Gunnar Nelson íþróttamaður ársins 2015 að mati lesenda Vísis Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. janúar 2016 09:00 Gunnar Nelson er vinsæll á meðal Íslendinga. vísir/getty Gunnar Nelson, fremsti bardagamaður Íslands, var kosinn íþróttamaður ársins af lesendum Vísis annað árið í röð. Lesendur Vísis stýrðu kosningunni algjörlega en þeir fengu tækifæri á að koma með tilnefningar og svo var Facebook-kosning á milli þeirra tíu sem fengu flestar tilnefningar. Valið stóð á milli fimm karla og fimm kvenna úr átta íþróttagreinum. Rétt tæplega 10.000 manns tóku þátt í kosningunni og vann Gunnar öruggan sigur líkt og í fyrra. Gunnar barðist tvisvar á árinu. Hann vann Bandaríkjamanninn Brandon Thatch í Las Vegas í júlí með hengingartaki í fyrstu lotu. Seinni bardaginn var ekki jafn góður en þar tapaði Gunnar fyrir Demian Maia, aftur í Las Vegas, á stigum. „Mér finnst alveg ótrúlegt hvað ég fæ mikinn stuðning og ég finn það bara í samfélaginu þegar ég til dæmis fer niður í bæ á Þorláksmessu þar sem er mikið af fólki sem kemur og spjallar við mann,“ segir Gunnar um viðurkenninguna í viðtali við Vísi. „Maður finnur fyrir meðbyrnum og hversu mikinn stuðning maður fær. Það er ekki hægt að lýsa því hversu þakklátur ég er fyrir þennan stuðning. Þó aðeins á móti blási fær maður samt svona kosningu. Þetta skiptir öllu,“ segir Gunnar Nelson. Ítarlegt viðtal við Gunnar birtist á Vísi síðar í dag.Niðurstaðan í kosningu Vísis: 1. Gunnar Nelson, MMA 2. Kristín Þorsteinsdóttir, íþróttir fatlaðra 3. Katrín Tanja Davíðsdóttir, CrossFit 4. Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund 5. Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingar 6. Gylfi Þór Sigurðsson, fótbolti 7. Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttir 8. Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti 9. Aron Einar Gunnarsson, fótbolti 10. Jón Arnór Stefánsson, körfubolti Aðrar íþróttir Fréttir ársins 2015 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Gunnar Nelson, fremsti bardagamaður Íslands, var kosinn íþróttamaður ársins af lesendum Vísis annað árið í röð. Lesendur Vísis stýrðu kosningunni algjörlega en þeir fengu tækifæri á að koma með tilnefningar og svo var Facebook-kosning á milli þeirra tíu sem fengu flestar tilnefningar. Valið stóð á milli fimm karla og fimm kvenna úr átta íþróttagreinum. Rétt tæplega 10.000 manns tóku þátt í kosningunni og vann Gunnar öruggan sigur líkt og í fyrra. Gunnar barðist tvisvar á árinu. Hann vann Bandaríkjamanninn Brandon Thatch í Las Vegas í júlí með hengingartaki í fyrstu lotu. Seinni bardaginn var ekki jafn góður en þar tapaði Gunnar fyrir Demian Maia, aftur í Las Vegas, á stigum. „Mér finnst alveg ótrúlegt hvað ég fæ mikinn stuðning og ég finn það bara í samfélaginu þegar ég til dæmis fer niður í bæ á Þorláksmessu þar sem er mikið af fólki sem kemur og spjallar við mann,“ segir Gunnar um viðurkenninguna í viðtali við Vísi. „Maður finnur fyrir meðbyrnum og hversu mikinn stuðning maður fær. Það er ekki hægt að lýsa því hversu þakklátur ég er fyrir þennan stuðning. Þó aðeins á móti blási fær maður samt svona kosningu. Þetta skiptir öllu,“ segir Gunnar Nelson. Ítarlegt viðtal við Gunnar birtist á Vísi síðar í dag.Niðurstaðan í kosningu Vísis: 1. Gunnar Nelson, MMA 2. Kristín Þorsteinsdóttir, íþróttir fatlaðra 3. Katrín Tanja Davíðsdóttir, CrossFit 4. Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund 5. Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingar 6. Gylfi Þór Sigurðsson, fótbolti 7. Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttir 8. Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti 9. Aron Einar Gunnarsson, fótbolti 10. Jón Arnór Stefánsson, körfubolti
Aðrar íþróttir Fréttir ársins 2015 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira