Fyrrverandi ráðgjafi Davids Cameron vill úrsögn Breta Sæunn Gísladóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 22. júní 2016 11:00 David Cameron forsætisráðherra fer víða þessa dagana til að skýra stöðuna. Nordicphotos/AFP Fjárfestirinn og milljarðamæringurinn George Soros sagði í gær að ef af brotthvarfi Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, yrði gæti breska pundið lækkað um að minnsta kosti fimmtán prósent og mögulega meira en tuttugu prósent. Flest áhrifafólk á Bretlandi lætur nú í sér heyra vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Brexit sem fer fram á morgun. Til að mynda sagði Steve Hilton, fyrrverandi ráðgjafi Davids Cameron, forsætisráðherra Bretlands, að hann hefði sagt forsætisráðherranum árið 2012 að engin leið væri að standa við kosningaloforð sem Cameron gaf fyrir þingkosningarnar í fyrra um að innflytjendum yrði fækkað niður fyrir hundrað þúsund á ári. Þetta sagði Hilton í viðtali við BBC í gær. Cameron gaf einnig sams konar loforð fyrir kosningarnar árið 2010. Hilton sagði einu leiðina til þess að ná þessu markmiði vera aðskilnað Bretlands frá Evrópusambandinu, Brexit. „Ráðgjafar sögðu okkur að svo lengi sem við værum í Evrópusambandinu gætum við ekki stýrt innflutningi. Þess vegna tel ég nauðsynlegt að við förum úr sambandinu,“ sagði Hilton sem berst nú fyrir Brexit með samtökunum Vote Leave. Auk hruns á gengi pundsins búa fjárfestar sig einnig undir það að hlutabréfaverð geti lækkað um tíu prósent á hlutabréfamarkaðnum í Lundúnum. Gengi hlutabréfa og pundsins hefur hvort tveggja lækkað í aðdraganda kosninganna, sér í lagi eftir að skoðanakannanir hafa sýnt aukið fylgi við útgöngu úr sambandinu. Þá birtu aðstoðarskólastjórar 96 háskóla á Bretlandi opið bréf til Breta þar sem þjóðin var hvött til að kjósa með áframhaldandi veru innan sambandsins. „Okkar trú er sú að aðskilnaður frá Evrópu skapi erfitt andrúmsloft fyrir fjárfestingu í menntun og rannsóknum,“ segir í bréfinu. Brexit Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Fjárfestirinn og milljarðamæringurinn George Soros sagði í gær að ef af brotthvarfi Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, yrði gæti breska pundið lækkað um að minnsta kosti fimmtán prósent og mögulega meira en tuttugu prósent. Flest áhrifafólk á Bretlandi lætur nú í sér heyra vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Brexit sem fer fram á morgun. Til að mynda sagði Steve Hilton, fyrrverandi ráðgjafi Davids Cameron, forsætisráðherra Bretlands, að hann hefði sagt forsætisráðherranum árið 2012 að engin leið væri að standa við kosningaloforð sem Cameron gaf fyrir þingkosningarnar í fyrra um að innflytjendum yrði fækkað niður fyrir hundrað þúsund á ári. Þetta sagði Hilton í viðtali við BBC í gær. Cameron gaf einnig sams konar loforð fyrir kosningarnar árið 2010. Hilton sagði einu leiðina til þess að ná þessu markmiði vera aðskilnað Bretlands frá Evrópusambandinu, Brexit. „Ráðgjafar sögðu okkur að svo lengi sem við værum í Evrópusambandinu gætum við ekki stýrt innflutningi. Þess vegna tel ég nauðsynlegt að við förum úr sambandinu,“ sagði Hilton sem berst nú fyrir Brexit með samtökunum Vote Leave. Auk hruns á gengi pundsins búa fjárfestar sig einnig undir það að hlutabréfaverð geti lækkað um tíu prósent á hlutabréfamarkaðnum í Lundúnum. Gengi hlutabréfa og pundsins hefur hvort tveggja lækkað í aðdraganda kosninganna, sér í lagi eftir að skoðanakannanir hafa sýnt aukið fylgi við útgöngu úr sambandinu. Þá birtu aðstoðarskólastjórar 96 háskóla á Bretlandi opið bréf til Breta þar sem þjóðin var hvött til að kjósa með áframhaldandi veru innan sambandsins. „Okkar trú er sú að aðskilnaður frá Evrópu skapi erfitt andrúmsloft fyrir fjárfestingu í menntun og rannsóknum,“ segir í bréfinu.
Brexit Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira