Ikea innkallar Malm-kommóður í Norður-Ameríku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. júní 2016 17:10 MALM-kommóða. Innköllunin á ekki við á Íslandi. Mynd/IKEA Ikea hefur ákveðið að innkalla 29 milljónir Malm-kommóða í Bandaríkjunum og Kanada í kjölfar þess að þrjú börn létust í Bandaríkjunum þar sem Malm-kommóða valt og lenti á barninu. Kommóðan hefur nú verið tekin úr sölu í Norður-Ameríku en upphaflega hafði Ikea hvatt viðskiptavini sína upp við vegg með þar til gerðum festingum. Kommóðan er ein mest selda kommóða í heimi og hefur til að mynda notið mikilla vinsælda á Íslandi. Innköllunin á þó ekki við hér á landi heldur aðeins í Norður-Ameríku. „Það er verið að selja þessar sömu kommóður úti um allan heim eftir því sem ég best veit en nú hefur Ikea í Bandaríkjunum sem sagt tekið ákvörðun í samráði við yfirvöld þar um að innkalla þær,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi í samtali við Vísi. Að hans sögn er í innkölluninni vitnað til staðals sem aðeins er til í Bandaríkjunum og er ætlaður fyrir frístandandi húsgögn. Ekki er þó hægt að hengja sig á staðalinn varðandi lög þar sem um svokallaðan tilmælisstaðal að ræða. „Malm-kommóðan er, eins og flestar kommóður Ikea, hugsuð til þess að standa upp við vegg en ekki frístandandi úti á miðju gólfi. Við höfum því verið að hvetja fólk til þess að festa þær með þar til gerðum festingum við vegg, eins og ýmis önnur húsgögn sem Ikea framleiðir og selur, enda setur fyrirtækið öryggi á heimilinu á oddinn,“ segir Þórarinn. Hann segir ekki vitað um önnur dauðsföll en þessi þrjú í Bandaríkjunum vegna Malm-kommóðunnar en í frétt BBC um málið kemur fram að auk dauðsfallanna hafi verið tilkynnt um 41 slys vegna kommóðunnar. Tengdar fréttir Minnti á „Black Friday“: Rifist um kommóður í IKEA 800 kommóður seldust á 25 mínútum. 26. apríl 2016 12:48 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Ikea hefur ákveðið að innkalla 29 milljónir Malm-kommóða í Bandaríkjunum og Kanada í kjölfar þess að þrjú börn létust í Bandaríkjunum þar sem Malm-kommóða valt og lenti á barninu. Kommóðan hefur nú verið tekin úr sölu í Norður-Ameríku en upphaflega hafði Ikea hvatt viðskiptavini sína upp við vegg með þar til gerðum festingum. Kommóðan er ein mest selda kommóða í heimi og hefur til að mynda notið mikilla vinsælda á Íslandi. Innköllunin á þó ekki við hér á landi heldur aðeins í Norður-Ameríku. „Það er verið að selja þessar sömu kommóður úti um allan heim eftir því sem ég best veit en nú hefur Ikea í Bandaríkjunum sem sagt tekið ákvörðun í samráði við yfirvöld þar um að innkalla þær,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi í samtali við Vísi. Að hans sögn er í innkölluninni vitnað til staðals sem aðeins er til í Bandaríkjunum og er ætlaður fyrir frístandandi húsgögn. Ekki er þó hægt að hengja sig á staðalinn varðandi lög þar sem um svokallaðan tilmælisstaðal að ræða. „Malm-kommóðan er, eins og flestar kommóður Ikea, hugsuð til þess að standa upp við vegg en ekki frístandandi úti á miðju gólfi. Við höfum því verið að hvetja fólk til þess að festa þær með þar til gerðum festingum við vegg, eins og ýmis önnur húsgögn sem Ikea framleiðir og selur, enda setur fyrirtækið öryggi á heimilinu á oddinn,“ segir Þórarinn. Hann segir ekki vitað um önnur dauðsföll en þessi þrjú í Bandaríkjunum vegna Malm-kommóðunnar en í frétt BBC um málið kemur fram að auk dauðsfallanna hafi verið tilkynnt um 41 slys vegna kommóðunnar.
Tengdar fréttir Minnti á „Black Friday“: Rifist um kommóður í IKEA 800 kommóður seldust á 25 mínútum. 26. apríl 2016 12:48 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Minnti á „Black Friday“: Rifist um kommóður í IKEA 800 kommóður seldust á 25 mínútum. 26. apríl 2016 12:48