Markaðir komnir í ró Sæunn Gísladóttir skrifar 11. mars 2016 06:00 Dow Jones vísitalan hefur hækkað um tíu prósent frá lægstu lægðum 11. febrúar. Vísir/AFP Þær miklu sveiflur sem einkenndu hlutabréfamarkaði heimsins fyrstu tvo mánuði ársins hafa staðnað í bili. Alþjóðamarkaðir hafa tekið við sér frá því að þeir náðu lægstu lægðum fyrir mánuði. Frá 11. febrúar hefur FTSE 100 vísitalan í London hækkað um tæp ellefu prósent, úr 5.536,97 stigum í 6.135,42 stig (um eftirmiðdaginn á föstudag). Vísitalan er nú hærri en í byrjun árs. Dax vísitalan í Þýskalandi hefur hækkað um tæplega 12 prósent úr 8.752,87 stigum í 9.799,48 stig, en hefur ekki náð sömu hæð og í byrjun árs. Á sama tímabili hafa markaðir í Asíu rétt úr sér á ný, en eiga langt í land með að ná sama gengi og í byrjun árs. Shanghai hlutabréfavísitalan hefur hækkað um 2,3 prósent og Nikkei 225 í Japan um 13,3 prósent. Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn náði lægð þann 11. febrúar og hafði þá ekki verið lægri í tvö ár. Dow Jones hefur síðan þá hækkað um tíu prósent. Ýmsar ástæður eru fyrir því að markaðurinn sé farinn að róast. Olíuverð hefur hækkað á ný, þó að það sé enn þá mjög lágt. Jafnframt hefur Alþjóðaorkumálastofnunin lýst því yfir að ýmislegt bendi til þess að olíuverð hafi náð ákveðinni lægð og komi til með að hækka á ný á árinu. Annar áhrifaþáttur er að ekkert virðist benda til þess að úr verði úr spáðu gengisstríði í Kína. Búist er við einungis tveimur stýrivaxtahækkunum í Bandaríkjunum í stað fjögurra sem hefur einnig róað markaði. Ákvörðun Evrópubankans um að lækka stýrivexti á fimmtudaginn í núll prósent og auka við skuldabréfakaup bankans um 20 milljarða evra í mánuði hefur hingað til einungis haft jákvæð áhrif á markaði. Dax hækkaði um rúmlega þrjú prósent í kjölfarið og FTSE 100 um tæplega tvö prósent. Óvíst er þó um framhaldið á hlutabréfamörkuðum. Ákvarðanir seðlabanka Bandaríkjanna, Japans og Evrópusambandsins á fundum sínum í næstu viku gætu haft verulega áhrif á markaðinn. Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Bestu íslensku auglýsingar ársins 2013 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Þær miklu sveiflur sem einkenndu hlutabréfamarkaði heimsins fyrstu tvo mánuði ársins hafa staðnað í bili. Alþjóðamarkaðir hafa tekið við sér frá því að þeir náðu lægstu lægðum fyrir mánuði. Frá 11. febrúar hefur FTSE 100 vísitalan í London hækkað um tæp ellefu prósent, úr 5.536,97 stigum í 6.135,42 stig (um eftirmiðdaginn á föstudag). Vísitalan er nú hærri en í byrjun árs. Dax vísitalan í Þýskalandi hefur hækkað um tæplega 12 prósent úr 8.752,87 stigum í 9.799,48 stig, en hefur ekki náð sömu hæð og í byrjun árs. Á sama tímabili hafa markaðir í Asíu rétt úr sér á ný, en eiga langt í land með að ná sama gengi og í byrjun árs. Shanghai hlutabréfavísitalan hefur hækkað um 2,3 prósent og Nikkei 225 í Japan um 13,3 prósent. Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn náði lægð þann 11. febrúar og hafði þá ekki verið lægri í tvö ár. Dow Jones hefur síðan þá hækkað um tíu prósent. Ýmsar ástæður eru fyrir því að markaðurinn sé farinn að róast. Olíuverð hefur hækkað á ný, þó að það sé enn þá mjög lágt. Jafnframt hefur Alþjóðaorkumálastofnunin lýst því yfir að ýmislegt bendi til þess að olíuverð hafi náð ákveðinni lægð og komi til með að hækka á ný á árinu. Annar áhrifaþáttur er að ekkert virðist benda til þess að úr verði úr spáðu gengisstríði í Kína. Búist er við einungis tveimur stýrivaxtahækkunum í Bandaríkjunum í stað fjögurra sem hefur einnig róað markaði. Ákvörðun Evrópubankans um að lækka stýrivexti á fimmtudaginn í núll prósent og auka við skuldabréfakaup bankans um 20 milljarða evra í mánuði hefur hingað til einungis haft jákvæð áhrif á markaði. Dax hækkaði um rúmlega þrjú prósent í kjölfarið og FTSE 100 um tæplega tvö prósent. Óvíst er þó um framhaldið á hlutabréfamörkuðum. Ákvarðanir seðlabanka Bandaríkjanna, Japans og Evrópusambandsins á fundum sínum í næstu viku gætu haft verulega áhrif á markaðinn.
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Bestu íslensku auglýsingar ársins 2013 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira