Boltinn er hjá bankaráðinu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 14. mars 2016 14:10 Fulltrúar Bankasýslu ríkisins sóttu fund fjárlaganefndar í morgun. Fréttablaðið/Stefán Bankasýsla ríkisins telur að sölumeðferð Landsbankans hlut sínum í Borgun hafi varpað verulegum skugga á árangur Landsbankans undanfarin misseri og að fagleg ásýnd bankans og stjórnenda hans hafi beðið hnekki. Þetta kemur fram í bréfi sem Bankasýsla ríksins sendi á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í morgun.Þá sendi Bankasýslan bréf til bankaráðs Landsbankans á föstudaginn þar sem fram kemur að Bankasýsla ríkisins telji að Landsbankinn hafi ekki rökstutt ákvörðun sína um að selja Borgun í lokuðu söluferli með fullnægjandi hætti. Bankasýslan segir að margt hafi verið ábótavant í samningagerð Landsbankans í söluferlinu og gagnrýnivert að eini viðsemjandinn hafi verið hópur fjárfesta sem innihélt meðal annars stjórnendur Borgunar. Bankasýslan fer fram á að hluthöfum í Landsbankanum verði hið fyrsta gerð grein fyrir því með hvaða hætti bankaráðið telur rétt að bregðast við. það verði gert ekki síður en tveimur vikum fyrir aðalfund sem fram fer þann 14. apríl en í fréttatilkynningu frá Landsbankanum kemur fram að Bankaráð bankans muni svara Bankasýslunni innan þessa frests og svarið birt opinberlega.Guðlaugur Þór Þórðarsonvísir/vilhelmÞá er gert ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið birti álit sitt á sölunni á allra næstu dögum.Fulltrúar Bankasýslu ríkisins mættu fyrir fund Fjárlaganefndar Alþingis í morgun til að greina frá afstöðu sinni í málinu. Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar segir boltan vera hjá bankaráðinu. Hann er sannfærður um að málið undirstriki nauðsyn þess að selja eignir af þessum toga í opnu ferli. „Bankasýslan telur að svör bankans varðandi söluna á Borgun séu algerlega ófullnægjandi,“ segir Guðlaugur. „Þetta snýr að Borgun en síðan á eftir að fara í gegn um tölu á öðrum eignarhlutum. Einnig eru menn að skoða það að kalla eftir sambærilegum upplýsingum frá öðrum bönkum.“Í hverskonar stöðu telur þú þetta setja bankaráð Landsbankans? „Boltinn er hjá þeim. Þetta bréf frá Bankasýslunni er mjög ákveðið en mér finnst það mjög rökrétt,“ segir hann. „Ég hef verið sannfærður fram til þessa og ekki minnkar sannfæring mín því sem fram líður á að það á að selja allar eignir í opnu söluferli nema að það séu einhverjar mjög sérstakar ástæður eða aðstæður, helst bara í neyð.“ Guðlaugur segir málið þó vera stærra en bara vandamál Landsbankans. „Þetta mál er mjög stórt, ekki bara það sem snýr að þessu fyrirtæki. Heldur snýr þetta að því að endurheimta traust á þessum markaði. Ríkið situr uppi með margar eignir sem það þarf að selja en það er ekki hægt að gera það nema að almenningur getur verið viss um það að það sé opið og gagnsætt söluferli og hlutlægar reglur sem að gildi,“ segir Guðlaugur. Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Sjá meira
Bankasýsla ríkisins telur að sölumeðferð Landsbankans hlut sínum í Borgun hafi varpað verulegum skugga á árangur Landsbankans undanfarin misseri og að fagleg ásýnd bankans og stjórnenda hans hafi beðið hnekki. Þetta kemur fram í bréfi sem Bankasýsla ríksins sendi á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í morgun.Þá sendi Bankasýslan bréf til bankaráðs Landsbankans á föstudaginn þar sem fram kemur að Bankasýsla ríkisins telji að Landsbankinn hafi ekki rökstutt ákvörðun sína um að selja Borgun í lokuðu söluferli með fullnægjandi hætti. Bankasýslan segir að margt hafi verið ábótavant í samningagerð Landsbankans í söluferlinu og gagnrýnivert að eini viðsemjandinn hafi verið hópur fjárfesta sem innihélt meðal annars stjórnendur Borgunar. Bankasýslan fer fram á að hluthöfum í Landsbankanum verði hið fyrsta gerð grein fyrir því með hvaða hætti bankaráðið telur rétt að bregðast við. það verði gert ekki síður en tveimur vikum fyrir aðalfund sem fram fer þann 14. apríl en í fréttatilkynningu frá Landsbankanum kemur fram að Bankaráð bankans muni svara Bankasýslunni innan þessa frests og svarið birt opinberlega.Guðlaugur Þór Þórðarsonvísir/vilhelmÞá er gert ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið birti álit sitt á sölunni á allra næstu dögum.Fulltrúar Bankasýslu ríkisins mættu fyrir fund Fjárlaganefndar Alþingis í morgun til að greina frá afstöðu sinni í málinu. Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar segir boltan vera hjá bankaráðinu. Hann er sannfærður um að málið undirstriki nauðsyn þess að selja eignir af þessum toga í opnu ferli. „Bankasýslan telur að svör bankans varðandi söluna á Borgun séu algerlega ófullnægjandi,“ segir Guðlaugur. „Þetta snýr að Borgun en síðan á eftir að fara í gegn um tölu á öðrum eignarhlutum. Einnig eru menn að skoða það að kalla eftir sambærilegum upplýsingum frá öðrum bönkum.“Í hverskonar stöðu telur þú þetta setja bankaráð Landsbankans? „Boltinn er hjá þeim. Þetta bréf frá Bankasýslunni er mjög ákveðið en mér finnst það mjög rökrétt,“ segir hann. „Ég hef verið sannfærður fram til þessa og ekki minnkar sannfæring mín því sem fram líður á að það á að selja allar eignir í opnu söluferli nema að það séu einhverjar mjög sérstakar ástæður eða aðstæður, helst bara í neyð.“ Guðlaugur segir málið þó vera stærra en bara vandamál Landsbankans. „Þetta mál er mjög stórt, ekki bara það sem snýr að þessu fyrirtæki. Heldur snýr þetta að því að endurheimta traust á þessum markaði. Ríkið situr uppi með margar eignir sem það þarf að selja en það er ekki hægt að gera það nema að almenningur getur verið viss um það að það sé opið og gagnsætt söluferli og hlutlægar reglur sem að gildi,“ segir Guðlaugur.
Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Sjá meira