Sérstakt pokagjald hefur dregið gríðarlega úr plastpokanotkun Breta Atli Ísleifsson skrifar 30. júlí 2016 17:00 Betur má ef duga skal, segir breski umhverfisráðherrann. Vísir/Getty Verulega hefur dregið úr plastpokanotkun Breta eftir að yfirvöld komu á sérstöku plastpokagjaldi, sem samsvarar um sex krónum á hvern plastpoka, hjá stóru verslunarkeðjunum síðastliðið haust. Samkvæmt upplýsingum frá breskum stjórnvöldum hefur kaup á plastpokum dregist saman um 85 prósent á tímabilinu frá því að gjaldinu var komið á í október. Breskir neytendur fóru heim með rúmlega 500 milljónum plastpoka úr verslunum sjö stærstu verslunarkeðja landsins á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við um sjö milljarða poka á árinu 2014. Umhverfisráðuneyti landsins gerir ráð fyrir að allt stefni í að hægt sé að spara um sex milljarða plastpoka í landinu í á árinu vegna aðgerðarinnar. Umhverfisráðherrann Therese Coffey segir að þetta sýni að með því sem virðast vera smávægilegar aðgerðir sé hægt að gera miklar breytingar. Hún leggur þó áherslu á að ekki megi sofna á verðinum. „Við verðum alltaf að gera meira til að draga úr losun úrgangs og endurvinna það sem við nýtum,“ segir Coffey í samtali við Guardian. Gjaldið var sett á alla þá poka sem neytendur fá í fyrirtækjum sem eru með að minnsta kosti 250 starfsmenn og á því ekki við smærri verslanir. Markmiðið með átakinu var að draga úr plastnotkun og vernda dýralíf, sér í lagi fiska, þar sem mikið magn plasts endar í hafinu. Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Verulega hefur dregið úr plastpokanotkun Breta eftir að yfirvöld komu á sérstöku plastpokagjaldi, sem samsvarar um sex krónum á hvern plastpoka, hjá stóru verslunarkeðjunum síðastliðið haust. Samkvæmt upplýsingum frá breskum stjórnvöldum hefur kaup á plastpokum dregist saman um 85 prósent á tímabilinu frá því að gjaldinu var komið á í október. Breskir neytendur fóru heim með rúmlega 500 milljónum plastpoka úr verslunum sjö stærstu verslunarkeðja landsins á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við um sjö milljarða poka á árinu 2014. Umhverfisráðuneyti landsins gerir ráð fyrir að allt stefni í að hægt sé að spara um sex milljarða plastpoka í landinu í á árinu vegna aðgerðarinnar. Umhverfisráðherrann Therese Coffey segir að þetta sýni að með því sem virðast vera smávægilegar aðgerðir sé hægt að gera miklar breytingar. Hún leggur þó áherslu á að ekki megi sofna á verðinum. „Við verðum alltaf að gera meira til að draga úr losun úrgangs og endurvinna það sem við nýtum,“ segir Coffey í samtali við Guardian. Gjaldið var sett á alla þá poka sem neytendur fá í fyrirtækjum sem eru með að minnsta kosti 250 starfsmenn og á því ekki við smærri verslanir. Markmiðið með átakinu var að draga úr plastnotkun og vernda dýralíf, sér í lagi fiska, þar sem mikið magn plasts endar í hafinu.
Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira