fréttauppflettiapp sem svipi til Google News. Munurinn er bara sá, að Apple ætlar ekki einungis að safna fréttum fjölmiðla, heldur einnig að framleiða eigin fréttir. Apple er sennilega það fyrirtæki sem mest áhrif hefur haft á atferli fólks undanfarin ár með því að kynna til leiks tæki, tól og hugbúnað sem fólk áður vissi ekki að það þyrfti á að halda. Því verður spennandi að sjá hvernig Apple tæklar fjölmiðlabransann. Ljóst er að keppinautar á þeim markaði þurfa að hafa augun opin, og vera reiðubúnir að breytast eða deyja.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira