Harðjaxlar hafa fengið nóg af Trump Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. október 2016 19:10 Arnold Schwarzenegger og Robert De Niro við frumsýningu kvikmyndarinnar Maggie á Tribeca-hátíðinni í fyrra. Visir/Ap Hörkutólin og leikararnir Robert De Niro og Arnold Schwarzenegger hafa báðir snúið baki við forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, auðkýfingnum Donald Trump, síðastliðinn sólarhring - hvor með sínum hætti. Schwarzenegger, sem var ríkisstjóri Kaliforníu undir merkjum Repúblikanaflokksins á árum áður, skrifaði á Facebook-síðu sína í dag að hann gæti ekki stutt frambjóðenda flokks síns. Það væri í fyrsta skipti frá árinu 1983, árið sem hann fékk bandarískan ríkisborgararétt, sem hann myndi ekki kjósa Repúblikana í forsetaslagnum. „Þó svo að ég sé stoltur Repúblikani þá er ég þó ennþá stoltari Bandaríkjamaður. Ég vil því nýta tækifærið og minna félaga mína í Repúblikanaflokknum á að það sé ekki bara ásættanlegt að velja hagsmuni þjóðarinnar fram yfir hagsmuni flokksins - heldur skylda,“ segir Tortímandinn fyrrverandi á Facebook. Færslu hans má sjá hér að neðan.Robert De Niro er ekki jafn hófstilltur í myndbandinu sem birtist á netinu í gær og hefur farið sem eldur í sinu. Þar skýtur hann allhressilega á Donald Trump og segir De Niro að hann trúi því hreinlega ekki hvernig sé komið fyrir þjóð sinni. Ef hann fengi færi á þá myndi hann gefa auðkýfingnum einn á kjammann. „Er þetta einhver sem við viljum sjá sem forseta? Það held ég ekki. Mér er annt um stefnu landsins og ég hef miklar áhyggjur af því að það Bandaríkin muni halda í ranga átt undir Donald Trump. Myndbandið má sjá hér að neðan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Donald Trump er ekki af baki dottinn Þrátt fyrir mikla ólgu innan Repúblikanaflokksins ætlar auðkýfingurinn sér að halda ótrauður áfram 8. október 2016 17:26 Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Hörkutólin og leikararnir Robert De Niro og Arnold Schwarzenegger hafa báðir snúið baki við forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, auðkýfingnum Donald Trump, síðastliðinn sólarhring - hvor með sínum hætti. Schwarzenegger, sem var ríkisstjóri Kaliforníu undir merkjum Repúblikanaflokksins á árum áður, skrifaði á Facebook-síðu sína í dag að hann gæti ekki stutt frambjóðenda flokks síns. Það væri í fyrsta skipti frá árinu 1983, árið sem hann fékk bandarískan ríkisborgararétt, sem hann myndi ekki kjósa Repúblikana í forsetaslagnum. „Þó svo að ég sé stoltur Repúblikani þá er ég þó ennþá stoltari Bandaríkjamaður. Ég vil því nýta tækifærið og minna félaga mína í Repúblikanaflokknum á að það sé ekki bara ásættanlegt að velja hagsmuni þjóðarinnar fram yfir hagsmuni flokksins - heldur skylda,“ segir Tortímandinn fyrrverandi á Facebook. Færslu hans má sjá hér að neðan.Robert De Niro er ekki jafn hófstilltur í myndbandinu sem birtist á netinu í gær og hefur farið sem eldur í sinu. Þar skýtur hann allhressilega á Donald Trump og segir De Niro að hann trúi því hreinlega ekki hvernig sé komið fyrir þjóð sinni. Ef hann fengi færi á þá myndi hann gefa auðkýfingnum einn á kjammann. „Er þetta einhver sem við viljum sjá sem forseta? Það held ég ekki. Mér er annt um stefnu landsins og ég hef miklar áhyggjur af því að það Bandaríkin muni halda í ranga átt undir Donald Trump. Myndbandið má sjá hér að neðan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Donald Trump er ekki af baki dottinn Þrátt fyrir mikla ólgu innan Repúblikanaflokksins ætlar auðkýfingurinn sér að halda ótrauður áfram 8. október 2016 17:26 Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Donald Trump er ekki af baki dottinn Þrátt fyrir mikla ólgu innan Repúblikanaflokksins ætlar auðkýfingurinn sér að halda ótrauður áfram 8. október 2016 17:26
Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15