Apple lagar öryggisgalla í nýjustu uppfærslu sinni Birta Svavarsdóttir skrifar 25. ágúst 2016 21:01 Búið er að senda út aðra uppfærslu sem lagar öryggisgallann. Getty Galli í nýjustu uppfærslunni á iOS stýrikerfi Apple gerði það kleift að hægt væri að hakka sig inn í iPhone síma og koma þar fyrir njósnavírus með aðeins einum smelli. Apple hefur nú sent út aðra uppfærslu sem lagar þennan galla.BBC fjallaði um málið fyrr í kvöld. Upp komst um gallann þegar mannréttindalögfræðingurinn Ahmed Mansoor fékk send sms skilaboð í iPhone 6 síma sinn með upplýsingum um meintar pyntingar sem áttu að hafa átt sér stað í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Innihéldu skilaboðin hlekki sem áttu að beina viðtakanda á upptökur af meintum pyntingum. Ef smellt hefði verið á hlekkina hefði sími Ahmed samstundis sýkst af vírus sem hefði getað njósnað um nærumhverfi hans í gegnum myndavél og hljóðnema símans. Ahmed Mansoor lét öryggisfyrirtækin Citizen Lab og Lookout samstundis vita, sem gátu flýtt fyrir því að gallinn yrði lagaður. Halda þeir að njósnaforritið sem um ræðir hafi verið forritað af ísraelskum internethryðjuverkasamtökum sem kalla sig NSO Group. „Þetta er háþróaðasta njósnaforrit sem við höfum fundið,“ er haft eftir starfsmanni Lookout í frétt BBC. „Viðbrögð Apple hafa verið mjög hröð, svo við hvetjum alla iOS notendur til að uppfæra stýrikerfin sín sem allra fyrst.“ Tækni Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Galli í nýjustu uppfærslunni á iOS stýrikerfi Apple gerði það kleift að hægt væri að hakka sig inn í iPhone síma og koma þar fyrir njósnavírus með aðeins einum smelli. Apple hefur nú sent út aðra uppfærslu sem lagar þennan galla.BBC fjallaði um málið fyrr í kvöld. Upp komst um gallann þegar mannréttindalögfræðingurinn Ahmed Mansoor fékk send sms skilaboð í iPhone 6 síma sinn með upplýsingum um meintar pyntingar sem áttu að hafa átt sér stað í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Innihéldu skilaboðin hlekki sem áttu að beina viðtakanda á upptökur af meintum pyntingum. Ef smellt hefði verið á hlekkina hefði sími Ahmed samstundis sýkst af vírus sem hefði getað njósnað um nærumhverfi hans í gegnum myndavél og hljóðnema símans. Ahmed Mansoor lét öryggisfyrirtækin Citizen Lab og Lookout samstundis vita, sem gátu flýtt fyrir því að gallinn yrði lagaður. Halda þeir að njósnaforritið sem um ræðir hafi verið forritað af ísraelskum internethryðjuverkasamtökum sem kalla sig NSO Group. „Þetta er háþróaðasta njósnaforrit sem við höfum fundið,“ er haft eftir starfsmanni Lookout í frétt BBC. „Viðbrögð Apple hafa verið mjög hröð, svo við hvetjum alla iOS notendur til að uppfæra stýrikerfin sín sem allra fyrst.“
Tækni Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira