Þormóður Árni svekktur: Ég hefði þurft að sparka meira í hann Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 12. ágúst 2016 14:19 Þormóður Árni Jónsson svekktur eftir úrsltiin. Vísir/Anton Þormóður Árni Jónsson var vonsvikinn eftir að hafa dottið úr júdókeppni Ólympíuleikanna í Ríó eftir aðeins eina glímu. Þriðji Ólympíuleikar hans eru því á enda. Þormóður Árni tapaði fyrir Pólverjanum Maciej Sarnacki í 32 manna úrslitunum en ekki á stigum heldur var íslenski júdókappinn dæmdur úr leik fyrir of margar viðvaranir. „Þetta var passív negatív glíma og hann fór aldrei í þessa villtu glímu sem ég var að vonast eftir þar sem að ég gæti refsað honum," sagði Þormóður kófsveittur eftir bardagann. „Hann hélt sig bara frá og átti ekki eina sókn allan tímann. Það hentar mér svolítið illa. Hann gerði það vel í því að halda því þar," sagði Þormóður. „Það getur vel verið að hann hafi verið búinn að lesa þetta hjá mér því ég vil fá þetta í villta glímu með mikið af sóknum þar sem ég reyni að refsa mönnum. Þar þrífst ég best en hann ætlaði endilega ekkert að fara að skora eða kasta. Hann ætlaði bara að halda þessu þarna," sagði Þormóður. „Hann sótti ekki eitt bragð allan tímann. Hann fór í hálfsóknir með útréttar hendur en reyndi aldrei að fara að mér. Ef hann hefði komið að mér þá hefði ég verið kominn á minn heimavöll," sagði Þormóður. „Ég hefði þurft að setja meira í þetta, brjóta upp tökin og pressa hann meira. Það er erfitt að gera það sem manni langar til stundum á móti svona mönnum. Ég hefði þurft að sparka meira í hann," sagði Þormóður. „Þeir sem þekkja þetta ekki og horfa á þetta sjá kannski bara tvo menn standa og gera ekki neitt. Ég er að reyna að toga hann allan tímann og hann er að reyna að pressa mig. Þetta voru mikil átök," sagði Þormóður. Vonbrigðin leyndu sér ekki enda eftir allan þennan undirbúning þá var allt búið eftir þrjár og hálfa mínútu. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sjá meira
Þormóður Árni Jónsson var vonsvikinn eftir að hafa dottið úr júdókeppni Ólympíuleikanna í Ríó eftir aðeins eina glímu. Þriðji Ólympíuleikar hans eru því á enda. Þormóður Árni tapaði fyrir Pólverjanum Maciej Sarnacki í 32 manna úrslitunum en ekki á stigum heldur var íslenski júdókappinn dæmdur úr leik fyrir of margar viðvaranir. „Þetta var passív negatív glíma og hann fór aldrei í þessa villtu glímu sem ég var að vonast eftir þar sem að ég gæti refsað honum," sagði Þormóður kófsveittur eftir bardagann. „Hann hélt sig bara frá og átti ekki eina sókn allan tímann. Það hentar mér svolítið illa. Hann gerði það vel í því að halda því þar," sagði Þormóður. „Það getur vel verið að hann hafi verið búinn að lesa þetta hjá mér því ég vil fá þetta í villta glímu með mikið af sóknum þar sem ég reyni að refsa mönnum. Þar þrífst ég best en hann ætlaði endilega ekkert að fara að skora eða kasta. Hann ætlaði bara að halda þessu þarna," sagði Þormóður. „Hann sótti ekki eitt bragð allan tímann. Hann fór í hálfsóknir með útréttar hendur en reyndi aldrei að fara að mér. Ef hann hefði komið að mér þá hefði ég verið kominn á minn heimavöll," sagði Þormóður. „Ég hefði þurft að setja meira í þetta, brjóta upp tökin og pressa hann meira. Það er erfitt að gera það sem manni langar til stundum á móti svona mönnum. Ég hefði þurft að sparka meira í hann," sagði Þormóður. „Þeir sem þekkja þetta ekki og horfa á þetta sjá kannski bara tvo menn standa og gera ekki neitt. Ég er að reyna að toga hann allan tímann og hann er að reyna að pressa mig. Þetta voru mikil átök," sagði Þormóður. Vonbrigðin leyndu sér ekki enda eftir allan þennan undirbúning þá var allt búið eftir þrjár og hálfa mínútu.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sjá meira