Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Bjarki Ármannsson skrifar 25. febrúar 2016 08:24 Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, segir að hann hefði aldrei hafið hvalveiðar á ný ef hann hefði vitað af rannsóknaraðferðum Japana, sem hafi verið fyrirtækinu Þrándur í Götu undanfarin ár.Þetta segir Kristján í samtali við Morgunblaðið. Þar er haft eftir honum að aðferðirnar sem Japanir beiti við efnagreiningar á hvalaafurðum séu rúmlega fjörutíu ára gamlar og hvergi notaðar annars staðar í heiminum. Hvalveiðum fyrirtækisins sé sjálfhætt ef Japnir taki ekki upp aðrar rannsóknarafurðir. „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan þegar við hófum aftur hvalveiðarnar 2009, eftir tuttugu ára hlé, þá hefðum við aldrei byrjað aftur,“ segir Kristján við Morgunblaðið. Hvalveiðar fyrirtækis Kristjáns, sem er það eina sem stundað hefur hvalveiðar við Íslandsstrendur síðastliðin ár, hafa verið í meira lagi umdeildar. Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt þær, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur sagt þær skaða ímynd Íslands og erlendir tölvuþrjótar ítrekað gert árásir á íslenskar vefsíður í mótmælaskyni við þær.Í nýlegri umfjöllun Stundarinnar um Hval hf. segir meðal annars að ársreikningar fyrirtækisins sýni tap upp á rúman einn og hálfan milljarð á liðnum árum þrátt fyrir að Kristján hafi ítrekað sagt hvalveiðar standa undir sér fjárhagslega. Japan hefur í áraraðir verið eini markaður Hvals hf. fyrir langreyðarkjöt. Hvalveiðar Tengdar fréttir Segja hvalveiðar hafa lítil áhrif á samskipti ríkjanna Fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og formaður utanríkisnefndar eru sammála um að afstaða Bandaríkjamanna til hvalveiða og pólitískur þrýstingur vegna þeirra hafi ekki eitrað samskipti þjóðanna. 23. mars 2015 12:40 Segja Kristján Loftsson ögra alþjóðasamfélaginu með annarri Japansferð Alþjóðadýraverndunarsjóðurinn segir að víðast hvar sé litið á milliríkjaverslun með hvalkjöt sem ólöglega verslun 19. maí 2015 07:00 Eigandi Hvals segir dýraverndunarsinna „smáklíkur sem kalla sig mjög flottum nöfnum“ Kristján Loftsson gefur lítið fyrir málstað þeirra sem eru á móti hvalveiðum og segist ekki sjá að veiðarnar skaði ímynd Íslands út á við. 9. júní 2015 10:27 Vilja vita hvaða áhrif hvalveiðar hafa haft á samskipti við Bandaríkin Níu þingmenn úr stjórnarandstöðu hafa óskað eftir skýrslu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja. 14. október 2015 08:50 Elín Hirst segir hvalaskoðun mikilvægari atvinnugrein en hvalveiðar Telur veiðarnar standa Íslendingum fyrir þrifum. 22. júlí 2015 09:10 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Sjá meira
Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, segir að hann hefði aldrei hafið hvalveiðar á ný ef hann hefði vitað af rannsóknaraðferðum Japana, sem hafi verið fyrirtækinu Þrándur í Götu undanfarin ár.Þetta segir Kristján í samtali við Morgunblaðið. Þar er haft eftir honum að aðferðirnar sem Japanir beiti við efnagreiningar á hvalaafurðum séu rúmlega fjörutíu ára gamlar og hvergi notaðar annars staðar í heiminum. Hvalveiðum fyrirtækisins sé sjálfhætt ef Japnir taki ekki upp aðrar rannsóknarafurðir. „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan þegar við hófum aftur hvalveiðarnar 2009, eftir tuttugu ára hlé, þá hefðum við aldrei byrjað aftur,“ segir Kristján við Morgunblaðið. Hvalveiðar fyrirtækis Kristjáns, sem er það eina sem stundað hefur hvalveiðar við Íslandsstrendur síðastliðin ár, hafa verið í meira lagi umdeildar. Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt þær, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur sagt þær skaða ímynd Íslands og erlendir tölvuþrjótar ítrekað gert árásir á íslenskar vefsíður í mótmælaskyni við þær.Í nýlegri umfjöllun Stundarinnar um Hval hf. segir meðal annars að ársreikningar fyrirtækisins sýni tap upp á rúman einn og hálfan milljarð á liðnum árum þrátt fyrir að Kristján hafi ítrekað sagt hvalveiðar standa undir sér fjárhagslega. Japan hefur í áraraðir verið eini markaður Hvals hf. fyrir langreyðarkjöt.
Hvalveiðar Tengdar fréttir Segja hvalveiðar hafa lítil áhrif á samskipti ríkjanna Fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og formaður utanríkisnefndar eru sammála um að afstaða Bandaríkjamanna til hvalveiða og pólitískur þrýstingur vegna þeirra hafi ekki eitrað samskipti þjóðanna. 23. mars 2015 12:40 Segja Kristján Loftsson ögra alþjóðasamfélaginu með annarri Japansferð Alþjóðadýraverndunarsjóðurinn segir að víðast hvar sé litið á milliríkjaverslun með hvalkjöt sem ólöglega verslun 19. maí 2015 07:00 Eigandi Hvals segir dýraverndunarsinna „smáklíkur sem kalla sig mjög flottum nöfnum“ Kristján Loftsson gefur lítið fyrir málstað þeirra sem eru á móti hvalveiðum og segist ekki sjá að veiðarnar skaði ímynd Íslands út á við. 9. júní 2015 10:27 Vilja vita hvaða áhrif hvalveiðar hafa haft á samskipti við Bandaríkin Níu þingmenn úr stjórnarandstöðu hafa óskað eftir skýrslu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja. 14. október 2015 08:50 Elín Hirst segir hvalaskoðun mikilvægari atvinnugrein en hvalveiðar Telur veiðarnar standa Íslendingum fyrir þrifum. 22. júlí 2015 09:10 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Sjá meira
Segja hvalveiðar hafa lítil áhrif á samskipti ríkjanna Fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og formaður utanríkisnefndar eru sammála um að afstaða Bandaríkjamanna til hvalveiða og pólitískur þrýstingur vegna þeirra hafi ekki eitrað samskipti þjóðanna. 23. mars 2015 12:40
Segja Kristján Loftsson ögra alþjóðasamfélaginu með annarri Japansferð Alþjóðadýraverndunarsjóðurinn segir að víðast hvar sé litið á milliríkjaverslun með hvalkjöt sem ólöglega verslun 19. maí 2015 07:00
Eigandi Hvals segir dýraverndunarsinna „smáklíkur sem kalla sig mjög flottum nöfnum“ Kristján Loftsson gefur lítið fyrir málstað þeirra sem eru á móti hvalveiðum og segist ekki sjá að veiðarnar skaði ímynd Íslands út á við. 9. júní 2015 10:27
Vilja vita hvaða áhrif hvalveiðar hafa haft á samskipti við Bandaríkin Níu þingmenn úr stjórnarandstöðu hafa óskað eftir skýrslu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja. 14. október 2015 08:50
Elín Hirst segir hvalaskoðun mikilvægari atvinnugrein en hvalveiðar Telur veiðarnar standa Íslendingum fyrir þrifum. 22. júlí 2015 09:10