Aníta er komin með blóð á tennurnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2016 07:00 „Ég horfði spennt á næstu tvo riðla en þá sá ég bara að þær voru allar í fluggír í dag,“ sagði Aníta Hinriksdóttir eftir að hafa toppað sig á sínum fyrstu Ólympíuleikum í Ríó í gær. Aníta kláraði á nýju glæsilegu Íslandsmeti en hún hljóp í hraðasta riðlinum og átti ekki möguleika á tveimur efstu sætunum. Hún hljóp hins vegar það vel að aðeins nítján hlupu hraðar en hún í undanrásunum. „Mér finnst þetta fyrsta hlaup mitt á Ólympíuleikum hafi heppnast ágætlega,“ sagði Aníta hógvær eftir keppnina en hún mætti brosandi í viðtölin við íslensku blaðamennina og það leyndi sér ekki að hún var sátt með sitt þrátt fyrir að sitja eftir í undankeppninni.Bætti metið um 35 sekúndubrot Aníta setti gamla Íslandsmetið þegar hún var sautján ára og hafði ekki náð að hreyfa við því í rúm þrjú ár þótt hún hafi tvisvar verið nálægt því fyrr í sumar. Nú bætti hún hins vegar metið um 35 sekúndubrot. Aníta hljóp á 2:00,14 mínútum en gamla metið var 2:00,49 mínútur. Aníta komst í úrslit á Evrópumótinu fyrr í sumar en nú komu inn margir gríðarlega sterkir hlauparar. „Það bættist inn hellingur af rosa sterkum stelpum og vonandi stend ég meira í þeim í framhaldinu,“ sagði Aníta en hún viðurkennir að hún hafi ekki búist við að tíminn væri svona góður þegar hún kom í markið. „Ég var svolítið hissa á tímanum. Ég hugsa ekki alveg skýrt í hlaupum en á síðustu 180 metrunum sá ég að það væri svolítið mikið sem ég þyrfti að vinna upp. Þess vegna var ég jafnvel hissa á tímanum. Mér leið vel í þessu hlaupi en vonandi kemur bráðum hlaup þar sem maður klárar allt úr sér,“ sagði Aníta. Hún var enn inni þegar hennar riðli lauk en þá voru enn fjórir riðlar eftir.Voru allar í fluggírnum „Ég horfði spennt á næstu tvo riðla en þá sá ég bara að þær voru allar í fluggír í dag,“ sagði Aníta. Hún endaði í 2. sæti af þeim sem komust ekki áfram en af þeim hljóp aðeins hin 19 ára gamla Gudaf Tsegay frá Eþíópíu hraðar og hún átti bara eitt sekúndubrot á okkar konu. „Mér finnst eins og ég sá á leiðinni og fæ því aðeins blóð á tennurnar. Ég rosalega ánægð með Íslandsmetið,“ sagði Aníta og hún er ánægðari með árið 2016 en árið á undan. „Árið í ár hefur verið töluvert jákvæðara en árið í fyrra. Ég vil ekki vera að nota það sem afsökun en ég fékk aðeins aftan í lærið í fyrra. Svo er alltaf andi í öllum á Ólympíuári. Þetta er töluvert betra ár en það,“ segir Aníta. En hvernig var hennar fyrsta upplifun af því að keppa á Ólympíuleikum? „Þetta var mjög jákvæð upplifun fyrir mig og ég er mjög ánægð með það. Þetta var jafnvel jarðbundnara en ég hélt því að ég hélt að þetta yrði kannski svolítið yfirþyrmandi. Ég hafði heldur engu að tapa í þessu hlaupi. Ég vil auðvitað gera vel og svona en það var ekki eins mikil pressa á mér og öðrum,“ sagði Aníta. Hún viðurkenndi að það væri smá spennufall að vita af því að leikarnir væru búnir hjá sér.Tókýó 2020 næsta stóra markmið „Þetta eru Ólympíuleikar og svo allt í einu er það búið. Ég er hins vegar búinn að fá anda í mig og vonandi helst hann fram að næstu leikum,“ segir Aníta og hún ætlar að keppa á fleiri mótum í haust. „Fyrst þetta er á leiðinni hjá mér og gengur bara vel þá reyni ég kannski að ná tveimur hlaupum til viðbótar á árinu áður en tímabilið er búið,“ sagði hún. Aníta er bara tvítug og því gætu verið margir Ólympíuleikar í framtíð hennar. „Hver veit hvað ég næ að komast á marga Ólympíuleika? Eins og staðan er núna hjá mér þá eru Ólympíuleikarnir 2020 næsta risastóra markmið hjá mér,“ sagði Aníta að lokum. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
„Ég horfði spennt á næstu tvo riðla en þá sá ég bara að þær voru allar í fluggír í dag,“ sagði Aníta Hinriksdóttir eftir að hafa toppað sig á sínum fyrstu Ólympíuleikum í Ríó í gær. Aníta kláraði á nýju glæsilegu Íslandsmeti en hún hljóp í hraðasta riðlinum og átti ekki möguleika á tveimur efstu sætunum. Hún hljóp hins vegar það vel að aðeins nítján hlupu hraðar en hún í undanrásunum. „Mér finnst þetta fyrsta hlaup mitt á Ólympíuleikum hafi heppnast ágætlega,“ sagði Aníta hógvær eftir keppnina en hún mætti brosandi í viðtölin við íslensku blaðamennina og það leyndi sér ekki að hún var sátt með sitt þrátt fyrir að sitja eftir í undankeppninni.Bætti metið um 35 sekúndubrot Aníta setti gamla Íslandsmetið þegar hún var sautján ára og hafði ekki náð að hreyfa við því í rúm þrjú ár þótt hún hafi tvisvar verið nálægt því fyrr í sumar. Nú bætti hún hins vegar metið um 35 sekúndubrot. Aníta hljóp á 2:00,14 mínútum en gamla metið var 2:00,49 mínútur. Aníta komst í úrslit á Evrópumótinu fyrr í sumar en nú komu inn margir gríðarlega sterkir hlauparar. „Það bættist inn hellingur af rosa sterkum stelpum og vonandi stend ég meira í þeim í framhaldinu,“ sagði Aníta en hún viðurkennir að hún hafi ekki búist við að tíminn væri svona góður þegar hún kom í markið. „Ég var svolítið hissa á tímanum. Ég hugsa ekki alveg skýrt í hlaupum en á síðustu 180 metrunum sá ég að það væri svolítið mikið sem ég þyrfti að vinna upp. Þess vegna var ég jafnvel hissa á tímanum. Mér leið vel í þessu hlaupi en vonandi kemur bráðum hlaup þar sem maður klárar allt úr sér,“ sagði Aníta. Hún var enn inni þegar hennar riðli lauk en þá voru enn fjórir riðlar eftir.Voru allar í fluggírnum „Ég horfði spennt á næstu tvo riðla en þá sá ég bara að þær voru allar í fluggír í dag,“ sagði Aníta. Hún endaði í 2. sæti af þeim sem komust ekki áfram en af þeim hljóp aðeins hin 19 ára gamla Gudaf Tsegay frá Eþíópíu hraðar og hún átti bara eitt sekúndubrot á okkar konu. „Mér finnst eins og ég sá á leiðinni og fæ því aðeins blóð á tennurnar. Ég rosalega ánægð með Íslandsmetið,“ sagði Aníta og hún er ánægðari með árið 2016 en árið á undan. „Árið í ár hefur verið töluvert jákvæðara en árið í fyrra. Ég vil ekki vera að nota það sem afsökun en ég fékk aðeins aftan í lærið í fyrra. Svo er alltaf andi í öllum á Ólympíuári. Þetta er töluvert betra ár en það,“ segir Aníta. En hvernig var hennar fyrsta upplifun af því að keppa á Ólympíuleikum? „Þetta var mjög jákvæð upplifun fyrir mig og ég er mjög ánægð með það. Þetta var jafnvel jarðbundnara en ég hélt því að ég hélt að þetta yrði kannski svolítið yfirþyrmandi. Ég hafði heldur engu að tapa í þessu hlaupi. Ég vil auðvitað gera vel og svona en það var ekki eins mikil pressa á mér og öðrum,“ sagði Aníta. Hún viðurkenndi að það væri smá spennufall að vita af því að leikarnir væru búnir hjá sér.Tókýó 2020 næsta stóra markmið „Þetta eru Ólympíuleikar og svo allt í einu er það búið. Ég er hins vegar búinn að fá anda í mig og vonandi helst hann fram að næstu leikum,“ segir Aníta og hún ætlar að keppa á fleiri mótum í haust. „Fyrst þetta er á leiðinni hjá mér og gengur bara vel þá reyni ég kannski að ná tveimur hlaupum til viðbótar á árinu áður en tímabilið er búið,“ sagði hún. Aníta er bara tvítug og því gætu verið margir Ólympíuleikar í framtíð hennar. „Hver veit hvað ég næ að komast á marga Ólympíuleika? Eins og staðan er núna hjá mér þá eru Ólympíuleikarnir 2020 næsta risastóra markmið hjá mér,“ sagði Aníta að lokum.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira