Alþingi fær upplýsingar um söluna á Borgun Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. janúar 2016 07:00 Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar Landsbankinn sendir í dag nefndarsviði Alþingis greinargerð um sölu bankans á Borgun. Síðla árs 2014 seldi Landsbankinn liðlega 31 prósents hlut í Borgun fyrir 2,2 milljarða til stjórnenda og hóps fjárfesta. Fjármálaeftirlitið óskaði eftir gögnum frá Landsbankanum í árslok 2014 vegna sölunnar á fyrirtækinu. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum fékk Fjármálaeftirlitið umbeðin gögn og hefur ekki haft samband aftur vegna málsins. Sérstakur saksóknari hefur ekki haft afskipti af málinu. Sigurður G. Valgeirsson, upplýsingafulltrúi Fjármálaeftirlitsins, segir að stofnunin geti ekki tjáð sig um samskipti við einstaka eftirlitsskylda aðila. Forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar eru hins vegar sammála um að málið krefjist skoðunar. „Ég vil spyrja hæstvirtan forsætisráðherra hvort hann hafi gert einhvern reka að því að afla upplýsinga um þetta mál og hvort hann sé sammála mér í því að mikilvægt sé að það verði rannsakað í þaula,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi. Sigmundur Davíð sagðist vera sammála því að mikilvægt væri að tryggja að ríkið fengi sem mest fyrir þær eignir sem ákveðið væri að selja. Hann sagði að Borgunarmálið krefðist líka skýringa. „Niðurstaða sem er augljóst klúður. Mér skilst reyndar að bankinn ætli að eigin frumkvæði að skila þinginu greinargerð,“ sagði Sigmundur Davíð og tók fram að hann styddi þá tillögu að Alþingi stæði að rannsókn á sölunni.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherraÁrni Páll sagði að það skipti máli að búa til umgjörð þar sem tryggt væri jafnræði og samkeppni um þær eigur sem ríkið lætur frá sér. Sigmundur Davíð benti á að hin síðustu ár hefði verið leitast við að skapa sem mestan aðskilnað milli stjórnmála og bankanna. „Þar af leiðandi er erfitt og jafnvel ómögulegt fyrir stjórnmálamenn að skipta sér af, jafnvel hlutum sem virðast ekki vera í lagi. Það þarf að gerast þá í gegnum þær stofnanir, það fyrirkomulag, sem komið hefur verið á til þess að fylgja slíkum ákvörðunum eftir,“ sagði Sigmundur Davíð. Á vef Landsbankans hafa verið birtar ítarlegar upplýsingar um söluna á Borgun. Þar er fullyrt að bankinn hafi ekki haft upplýsingar um að valréttur vegna hugsanlegrar yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe myndi leiða til greiðslna til Borgunar. Þessar upplýsingar hafi ekki heldur komið fram í tengslum við önnur viðskipti með hluti í Borgun á árunum 2009-2014. Í viðræðum við stjórnendur Borgunar hafi ekki komið fram neinar upplýsingar um að Borgun hefði rétt á hlutdeild í verðmætum valréttarins, hvað þá að vegna hans hefðu skapast verðmæti hjá Borgun. Borgunarmálið Tengdar fréttir Sala Landsbankans á Borgun „augljóst klúður“ að mati forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, var spurður út í Borgunarmálið á þingi í dag. 25. janúar 2016 15:51 Bankaráðið ekki fundað um Borgun Bankastjóri Landsbankans ber ábyrgð á sölunni á sínum tíma en bankaráðið ber fullt traust til hans. 25. janúar 2016 06:00 Segist ekki hafa vitað að Borgun fengi greiðslur vegna Visa Europe Landsbankinn segir upplýsingarnar um milljarðagreiðslu ekki hafa legið fyrir þegar bankinn seldi hlut í Borgun. 25. janúar 2016 10:39 Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Landsbankinn sendir í dag nefndarsviði Alþingis greinargerð um sölu bankans á Borgun. Síðla árs 2014 seldi Landsbankinn liðlega 31 prósents hlut í Borgun fyrir 2,2 milljarða til stjórnenda og hóps fjárfesta. Fjármálaeftirlitið óskaði eftir gögnum frá Landsbankanum í árslok 2014 vegna sölunnar á fyrirtækinu. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum fékk Fjármálaeftirlitið umbeðin gögn og hefur ekki haft samband aftur vegna málsins. Sérstakur saksóknari hefur ekki haft afskipti af málinu. Sigurður G. Valgeirsson, upplýsingafulltrúi Fjármálaeftirlitsins, segir að stofnunin geti ekki tjáð sig um samskipti við einstaka eftirlitsskylda aðila. Forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar eru hins vegar sammála um að málið krefjist skoðunar. „Ég vil spyrja hæstvirtan forsætisráðherra hvort hann hafi gert einhvern reka að því að afla upplýsinga um þetta mál og hvort hann sé sammála mér í því að mikilvægt sé að það verði rannsakað í þaula,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi. Sigmundur Davíð sagðist vera sammála því að mikilvægt væri að tryggja að ríkið fengi sem mest fyrir þær eignir sem ákveðið væri að selja. Hann sagði að Borgunarmálið krefðist líka skýringa. „Niðurstaða sem er augljóst klúður. Mér skilst reyndar að bankinn ætli að eigin frumkvæði að skila þinginu greinargerð,“ sagði Sigmundur Davíð og tók fram að hann styddi þá tillögu að Alþingi stæði að rannsókn á sölunni.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherraÁrni Páll sagði að það skipti máli að búa til umgjörð þar sem tryggt væri jafnræði og samkeppni um þær eigur sem ríkið lætur frá sér. Sigmundur Davíð benti á að hin síðustu ár hefði verið leitast við að skapa sem mestan aðskilnað milli stjórnmála og bankanna. „Þar af leiðandi er erfitt og jafnvel ómögulegt fyrir stjórnmálamenn að skipta sér af, jafnvel hlutum sem virðast ekki vera í lagi. Það þarf að gerast þá í gegnum þær stofnanir, það fyrirkomulag, sem komið hefur verið á til þess að fylgja slíkum ákvörðunum eftir,“ sagði Sigmundur Davíð. Á vef Landsbankans hafa verið birtar ítarlegar upplýsingar um söluna á Borgun. Þar er fullyrt að bankinn hafi ekki haft upplýsingar um að valréttur vegna hugsanlegrar yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe myndi leiða til greiðslna til Borgunar. Þessar upplýsingar hafi ekki heldur komið fram í tengslum við önnur viðskipti með hluti í Borgun á árunum 2009-2014. Í viðræðum við stjórnendur Borgunar hafi ekki komið fram neinar upplýsingar um að Borgun hefði rétt á hlutdeild í verðmætum valréttarins, hvað þá að vegna hans hefðu skapast verðmæti hjá Borgun.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Sala Landsbankans á Borgun „augljóst klúður“ að mati forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, var spurður út í Borgunarmálið á þingi í dag. 25. janúar 2016 15:51 Bankaráðið ekki fundað um Borgun Bankastjóri Landsbankans ber ábyrgð á sölunni á sínum tíma en bankaráðið ber fullt traust til hans. 25. janúar 2016 06:00 Segist ekki hafa vitað að Borgun fengi greiðslur vegna Visa Europe Landsbankinn segir upplýsingarnar um milljarðagreiðslu ekki hafa legið fyrir þegar bankinn seldi hlut í Borgun. 25. janúar 2016 10:39 Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Sala Landsbankans á Borgun „augljóst klúður“ að mati forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, var spurður út í Borgunarmálið á þingi í dag. 25. janúar 2016 15:51
Bankaráðið ekki fundað um Borgun Bankastjóri Landsbankans ber ábyrgð á sölunni á sínum tíma en bankaráðið ber fullt traust til hans. 25. janúar 2016 06:00
Segist ekki hafa vitað að Borgun fengi greiðslur vegna Visa Europe Landsbankinn segir upplýsingarnar um milljarðagreiðslu ekki hafa legið fyrir þegar bankinn seldi hlut í Borgun. 25. janúar 2016 10:39