Nóbelsverðlaunahafinn Stiglitz lýsir yfir dauða nýfrjálshyggju Sæunn Gísladóttir skrifar 22. ágúst 2016 06:00 Joseph Stiglitz segir nýfrjálshyggju dauða Hagfræðingurinn Joseph Stiglitz segir að ekki sé lengur samstaða um að nýfrjálshyggjuöfl séu ríkjandi skóli hugsunar í hagfræði, eins og hann hefur verið síðustu þrjátíu ár. Í samtali við Business Insider segir Nóbelsverðlaunahafinn, sem var efnahagslegur ráðgjafi Bills Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að í fræðiumhverfinu sé búið að hafna samstöðunni um nýfrjálshyggju. Stiglitz hefur síðustu árin verið einn helsti gagnrýnandi nýfrjálshyggju. Frá efnahagskreppunni árið 2008 virðist hafa orðið vitundarvakning almennt um það að frjálshyggja sé ekki endilega rétta leiðin fyrir hagkerfi heimsins. Í samtalinu færir Stiglitz rök fyrir því að búið sé að afsanna eina af aðalhugmyndum nýfrjálshyggju, að mörkuðum gangi best þegar engin afskipti eru höfð af þeim og að eftirlitslausir markaðir séu besta leiðin til að auka hagvöxt. „Við erum búin að færast frá nýfrjálshyggjuparadísinni þar sem talið var að „markaðir virka vel næstum alltaf“ og eina sem við þurftum gera var að halda ríkisstjórnum gangandi, í það að trúa að „markaðir virka ekki“ og nú snýst umræðan um það hvernig við getum látið ríkisstjórnir laga þessa skekkju,“ segir Stiglitz. „Nýfrjálshyggja er dáin bæði í þróunarlöndum og þróuðum löndum.“ Stiglitz deilir þessari skoðun með öðrum hagfræðingum. Í bloggi í maí efuðust þrír hagfræðingar hjá Alþjóðgjaldeyrissjóðnum, helstu klappstýru nýfrjálshyggju, um skilvirkni ákveðinna þátta kenningarinnar, sér í lagi þegar kemur að sköpun ójafnaðar. Bandaríski fræðimaðurinn Noam Chomsky hefur einnig gagnrýnt nýfrjálshyggju og skaðleg áhrif hugsunarinnar. Í Bretlandi má einnig greina viðhorfsbreytingu, en þar hafa aðhaldsaðgerðir verið í fyrirrúmi frá því að Íhaldsflokkurinn tók við ríkisstjórn árið 2010. Mest lesið Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Hagfræðingurinn Joseph Stiglitz segir að ekki sé lengur samstaða um að nýfrjálshyggjuöfl séu ríkjandi skóli hugsunar í hagfræði, eins og hann hefur verið síðustu þrjátíu ár. Í samtali við Business Insider segir Nóbelsverðlaunahafinn, sem var efnahagslegur ráðgjafi Bills Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að í fræðiumhverfinu sé búið að hafna samstöðunni um nýfrjálshyggju. Stiglitz hefur síðustu árin verið einn helsti gagnrýnandi nýfrjálshyggju. Frá efnahagskreppunni árið 2008 virðist hafa orðið vitundarvakning almennt um það að frjálshyggja sé ekki endilega rétta leiðin fyrir hagkerfi heimsins. Í samtalinu færir Stiglitz rök fyrir því að búið sé að afsanna eina af aðalhugmyndum nýfrjálshyggju, að mörkuðum gangi best þegar engin afskipti eru höfð af þeim og að eftirlitslausir markaðir séu besta leiðin til að auka hagvöxt. „Við erum búin að færast frá nýfrjálshyggjuparadísinni þar sem talið var að „markaðir virka vel næstum alltaf“ og eina sem við þurftum gera var að halda ríkisstjórnum gangandi, í það að trúa að „markaðir virka ekki“ og nú snýst umræðan um það hvernig við getum látið ríkisstjórnir laga þessa skekkju,“ segir Stiglitz. „Nýfrjálshyggja er dáin bæði í þróunarlöndum og þróuðum löndum.“ Stiglitz deilir þessari skoðun með öðrum hagfræðingum. Í bloggi í maí efuðust þrír hagfræðingar hjá Alþjóðgjaldeyrissjóðnum, helstu klappstýru nýfrjálshyggju, um skilvirkni ákveðinna þátta kenningarinnar, sér í lagi þegar kemur að sköpun ójafnaðar. Bandaríski fræðimaðurinn Noam Chomsky hefur einnig gagnrýnt nýfrjálshyggju og skaðleg áhrif hugsunarinnar. Í Bretlandi má einnig greina viðhorfsbreytingu, en þar hafa aðhaldsaðgerðir verið í fyrirrúmi frá því að Íhaldsflokkurinn tók við ríkisstjórn árið 2010.
Mest lesið Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent