ÍAV lögðu niður störf í Helguvík: "Eigum útistandandi hátt í þúsund milljónir“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. júlí 2016 11:01 vísir/stöð 2 Starfsmenn Íslenskra aðalverktaka lögðu niður störf við kísilver United Silicon á hádegi í gær. Ástæðuna segir verktakafyrirtækið vera að það hafi ekki fengið greitt fyrir verkið. Sigurður Ragnarsson, forstjóri ÍAV.„Allt í allt þá eigum við útistandandi hátt í þúsund milljónir hjá þeim. Aðgerðir okkar í gær snerust um að lágmarka okkar tjón,“ segir Sigurður Ragnarsson, forstjóri ÍAV, í samtali við Vísi. „Stærstur hluti þessarar upphæðar er gjaldfallinn.“ Að sögn Sigurðar hafa stjórnendur United Silicon lýst því yfir að þeir hafi ekki í hyggju að greiða þetta. Fyrirtæki hans geti augljóslega ekki haldið áfram að vinna ef það er ekki staðið við gerða samninga. „Mig grunar einfaldlega að þeir eigi ekki fyrir framkvæmdinni.“ Verki ÍAV er að mestu lokið. Svipuð staða kom upp í síðasta mánuði en þá náðist samkomulag milli aðila. Þegar ÍAV lögðu niður störf ætluðu starfsmennirnir með sitt hafurtask af svæðinu. „Við eigum heilmikið af dóti þarna. Þeir voru að reyna að hindra okkur í að taka það sem við eigum,“ segir Sigurður en lögregla kom á staðinn til að skakka leikinn. „Við ætlum ekki að lenda í handalögmálum og því fer þetta fyrir dóm.“Málið fer fyrir gerðardóm Magnús Garðarsson, framkvæmdastjóri United Silicon hér á landi og einn eigenda verksmiðjunnar, hefur aðra sögu að segja. „Við riftum samningnum við ÍAV í gær þar sem þeir stóðu ekki við sinn hluta.“ Að sögn Magnúsar hefur hans fyrirtæki staðið við alla sinn hluta samkomulags aðila. United Silicon hafi greitt alla reikninga og að auki hafi ÍAV greiðsluábyrgð frá banka fyrirtækisins. „Ég hringdi á lögregluna í gær þegar þeir reyndu að taka græjur og útbúnað sem við höfum greitt fyrir. Það þurfti að stoppa,“ segir Magnús. Í samningi aðila er ákvæði um að deilur fari fyrir gerðardóm og mun hann koma saman sem fyrst. „Við fögnum því og trúm því að það fáist rétt lausn í þetta.“ Verksmiðja United Silicon er tilbúin að stærstum hluta. „Við ætlum að byrja í ágúst að vinna hérna. Það er allt svona 98 prósent tilbúið og aðeins eftir að tengja rafmagn og loftræstinguna.“Verksmiðjan eins og hún lítur út núna.mynd/united silicon Tengdar fréttir Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir mikið verðfall Ketill Sigurjónsson segir lífeyrissjóði verða gera ráð fyrir að þeir tapi því fé sem þeir leggja í kísiliðnað. 13. júlí 2016 11:30 Tenova Pyromet byggir ofn fyrir kísilverksmiðju United Silicon United Silicon í Helguvík hefur samið við alþjóðlega fyrirtækið Tenova Pyromet um byggingu og uppsetningu á risastórum 32 megavatta ljósbogaofni fyrir kísilverksmiðju félagsins í Helguvík. 10. september 2014 14:45 Skóflustunga tekin að kísilverksmiðju í Helguvík Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar hefjist á fyrri hluta ársins 2016. 27. ágúst 2014 16:10 Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Starfsmenn Íslenskra aðalverktaka lögðu niður störf við kísilver United Silicon á hádegi í gær. Ástæðuna segir verktakafyrirtækið vera að það hafi ekki fengið greitt fyrir verkið. Sigurður Ragnarsson, forstjóri ÍAV.„Allt í allt þá eigum við útistandandi hátt í þúsund milljónir hjá þeim. Aðgerðir okkar í gær snerust um að lágmarka okkar tjón,“ segir Sigurður Ragnarsson, forstjóri ÍAV, í samtali við Vísi. „Stærstur hluti þessarar upphæðar er gjaldfallinn.“ Að sögn Sigurðar hafa stjórnendur United Silicon lýst því yfir að þeir hafi ekki í hyggju að greiða þetta. Fyrirtæki hans geti augljóslega ekki haldið áfram að vinna ef það er ekki staðið við gerða samninga. „Mig grunar einfaldlega að þeir eigi ekki fyrir framkvæmdinni.“ Verki ÍAV er að mestu lokið. Svipuð staða kom upp í síðasta mánuði en þá náðist samkomulag milli aðila. Þegar ÍAV lögðu niður störf ætluðu starfsmennirnir með sitt hafurtask af svæðinu. „Við eigum heilmikið af dóti þarna. Þeir voru að reyna að hindra okkur í að taka það sem við eigum,“ segir Sigurður en lögregla kom á staðinn til að skakka leikinn. „Við ætlum ekki að lenda í handalögmálum og því fer þetta fyrir dóm.“Málið fer fyrir gerðardóm Magnús Garðarsson, framkvæmdastjóri United Silicon hér á landi og einn eigenda verksmiðjunnar, hefur aðra sögu að segja. „Við riftum samningnum við ÍAV í gær þar sem þeir stóðu ekki við sinn hluta.“ Að sögn Magnúsar hefur hans fyrirtæki staðið við alla sinn hluta samkomulags aðila. United Silicon hafi greitt alla reikninga og að auki hafi ÍAV greiðsluábyrgð frá banka fyrirtækisins. „Ég hringdi á lögregluna í gær þegar þeir reyndu að taka græjur og útbúnað sem við höfum greitt fyrir. Það þurfti að stoppa,“ segir Magnús. Í samningi aðila er ákvæði um að deilur fari fyrir gerðardóm og mun hann koma saman sem fyrst. „Við fögnum því og trúm því að það fáist rétt lausn í þetta.“ Verksmiðja United Silicon er tilbúin að stærstum hluta. „Við ætlum að byrja í ágúst að vinna hérna. Það er allt svona 98 prósent tilbúið og aðeins eftir að tengja rafmagn og loftræstinguna.“Verksmiðjan eins og hún lítur út núna.mynd/united silicon
Tengdar fréttir Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir mikið verðfall Ketill Sigurjónsson segir lífeyrissjóði verða gera ráð fyrir að þeir tapi því fé sem þeir leggja í kísiliðnað. 13. júlí 2016 11:30 Tenova Pyromet byggir ofn fyrir kísilverksmiðju United Silicon United Silicon í Helguvík hefur samið við alþjóðlega fyrirtækið Tenova Pyromet um byggingu og uppsetningu á risastórum 32 megavatta ljósbogaofni fyrir kísilverksmiðju félagsins í Helguvík. 10. september 2014 14:45 Skóflustunga tekin að kísilverksmiðju í Helguvík Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar hefjist á fyrri hluta ársins 2016. 27. ágúst 2014 16:10 Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir mikið verðfall Ketill Sigurjónsson segir lífeyrissjóði verða gera ráð fyrir að þeir tapi því fé sem þeir leggja í kísiliðnað. 13. júlí 2016 11:30
Tenova Pyromet byggir ofn fyrir kísilverksmiðju United Silicon United Silicon í Helguvík hefur samið við alþjóðlega fyrirtækið Tenova Pyromet um byggingu og uppsetningu á risastórum 32 megavatta ljósbogaofni fyrir kísilverksmiðju félagsins í Helguvík. 10. september 2014 14:45
Skóflustunga tekin að kísilverksmiðju í Helguvík Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar hefjist á fyrri hluta ársins 2016. 27. ágúst 2014 16:10