Atvinnulífið klofið í afstöðu til Evrópusambandsins Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. maí 2016 11:00 Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri og einn helsti talsmaður útgöngu, mætir til málfundar á hjóli. Fréttablaðið/EPA Meirihluti þeirra sem starfa í bresku atvinnulífi hyggst greiða atkvæði með áframhaldandi aðild Breta að Evrópusambandinu. Bilið á milli aðildarsinna og útgöngusinna minnkar þó samkvæmt nýrri könnun. Sú könnun var gerð á vegum Breska viðskiptaráðsins í apríl. Hún sýndi að 54 prósent af 2.200 félagsmönnum sögðust myndu greiða atkvæði með aðild. Í febrúar síðastliðnum sögðust aftur á móti 60 prósent myndu greiða atkvæði með áframhaldandi aðild. Hins vegar sögðust 37 prósent, í könnuninni í apríl, myndu greiða atkvæði með útgöngu en 30 prósent sögðu í febrúar að þeir myndu greiða atkvæði á þann veg. Adam Marshall, starfandi framkvæmdastjóri Breska viðskiptaráðsins, segir að bilið sé sannarlega að minnka. „Jafnvel þótt stór meirihluti af þeim sem við töluðum við hafi látið í ljós þá skoðun sína að þeir vilji áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu þá er bilið milli aðildarsinna og útgöngusinna að dragast verulega saman á síðustu vikum,“ segir hann. Fulltrúar stærri fyrirtækja og þeirra sem eiga mikil viðskipti við Evrópumarkaði voru líklegri til að greiða atkvæði með áframhaldandi aðild. Fulltrúar minni fyrirtækja, með 10 starfsmenn eða færri og eru ekki í útflutningi, voru mun líklegri til þess að vilja ganga úr Evrópusambandinu. Stærstur hluti svarenda taldi að þjóðaratkvæðagreiðslan, sem fram fer 23. júní, hefði enn sem komið er ekki haft nein áhrif á starfsemi fyrirtækja þeirra, eins og sölu, starfsmannahald eða fjárfestingu. Tæp 36 prósent töldu að ef Bretland yfirgæfi Evrópusambandið myndi það hafa neikvæð áhrif á vaxtaráætlanir fyrirtækisins, en 36,3 prósent töldu að það hefði engin áhrif. Tæp 16 prósent töldu svo að það myndi hafa jákvæð áhrif. Brexit Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Sjá meira
Meirihluti þeirra sem starfa í bresku atvinnulífi hyggst greiða atkvæði með áframhaldandi aðild Breta að Evrópusambandinu. Bilið á milli aðildarsinna og útgöngusinna minnkar þó samkvæmt nýrri könnun. Sú könnun var gerð á vegum Breska viðskiptaráðsins í apríl. Hún sýndi að 54 prósent af 2.200 félagsmönnum sögðust myndu greiða atkvæði með aðild. Í febrúar síðastliðnum sögðust aftur á móti 60 prósent myndu greiða atkvæði með áframhaldandi aðild. Hins vegar sögðust 37 prósent, í könnuninni í apríl, myndu greiða atkvæði með útgöngu en 30 prósent sögðu í febrúar að þeir myndu greiða atkvæði á þann veg. Adam Marshall, starfandi framkvæmdastjóri Breska viðskiptaráðsins, segir að bilið sé sannarlega að minnka. „Jafnvel þótt stór meirihluti af þeim sem við töluðum við hafi látið í ljós þá skoðun sína að þeir vilji áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu þá er bilið milli aðildarsinna og útgöngusinna að dragast verulega saman á síðustu vikum,“ segir hann. Fulltrúar stærri fyrirtækja og þeirra sem eiga mikil viðskipti við Evrópumarkaði voru líklegri til að greiða atkvæði með áframhaldandi aðild. Fulltrúar minni fyrirtækja, með 10 starfsmenn eða færri og eru ekki í útflutningi, voru mun líklegri til þess að vilja ganga úr Evrópusambandinu. Stærstur hluti svarenda taldi að þjóðaratkvæðagreiðslan, sem fram fer 23. júní, hefði enn sem komið er ekki haft nein áhrif á starfsemi fyrirtækja þeirra, eins og sölu, starfsmannahald eða fjárfestingu. Tæp 36 prósent töldu að ef Bretland yfirgæfi Evrópusambandið myndi það hafa neikvæð áhrif á vaxtaráætlanir fyrirtækisins, en 36,3 prósent töldu að það hefði engin áhrif. Tæp 16 prósent töldu svo að það myndi hafa jákvæð áhrif.
Brexit Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent