iPhone 7 selst eins og heitar lummur Sæunn Gísladóttir skrifar 14. september 2016 10:30 Nýr iPhone var kynntur þann 7. september og fer í alþjóðlega sölu 16. september. Vísir/Getty Samkvæmt tölum úr forsölu T-Mobile og Sprint í Bandaríkjunum virðist gríðarleg eftirspurn eftir nýjum snjallsíma Apple, iPhone 7, sem kynntur var þann 7. september síðastliðinn. CNN greinir frá því að pantanir í forsölu hjá fyrirtækjunum eru fjórum sinnum fleiri en þegar iPhone 6 var kynntur fyrir tveimur árum. Forsalan sem hófst á föstudaginn var sú stærsta í sögu T-Mobile. Hjá Sprint er forsalan 375 prósent meiri á fyrstu þremur dögum en á sama tímabili í fyrra. Hjá fyrirtækjunum býðst notendum að skipta út gömlum síma fyrir þann nýja. Mikill áhugi er á nýju svörtu litunum á símanum, matte black og jet black, og verður slíkum símum ekki skilað til sumra viðskiptavina fyrr en í nóvember. Eins og Vísir greindi frá voru iPhone 7 og iPhone 7 Plus kynntir í síðustu viku og er stærsta breytingin að ekki verður lengur innstunga fyrir heyrnatól og verður síminn því vatnsheldari og rykheldari. Síminn mun kosta 649 dollara í Bandaríkjunum eða 74 þúsund krónur. Sala hefst á símanum á föstudaginn í Bandaríkjunum en reikna má með að síminn komi til Íslands þann 23. september. Tækni Tengdar fréttir Ekkert óvænt kom fram á kynningu Apple Kynntu tvo nýja iPhone og nýtt Apple Watch. 7. september 2016 19:15 iPhone 7 í verslanir í lok september Nýr iPhone var kynntur þann 7. september og fer í alþjóðlega sölu 16. september. 14. september 2016 09:45 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Samkvæmt tölum úr forsölu T-Mobile og Sprint í Bandaríkjunum virðist gríðarleg eftirspurn eftir nýjum snjallsíma Apple, iPhone 7, sem kynntur var þann 7. september síðastliðinn. CNN greinir frá því að pantanir í forsölu hjá fyrirtækjunum eru fjórum sinnum fleiri en þegar iPhone 6 var kynntur fyrir tveimur árum. Forsalan sem hófst á föstudaginn var sú stærsta í sögu T-Mobile. Hjá Sprint er forsalan 375 prósent meiri á fyrstu þremur dögum en á sama tímabili í fyrra. Hjá fyrirtækjunum býðst notendum að skipta út gömlum síma fyrir þann nýja. Mikill áhugi er á nýju svörtu litunum á símanum, matte black og jet black, og verður slíkum símum ekki skilað til sumra viðskiptavina fyrr en í nóvember. Eins og Vísir greindi frá voru iPhone 7 og iPhone 7 Plus kynntir í síðustu viku og er stærsta breytingin að ekki verður lengur innstunga fyrir heyrnatól og verður síminn því vatnsheldari og rykheldari. Síminn mun kosta 649 dollara í Bandaríkjunum eða 74 þúsund krónur. Sala hefst á símanum á föstudaginn í Bandaríkjunum en reikna má með að síminn komi til Íslands þann 23. september.
Tækni Tengdar fréttir Ekkert óvænt kom fram á kynningu Apple Kynntu tvo nýja iPhone og nýtt Apple Watch. 7. september 2016 19:15 iPhone 7 í verslanir í lok september Nýr iPhone var kynntur þann 7. september og fer í alþjóðlega sölu 16. september. 14. september 2016 09:45 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Ekkert óvænt kom fram á kynningu Apple Kynntu tvo nýja iPhone og nýtt Apple Watch. 7. september 2016 19:15
iPhone 7 í verslanir í lok september Nýr iPhone var kynntur þann 7. september og fer í alþjóðlega sölu 16. september. 14. september 2016 09:45