Einn sökudólgur stjórnarmaðurinn skrifar 6. apríl 2016 11:00 Staða forsætisráðherra var orðin vonlaus eftir uppljóstranir um eignir hans og konu hans í aflandsfélaginu Wintris Inc. á Tortóla. Afsögn Sigmundar Davíðs var óumflýjanleg eftir að hann var hirtur eins og óþekkur skólastrákur af forseta. Það er þó ekki sú staðreynd að þau hjón hafi átt félagið eða að forsætisráðherra hafi vanrækt að gera grein fyrir eign sinni í hagsmunaskráningu (sem hann sannanlega átti að gera) sem kom honum verst, heldur voru það miklu frekar viðbrögð Sigmundar við uppljóstruninni sem gera útslagið. Í fyrsta lagi var frammistaða Sigmundar í viðtalinu fræga ekki boðleg. Það hefur hann sjálfur viðurkennt. Forsætisráðherra verður að hafa langlundargeð og manndóm til að svara erfiðum spurningum. Í öðru lagi þá laug forsætisráðherra blákalt í viðtalinu, þegar hann sagðist aldrei hafa átt aflandseignir. Það eitt ætti að vera frágangssök. Í þriðja lagi þá hafa viðbrögðin verið í besta falli fáránleg. Af hverju heyrðist hvorki hósti né stuna frá honum um tilvist viðtalsins þær þrjár vikur sem liðu frá því það var tekið, og þar til það var sýnt? Hvernig má það vera að endaleikurinn hafi verið sá að arka umboðslaus á Bessastaði, til þess eins að snúa aftur með skottið milli lappana? Síðast en ekki síst hefur Sigmundur gert Ísland að athlægi um víða veröld. Sú staðreynd að tíðindin rati í alþjóðlega stórmiðla gerir hugmyndir um samsæri Ríkisútvarpsins í besta falli hlægilegar. Sigmundur Davíð og hans ríkisstjórn unnu marga stóra sigra. Efnahagsmálin hafa stórbatnað og uppgjöri gömlu bankanna er við það að ljúka. Þá glittir í afnám gjaldeyrishafta. Það er synd að svona hafi þurft að fara, en sökudólgurinn er aðeins einn. Sigmundur Davíð sjálfur. Birtist í Fréttablaðinu Stjórnarmaðurinn Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Staða forsætisráðherra var orðin vonlaus eftir uppljóstranir um eignir hans og konu hans í aflandsfélaginu Wintris Inc. á Tortóla. Afsögn Sigmundar Davíðs var óumflýjanleg eftir að hann var hirtur eins og óþekkur skólastrákur af forseta. Það er þó ekki sú staðreynd að þau hjón hafi átt félagið eða að forsætisráðherra hafi vanrækt að gera grein fyrir eign sinni í hagsmunaskráningu (sem hann sannanlega átti að gera) sem kom honum verst, heldur voru það miklu frekar viðbrögð Sigmundar við uppljóstruninni sem gera útslagið. Í fyrsta lagi var frammistaða Sigmundar í viðtalinu fræga ekki boðleg. Það hefur hann sjálfur viðurkennt. Forsætisráðherra verður að hafa langlundargeð og manndóm til að svara erfiðum spurningum. Í öðru lagi þá laug forsætisráðherra blákalt í viðtalinu, þegar hann sagðist aldrei hafa átt aflandseignir. Það eitt ætti að vera frágangssök. Í þriðja lagi þá hafa viðbrögðin verið í besta falli fáránleg. Af hverju heyrðist hvorki hósti né stuna frá honum um tilvist viðtalsins þær þrjár vikur sem liðu frá því það var tekið, og þar til það var sýnt? Hvernig má það vera að endaleikurinn hafi verið sá að arka umboðslaus á Bessastaði, til þess eins að snúa aftur með skottið milli lappana? Síðast en ekki síst hefur Sigmundur gert Ísland að athlægi um víða veröld. Sú staðreynd að tíðindin rati í alþjóðlega stórmiðla gerir hugmyndir um samsæri Ríkisútvarpsins í besta falli hlægilegar. Sigmundur Davíð og hans ríkisstjórn unnu marga stóra sigra. Efnahagsmálin hafa stórbatnað og uppgjöri gömlu bankanna er við það að ljúka. Þá glittir í afnám gjaldeyrishafta. Það er synd að svona hafi þurft að fara, en sökudólgurinn er aðeins einn. Sigmundur Davíð sjálfur.
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnarmaðurinn Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira