„Skipan ríkisstjórnarinnar í dag er óásættanleg“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. apríl 2016 14:19 Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/pjetur Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, mælti fyrir vantrausti, þingrofi og kosningum á Alþingi núna klukkan 13. Sagði hann að það væri óvenjulegt að mælt væri vantrausti á ríkisstjórnina á fyrsta starfsdegi hennar. Það væri ef til vill einsdæmi en Árni Páll sagði að við værum að lifa einstaka tíma. Hann sagði vantraustið byggja á alvarlegum vanda sem væri kominn upp í stjórnmálunum og væri öllum kunnur: „Aflandsfélög eru bara til í þeim tilgangi að leyna eignarhaldi eða forðast skattheimtu. Um það eru ríkisskattstjóri og allir sérfræðingar sammála og formaður SA tók sérstaklega undir það í tímabærri fordæmingu á skattaskjólum á ársfundi samtakanna í gær. Ef menn halda fé í skattaskjóli eru þeir að taka fé úr vinnu hér á landi og koma sér undan nauðsynlegu gagnsæi,“ sagði Árni Páll og bæti við að féð væri þá ekki að skapa hér verðmæti og störf. „Við höfum í glímunni við eftirleik hrunsins óskað sérstaklega eftir að þeir sem eigi eignir í útlöndum komi með þær heim, til að styðja við endurreisn Íslands. Vegna alls þessa eru eignarhald og viðskipti í skattaskjólsfélagi ósamrýmanleg stjórnmálaþátttöku. Þess vegna er skipan ríkisstjórnarinnar í dag óásættanleg.“ Árni Páll sagði að með ríkisstjórnarskiptunum hafi stjórnarflokkarnir sjálfir viðurkennt að umboð þeirra væri brostið og að ekki væri gengið nógu langt til að ljúka málinu. Í vantrauststillögunni fælist hins vegar ekki aðför að meirihlutanum heldur „útrétt hönd um betri samskipti á nýjum forsendum.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, tók næst til máls. Hann sagði það eðlilegt að stjórnarandstaðan vildi víkja ríkjandi stjórn frá völdum enda væri það hennar hlutverk. „En að setja hana fram innan við sólarhring frá því hún tekur við völdum er rösklega gert,“ sagði Sigurður Ingi. Hann nýtti dágóðan tíma ræðu sinnar í að fara yfir það hversu mikilvægt væri að ljúka áætluninni um afnám hafta með aflandskrónuútboðinu í maí. Meðal annars vegna þess væri það óráðlegt og óábyrgt af stjórnarandstöðunni að leggja til kosningar þar sem þær yrðu þá að öllum líkindum á sama tíma og krónuútboðið ætti að vera. Forsætisráðherra fór svo yfir ýmis mál sem fyrrverandi ríkisstjórn hefur unnið að á kjörtímabilinu. Sumum væri lokið en öðrum ekki en mikilvægt væri að klára þau. „Því legg ég eindregið til að við fellum báðar tillögur stjórnarandstöðunnar hér í dag.“ Alþingi Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, mælti fyrir vantrausti, þingrofi og kosningum á Alþingi núna klukkan 13. Sagði hann að það væri óvenjulegt að mælt væri vantrausti á ríkisstjórnina á fyrsta starfsdegi hennar. Það væri ef til vill einsdæmi en Árni Páll sagði að við værum að lifa einstaka tíma. Hann sagði vantraustið byggja á alvarlegum vanda sem væri kominn upp í stjórnmálunum og væri öllum kunnur: „Aflandsfélög eru bara til í þeim tilgangi að leyna eignarhaldi eða forðast skattheimtu. Um það eru ríkisskattstjóri og allir sérfræðingar sammála og formaður SA tók sérstaklega undir það í tímabærri fordæmingu á skattaskjólum á ársfundi samtakanna í gær. Ef menn halda fé í skattaskjóli eru þeir að taka fé úr vinnu hér á landi og koma sér undan nauðsynlegu gagnsæi,“ sagði Árni Páll og bæti við að féð væri þá ekki að skapa hér verðmæti og störf. „Við höfum í glímunni við eftirleik hrunsins óskað sérstaklega eftir að þeir sem eigi eignir í útlöndum komi með þær heim, til að styðja við endurreisn Íslands. Vegna alls þessa eru eignarhald og viðskipti í skattaskjólsfélagi ósamrýmanleg stjórnmálaþátttöku. Þess vegna er skipan ríkisstjórnarinnar í dag óásættanleg.“ Árni Páll sagði að með ríkisstjórnarskiptunum hafi stjórnarflokkarnir sjálfir viðurkennt að umboð þeirra væri brostið og að ekki væri gengið nógu langt til að ljúka málinu. Í vantrauststillögunni fælist hins vegar ekki aðför að meirihlutanum heldur „útrétt hönd um betri samskipti á nýjum forsendum.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, tók næst til máls. Hann sagði það eðlilegt að stjórnarandstaðan vildi víkja ríkjandi stjórn frá völdum enda væri það hennar hlutverk. „En að setja hana fram innan við sólarhring frá því hún tekur við völdum er rösklega gert,“ sagði Sigurður Ingi. Hann nýtti dágóðan tíma ræðu sinnar í að fara yfir það hversu mikilvægt væri að ljúka áætluninni um afnám hafta með aflandskrónuútboðinu í maí. Meðal annars vegna þess væri það óráðlegt og óábyrgt af stjórnarandstöðunni að leggja til kosningar þar sem þær yrðu þá að öllum líkindum á sama tíma og krónuútboðið ætti að vera. Forsætisráðherra fór svo yfir ýmis mál sem fyrrverandi ríkisstjórn hefur unnið að á kjörtímabilinu. Sumum væri lokið en öðrum ekki en mikilvægt væri að klára þau. „Því legg ég eindregið til að við fellum báðar tillögur stjórnarandstöðunnar hér í dag.“
Alþingi Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum