Árið 2015 var erfitt fyrir lúxusmerki Sæunn Gísladóttir skrifar 13. apríl 2016 07:00 Hlutabréf í Prada hafa lækkað um 42 prósent á síðustu tólf mánuðum. NordicPhotos/Getty Tekjur ítalska lúxusmerkisins Prada drógust saman um 26,6 prósent á síðasta ári samkvæmt nýjum tölum, talið er að lélegri sala í Kína hafi valdið lækkunum. Asíubúar, sér í lagi Kínverjar, eru gríðarlega mikilvægur viðskiptahópur lúxusvörumarkaðarins. Þriðjungur af sölu Prada á heimsvísu á sér stað í Asíu. Hlutabréf í Prada hafa lækkað um 42 prósent á síðustu tólf mánuðum, að því er talið er vegna erfiðra efnahagsskilyrða í Kína. Prada er ekki eina lúxusfyrirtækið sem finnur fyrir samdrætti. Sala dróst einnig saman á síðasta ári hjá Louis Vuitton, Burberry, og Hugo Boss, svo nokkur fyrirtæki séu nefnd. Í lok síðasta árs spáði ráðgjafarfyrirtækið Bain & Co. því að vöxtur á lúxusvörumarkaði myndi vera sá minnsti árið 2015 frá 2009. Hlutabréfamarkaðir í Kína hrundu í ágúst í fyrra og varð svipuð niðursveifla í byrjun árs 2016. Mikil óvissa hefur einkennt asíska markaði í framhaldi af því. Tekjuvöxtur hjá lúxusvörufyrirtækjum gæti því einnig orðið lítill á þessu ári. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. apríl Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Tekjur ítalska lúxusmerkisins Prada drógust saman um 26,6 prósent á síðasta ári samkvæmt nýjum tölum, talið er að lélegri sala í Kína hafi valdið lækkunum. Asíubúar, sér í lagi Kínverjar, eru gríðarlega mikilvægur viðskiptahópur lúxusvörumarkaðarins. Þriðjungur af sölu Prada á heimsvísu á sér stað í Asíu. Hlutabréf í Prada hafa lækkað um 42 prósent á síðustu tólf mánuðum, að því er talið er vegna erfiðra efnahagsskilyrða í Kína. Prada er ekki eina lúxusfyrirtækið sem finnur fyrir samdrætti. Sala dróst einnig saman á síðasta ári hjá Louis Vuitton, Burberry, og Hugo Boss, svo nokkur fyrirtæki séu nefnd. Í lok síðasta árs spáði ráðgjafarfyrirtækið Bain & Co. því að vöxtur á lúxusvörumarkaði myndi vera sá minnsti árið 2015 frá 2009. Hlutabréfamarkaðir í Kína hrundu í ágúst í fyrra og varð svipuð niðursveifla í byrjun árs 2016. Mikil óvissa hefur einkennt asíska markaði í framhaldi af því. Tekjuvöxtur hjá lúxusvörufyrirtækjum gæti því einnig orðið lítill á þessu ári. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. apríl
Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira