Horfði á sigur Liverpool áður en hann setti heimsmetið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2016 21:12 Wayde van Niekerk. Vísir/Getty Suður-Afríkumaðurinn Wayde van Niekerk sló í gær eitt af þessum langlífu heimsmetum frjálsra íþrótta þegar hann tryggði sér Ólympíugull í 400 metra hlaupi karla. Wayde van Niekerk hljóp á 43,03 sekúndum og sló heimsmet Michael Johnson sem var sett á síðustu öld, nánar tilgetið á HM í Sevilla árið 1999. Þetta er eitt af metunum sem margir töldu að myndi jafnvel aldrei vera bætt og það er óhætt að segja að frábært hlaup Suður-Afríkumannsins hafi komið á óvart. Það vakti ennfremur athygli að Ólympíumeistarinn blandaði leik Liverpool og Arsenal í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar inn í viðtalið við sig eftir hlaupið. „Ég horfði á Liverpool-leikinn áður en ég fór út á völl. Ég var alveg að missa mig af því að þetta var svo spennandi leikur. Við náðum samt að vinna," sagði Wayde van Niekerk en hann er mikill stuðningsmaður Liverpool. Liverpool lenti 1-0 undir í leiknum, komst síðan í 4-1 en rétt slapp á endanum með 4-3 sigur á æsispennandi lokamínútum. „Bróðir minn er stuðningsmaður Arsenal. Þetta getur því ekki verið betri dagur, ég er kominn með heimsmetið og Ólympíugull og Liverpool vann Arsenal," sagði Wayde van Niekerk. Wayde van Niekerk fékk líka hvatningu frá Usain Bolt fyrir hlaupið. „Bolt sagði við mig á Jamaíka að ég myndi bæta heimsmetið. Í kvöld sagði hann síðan við mig: Ég sagði þér að þú gætir þetta," sagði Wayde van Niekerk. Usain Bolt fylgdi í kjölfarið á Wayde van Niekerk og tryggði sér líka Ólympíugull. Bolt vann þá 100 metra hlaup karla á þriðju Ólympíuleikunum í röð. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Sjá meira
Suður-Afríkumaðurinn Wayde van Niekerk sló í gær eitt af þessum langlífu heimsmetum frjálsra íþrótta þegar hann tryggði sér Ólympíugull í 400 metra hlaupi karla. Wayde van Niekerk hljóp á 43,03 sekúndum og sló heimsmet Michael Johnson sem var sett á síðustu öld, nánar tilgetið á HM í Sevilla árið 1999. Þetta er eitt af metunum sem margir töldu að myndi jafnvel aldrei vera bætt og það er óhætt að segja að frábært hlaup Suður-Afríkumannsins hafi komið á óvart. Það vakti ennfremur athygli að Ólympíumeistarinn blandaði leik Liverpool og Arsenal í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar inn í viðtalið við sig eftir hlaupið. „Ég horfði á Liverpool-leikinn áður en ég fór út á völl. Ég var alveg að missa mig af því að þetta var svo spennandi leikur. Við náðum samt að vinna," sagði Wayde van Niekerk en hann er mikill stuðningsmaður Liverpool. Liverpool lenti 1-0 undir í leiknum, komst síðan í 4-1 en rétt slapp á endanum með 4-3 sigur á æsispennandi lokamínútum. „Bróðir minn er stuðningsmaður Arsenal. Þetta getur því ekki verið betri dagur, ég er kominn með heimsmetið og Ólympíugull og Liverpool vann Arsenal," sagði Wayde van Niekerk. Wayde van Niekerk fékk líka hvatningu frá Usain Bolt fyrir hlaupið. „Bolt sagði við mig á Jamaíka að ég myndi bæta heimsmetið. Í kvöld sagði hann síðan við mig: Ég sagði þér að þú gætir þetta," sagði Wayde van Niekerk. Usain Bolt fylgdi í kjölfarið á Wayde van Niekerk og tryggði sér líka Ólympíugull. Bolt vann þá 100 metra hlaup karla á þriðju Ólympíuleikunum í röð.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Sjá meira