Hlustað á gagnrýni Stjórnarmaðurinn skrifar 9. mars 2016 13:00 Aðalfundur Símans fer fram í vikunni og er athyglisverður fyrir nokkurra hluta sakir. Fyrir það fyrsta er þetta fyrsti aðalfundur félagsins eftir að það var skráð á markað síðastliðið haust. Það sem vekur þó sérstaka athygli stjórnarmannsins eru breytingar á stjórn félagsins. Bertrand nokkur Kan kemur nýr inn í stjórnina, en hann var í forgrunni hóps fjárfesta sem fengu að kaupa bréf í Símanum af Arion banka á sérstökum vildarkjörum rétt áður en til skráningar kom. Fjárfestarnir innleystu snöggan og öruggan pappírshagnað af þeim viðskiptum, þótt vissulega væru söluhömlur á hlutnum til ákveðins tíma. Fyrirkomulag þetta fékk mikla gagnrýni á sínum tíma. Vildarkjörin voru réttlætt með því, að fjárfestarnir byggju yfir einstakri sérþekkingu sem hjálpa myndi félaginu og auka virði þess til langs tíma. Þrátt fyrir það bólaði ekkert á því að einhver úr hópnum tæki stjórnarsæti, eða kæmi að rekstri félagsins með neinum hætti. Bertrand Kan sjálfur lýsti því svo yfir í viðtali að ekkert slíkt stæði til. Úr því hefur nú verið bætt og Kan tekur nú sæti í stjórn eins og áður sagði. Sennilegt er, miðað við ummæli Kans, að Síminn sé með þessu að bregðast við gagnrýnisröddum. Nú verður spennandi að fylgjast með Símanum og hvort sérþekking Kans, og annarra erlendra sérfræðinga, hafi marktæk áhrif á stefnu og stjórnun félagsins. Einungis þannig verða vildarkjörin umdeildu réttlætt. Á sama tíma hverfur lífeyrissjóðakóngurinn Helgi Magnússon úr stjórninni. Það eru nokkur tíðindi en Helgi hefur legið undir nokkurri gagnrýni fyrir að blanda saman eigin fjárfestingum og trúnaðarstörfum fyrir lífeyrissjóðina. Hann virðist nú vera markvisst að draga sig úr fremstu víglínu. Í báðum tilvikum er líklegt að verið sé að taka tillit til gagnrýni fjölmiðla og annarra. Hver sagði svo að ekkert hefði breyst í íslensku viðskiptalífi?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Aðalfundur Símans fer fram í vikunni og er athyglisverður fyrir nokkurra hluta sakir. Fyrir það fyrsta er þetta fyrsti aðalfundur félagsins eftir að það var skráð á markað síðastliðið haust. Það sem vekur þó sérstaka athygli stjórnarmannsins eru breytingar á stjórn félagsins. Bertrand nokkur Kan kemur nýr inn í stjórnina, en hann var í forgrunni hóps fjárfesta sem fengu að kaupa bréf í Símanum af Arion banka á sérstökum vildarkjörum rétt áður en til skráningar kom. Fjárfestarnir innleystu snöggan og öruggan pappírshagnað af þeim viðskiptum, þótt vissulega væru söluhömlur á hlutnum til ákveðins tíma. Fyrirkomulag þetta fékk mikla gagnrýni á sínum tíma. Vildarkjörin voru réttlætt með því, að fjárfestarnir byggju yfir einstakri sérþekkingu sem hjálpa myndi félaginu og auka virði þess til langs tíma. Þrátt fyrir það bólaði ekkert á því að einhver úr hópnum tæki stjórnarsæti, eða kæmi að rekstri félagsins með neinum hætti. Bertrand Kan sjálfur lýsti því svo yfir í viðtali að ekkert slíkt stæði til. Úr því hefur nú verið bætt og Kan tekur nú sæti í stjórn eins og áður sagði. Sennilegt er, miðað við ummæli Kans, að Síminn sé með þessu að bregðast við gagnrýnisröddum. Nú verður spennandi að fylgjast með Símanum og hvort sérþekking Kans, og annarra erlendra sérfræðinga, hafi marktæk áhrif á stefnu og stjórnun félagsins. Einungis þannig verða vildarkjörin umdeildu réttlætt. Á sama tíma hverfur lífeyrissjóðakóngurinn Helgi Magnússon úr stjórninni. Það eru nokkur tíðindi en Helgi hefur legið undir nokkurri gagnrýni fyrir að blanda saman eigin fjárfestingum og trúnaðarstörfum fyrir lífeyrissjóðina. Hann virðist nú vera markvisst að draga sig úr fremstu víglínu. Í báðum tilvikum er líklegt að verið sé að taka tillit til gagnrýni fjölmiðla og annarra. Hver sagði svo að ekkert hefði breyst í íslensku viðskiptalífi?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira