Rannsóknarleiðangri á Drekasvæðið lokið Kristján Már Unnarsson skrifar 29. júní 2016 17:00 Rannsóknaskipið Harrier Explorer kom við á ytri höfninni í Reykjavík þann 12. júní síðastliðinn áður en það hélt á Drekasvæðið. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Olíurannsóknarskipið Harrier Explorer er nú á leið til Stavanger í Noregi eftir tveggja vikna leiðangur á Jan Mayen-hryggnum. Skipið safnaði upplýsingum um jarðlög undir Drekasvæðinu með tvívíðum bergmálsmælingum fyrir kanadíska olíufélagið Ithaca, en það er í forystu fyrir öðru sérleyfinu, sem er í gildi til olíuvinnslu á íslenska landgrunninu. Þetta var annar rannsóknarleiðangurinn á níu mánuðum sem sérleyfishafar senda á Drekasvæðið. Síðastliðið haust fór rannsóknarskipið Oceanic Challenger þangað á vegum hins sérleyfishópsins, sem kínverska félagið CNOOC fer fyrir. Sá leiðangur stóð í fjórar vikur enda er leitarsvæði þess 2-3 sinnum stærra. Nú tekur við margra mánaða úrvinnslutími þar sem jarðvísindamenn Ithaca rýna í gögnin í leit að merkjum um kolvetni. Reynist niðurstöðurnar neikvæðar má gera ráð fyrir að leyfi verði skilað inn til íslenskra stjórnvalda. Reynist þær á hinn bóginn jákvæðar tekur við næsta skref olíuleitarinnar, þrívíðar bergmálsmælingar, til að kortleggja líklegar olíulindir með nákvæmari hætti, áður en ákvörðun verður tekin um boranir. Búist er við að CNOOC-hópurinn taki ákvörðun í haust um framhaldið. Þá munu væntanlega liggja fyrir niðurstöður leiðangursins í fyrrahaust. Fulltrúar þess hóps hafa skýrt frá því að þeir stefni að borun fyrstu holunnar árið 2020, að því gefnu að hljóðbylgjumælingarnar gefi fyrirheit um nægilegar kolvetnisauðlindir sem staðið geti undir vinnslu. Tengdar fréttir Hætta olíuleit við Færeyjar Olíuleit hefur verið hætt við Færeyjar, að minnsta kosti í bili, eftir að síðasta olíufélagið skilaði inn leitarleyfi sínu. 15. júní 2016 21:30 Þessu skipi er ætlað að finna olíulindir á Drekasvæðinu Olíuleitarskip hélt frá Reykjavík í dag áleiðis á Drekasvæðið til að safna gögnum fyrir kanadíska félagið Ithaca. 12. júní 2016 20:00 Ný greining lýsir bjartsýni um stórar olíulindir á Drekasvæði Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC áformar að hefja boranir eftir fjögur ár. 25. apríl 2016 18:45 Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Olíurannsóknarskipið Harrier Explorer er nú á leið til Stavanger í Noregi eftir tveggja vikna leiðangur á Jan Mayen-hryggnum. Skipið safnaði upplýsingum um jarðlög undir Drekasvæðinu með tvívíðum bergmálsmælingum fyrir kanadíska olíufélagið Ithaca, en það er í forystu fyrir öðru sérleyfinu, sem er í gildi til olíuvinnslu á íslenska landgrunninu. Þetta var annar rannsóknarleiðangurinn á níu mánuðum sem sérleyfishafar senda á Drekasvæðið. Síðastliðið haust fór rannsóknarskipið Oceanic Challenger þangað á vegum hins sérleyfishópsins, sem kínverska félagið CNOOC fer fyrir. Sá leiðangur stóð í fjórar vikur enda er leitarsvæði þess 2-3 sinnum stærra. Nú tekur við margra mánaða úrvinnslutími þar sem jarðvísindamenn Ithaca rýna í gögnin í leit að merkjum um kolvetni. Reynist niðurstöðurnar neikvæðar má gera ráð fyrir að leyfi verði skilað inn til íslenskra stjórnvalda. Reynist þær á hinn bóginn jákvæðar tekur við næsta skref olíuleitarinnar, þrívíðar bergmálsmælingar, til að kortleggja líklegar olíulindir með nákvæmari hætti, áður en ákvörðun verður tekin um boranir. Búist er við að CNOOC-hópurinn taki ákvörðun í haust um framhaldið. Þá munu væntanlega liggja fyrir niðurstöður leiðangursins í fyrrahaust. Fulltrúar þess hóps hafa skýrt frá því að þeir stefni að borun fyrstu holunnar árið 2020, að því gefnu að hljóðbylgjumælingarnar gefi fyrirheit um nægilegar kolvetnisauðlindir sem staðið geti undir vinnslu.
Tengdar fréttir Hætta olíuleit við Færeyjar Olíuleit hefur verið hætt við Færeyjar, að minnsta kosti í bili, eftir að síðasta olíufélagið skilaði inn leitarleyfi sínu. 15. júní 2016 21:30 Þessu skipi er ætlað að finna olíulindir á Drekasvæðinu Olíuleitarskip hélt frá Reykjavík í dag áleiðis á Drekasvæðið til að safna gögnum fyrir kanadíska félagið Ithaca. 12. júní 2016 20:00 Ný greining lýsir bjartsýni um stórar olíulindir á Drekasvæði Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC áformar að hefja boranir eftir fjögur ár. 25. apríl 2016 18:45 Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Hætta olíuleit við Færeyjar Olíuleit hefur verið hætt við Færeyjar, að minnsta kosti í bili, eftir að síðasta olíufélagið skilaði inn leitarleyfi sínu. 15. júní 2016 21:30
Þessu skipi er ætlað að finna olíulindir á Drekasvæðinu Olíuleitarskip hélt frá Reykjavík í dag áleiðis á Drekasvæðið til að safna gögnum fyrir kanadíska félagið Ithaca. 12. júní 2016 20:00
Ný greining lýsir bjartsýni um stórar olíulindir á Drekasvæði Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC áformar að hefja boranir eftir fjögur ár. 25. apríl 2016 18:45
Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45