Hlutdeild í spjörum og sólböðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 15. júní 2016 11:00 Þegar sumarið hellist yfir Íslendinga lyftist brúnin á landanum. Sumarfríið er handan við hornið og það eru allir svo til í þetta. Ég dandalast reglulega inn í uppáhaldsfatabúðina mína en þegar sólin skín segi ég starfsfólkinu að ég fari ekkert annað því það sé algjörlega uppáhalds hjá mér. Ég væri meira að segja líklegri til þess að svara skoðanakönnunum í efstastigi á fimm punkta Likert-kvarða ef hringt væri í mig og ég beðin um að segja hversu traustur viðskiptavinur ég er hjá viðkomandi fatabúð. Það er hins vegar eitthvað sem ég geri aldrei á veturna. Svona akkúrat í sumarbyrjun þegar lífið er fullkomlega stútfullt af hamingju og dásemd er ekki nokkur leið til þess að vera neikvæður þó ég hafi nú stundum endað með sniðlausar kjólalufsur sem gera ekkert fyrir mig. Spurningakönnun er því ekki óskeikul leið til þess að varpa ljósi á það hversu trygga viðskiptavini fatabúðin á. Til eru aðrar leiðir. Hlutdeild í veski (e. share of wallet) eða meðal-hlutdeild í veski er aðferðafræði sem hefur ekki verið mikið notuð á Íslandi en hún lýsir meðalhlutfalli útgjalda sem fyrirtæki fær frá sínum viðskiptavinahópi. Meniga hefur hins vegar í nokkur ár notað þessa aðferðafræði til þess að lýsa tryggð og því hvernig viðskipti dreifast milli aðila á markaði. Þannig sjáum við að Heimsferðir eiga tryggustu viðskiptavinina á ferðaskrifstofumarkaðnum síðustu 12 mánuði. Að meðaltali eru 85,4% af útgjöldum viðskiptavina Heimsferða á ferðamarkaðnum hjá þeim. Þeir ferðast mjög lítið með öðrum, í mesta lagi aðra leiðina til London á hræbillegum miða. Á öðrum mörkuðum geta verið fleiri aðilar að bítast um krónurnar. Á fatamarkaðinum eru til að mynda miklu fleiri aðilar og kaupin dreifast að meðaltali víðar. Þá eru þeir sem kaupa föt í H&M sl. 12 mánuði að meðaltali með 25,5% af sínum fataútgjöldum hjá H&M. Til grundvallar þessari greiningu eru 16 þúsund heimili sem nota hugbúnað Meniga á Íslandi. Færsluupplýsingar eru greindar til þess að draga fram sem besta mynd af kauphegðun Íslendinga. Öll vinnsla með færsluupplýsingar notenda Meniga er með öllu ópersónugreinanleg og einungis er unnið með samantekin gögn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Þegar sumarið hellist yfir Íslendinga lyftist brúnin á landanum. Sumarfríið er handan við hornið og það eru allir svo til í þetta. Ég dandalast reglulega inn í uppáhaldsfatabúðina mína en þegar sólin skín segi ég starfsfólkinu að ég fari ekkert annað því það sé algjörlega uppáhalds hjá mér. Ég væri meira að segja líklegri til þess að svara skoðanakönnunum í efstastigi á fimm punkta Likert-kvarða ef hringt væri í mig og ég beðin um að segja hversu traustur viðskiptavinur ég er hjá viðkomandi fatabúð. Það er hins vegar eitthvað sem ég geri aldrei á veturna. Svona akkúrat í sumarbyrjun þegar lífið er fullkomlega stútfullt af hamingju og dásemd er ekki nokkur leið til þess að vera neikvæður þó ég hafi nú stundum endað með sniðlausar kjólalufsur sem gera ekkert fyrir mig. Spurningakönnun er því ekki óskeikul leið til þess að varpa ljósi á það hversu trygga viðskiptavini fatabúðin á. Til eru aðrar leiðir. Hlutdeild í veski (e. share of wallet) eða meðal-hlutdeild í veski er aðferðafræði sem hefur ekki verið mikið notuð á Íslandi en hún lýsir meðalhlutfalli útgjalda sem fyrirtæki fær frá sínum viðskiptavinahópi. Meniga hefur hins vegar í nokkur ár notað þessa aðferðafræði til þess að lýsa tryggð og því hvernig viðskipti dreifast milli aðila á markaði. Þannig sjáum við að Heimsferðir eiga tryggustu viðskiptavinina á ferðaskrifstofumarkaðnum síðustu 12 mánuði. Að meðaltali eru 85,4% af útgjöldum viðskiptavina Heimsferða á ferðamarkaðnum hjá þeim. Þeir ferðast mjög lítið með öðrum, í mesta lagi aðra leiðina til London á hræbillegum miða. Á öðrum mörkuðum geta verið fleiri aðilar að bítast um krónurnar. Á fatamarkaðinum eru til að mynda miklu fleiri aðilar og kaupin dreifast að meðaltali víðar. Þá eru þeir sem kaupa föt í H&M sl. 12 mánuði að meðaltali með 25,5% af sínum fataútgjöldum hjá H&M. Til grundvallar þessari greiningu eru 16 þúsund heimili sem nota hugbúnað Meniga á Íslandi. Færsluupplýsingar eru greindar til þess að draga fram sem besta mynd af kauphegðun Íslendinga. Öll vinnsla með færsluupplýsingar notenda Meniga er með öllu ópersónugreinanleg og einungis er unnið með samantekin gögn.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar