Gylfi Zoëga: „Við eigum ekki að láta eins og þetta reddist“ Ásgeir Erlendsson skrifar 20. mars 2016 19:00 Það verður að hlúa að innviðum ferðaþjónustunnar því ef hún hrynur fer krónan niður með minni kaupmætti almennings. Þetta segir prófessor í hagfræði sem bendir á að góð staða efnahagslífsins sé að hluta til ferðaþjónustunni að þakka og ekki eigi að láta eins og allt reddist. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sagði í viðtali á Bylgjunni í morgun að á öllum sínum ferli myndi hann ekki eftir jafngóðri stöðu í íslensku efnahagslífi og nú. Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og fulltrúi í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, tekur undir orð Más og segir að tala megi um tímamót. „Þessi tímamót verða fyrst og fremst vegna þess að út í heimi hefur smekkur ferðamanna breyst þannig að þeir vilja í meira mæli koma hingað. Það hefur orðið stór fjölgun í fjölda ferðamanna. Það er lykilþáttur. Viðskiptakjör hafa batnað vegna þess að olíuverð hefur lækkað og fiskverð hefur farið upp. Svo að hluta til er þetta heppni.“ Gylfi segir að miklu máli skipti að huga að ferðaþjónustunni. ,,Við eigum ekki að láta eins og þetta reddist, heldur að fjárfesta í innviðum.“ „Þetta er ekki ástæða til að slappa af og segja að nú verði allt frábært það búið að leysa öll mál. Þetta getur farið til baka. Það verður að halda vel á spilunum þannig að ferðaþjónustan dafni, ekki bara í nokkur ár heldur til frambúðar. Ef að hún hrynur þá fer krónan niður, þá kemur verðbólga, kaupmáttur fer niður sem við viljum ekki að gerist. Gylfi segir að hægt sé að reka öfluga peningastefnu með krónunni. „Allt þetta tal um að skipta um myntir til þess að fá einhvern ímyndaðan veruleika í öðru landi er allt held ég á misskilningi byggt og ekki gagnlegt. Ástæðan fyrir því að þetta fór illa árið 2008 var fyrst og fremst vegna umgjarðar peningastefnunnar. Það hvort það var Jón Sigurðsson eða Effelturninn á peningaseðlunum var ekki aðalatriðið heldur umgjörðin og hvernig ákvarðanir voru teknar og hvernig við brugðumst við áhættum. Það að stökkva á milli að taka upp kanadadollar einn daginn og evruna hinn daginn. Allt þetta tal er svo gagnslaust.“ Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Sjá meira
Það verður að hlúa að innviðum ferðaþjónustunnar því ef hún hrynur fer krónan niður með minni kaupmætti almennings. Þetta segir prófessor í hagfræði sem bendir á að góð staða efnahagslífsins sé að hluta til ferðaþjónustunni að þakka og ekki eigi að láta eins og allt reddist. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sagði í viðtali á Bylgjunni í morgun að á öllum sínum ferli myndi hann ekki eftir jafngóðri stöðu í íslensku efnahagslífi og nú. Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og fulltrúi í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, tekur undir orð Más og segir að tala megi um tímamót. „Þessi tímamót verða fyrst og fremst vegna þess að út í heimi hefur smekkur ferðamanna breyst þannig að þeir vilja í meira mæli koma hingað. Það hefur orðið stór fjölgun í fjölda ferðamanna. Það er lykilþáttur. Viðskiptakjör hafa batnað vegna þess að olíuverð hefur lækkað og fiskverð hefur farið upp. Svo að hluta til er þetta heppni.“ Gylfi segir að miklu máli skipti að huga að ferðaþjónustunni. ,,Við eigum ekki að láta eins og þetta reddist, heldur að fjárfesta í innviðum.“ „Þetta er ekki ástæða til að slappa af og segja að nú verði allt frábært það búið að leysa öll mál. Þetta getur farið til baka. Það verður að halda vel á spilunum þannig að ferðaþjónustan dafni, ekki bara í nokkur ár heldur til frambúðar. Ef að hún hrynur þá fer krónan niður, þá kemur verðbólga, kaupmáttur fer niður sem við viljum ekki að gerist. Gylfi segir að hægt sé að reka öfluga peningastefnu með krónunni. „Allt þetta tal um að skipta um myntir til þess að fá einhvern ímyndaðan veruleika í öðru landi er allt held ég á misskilningi byggt og ekki gagnlegt. Ástæðan fyrir því að þetta fór illa árið 2008 var fyrst og fremst vegna umgjarðar peningastefnunnar. Það hvort það var Jón Sigurðsson eða Effelturninn á peningaseðlunum var ekki aðalatriðið heldur umgjörðin og hvernig ákvarðanir voru teknar og hvernig við brugðumst við áhættum. Það að stökkva á milli að taka upp kanadadollar einn daginn og evruna hinn daginn. Allt þetta tal er svo gagnslaust.“
Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Sjá meira