Samfélagsmiðlar ýta undir kvíða Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 7. október 2016 07:00 Stelpur sem búa við erfiða fjárhagsstöðu eru í mestri hættu á að þjást af kvíða. NordicPhotos/Getty Stúlkum með meðaltalseinkenni kvíða hefur fjölgað undanfarin ár. Fjölgunin tók mikinn kipp 2014. Hið sama má segja um einkenni þunglyndis, að sögn Ingibjargar Evu Þórisdóttur, doktorsnema í sálfræði. „Við erum við að sjá mikla aukningu í þessum flokkum 2014 og 2016,“ segir Ingibjörg. Niðurstöður nýrrar skýrslu Rannsókna og greiningar um lýðheilsu ungs fólks á landinu, leiðir í ljós vaxandi einkenni kvíða og þunglyndis meðal stelpna á landinu öllu í 8.-10. bekk. Tengsl eru á milli mikils kvíða og þunglyndis og mikillar notkunar á samskiptamiðlum. Ingibjörg starfar fyrir Rannsóknir og greiningu og hefur skoðað niðurstöður kannana á kvíða og þunglyndi hjá börnum og unglingum frá árinu 1996 til 2016. Hún segir að lítill svefn og mikill tími á samfélagsmiðlum ýti undir þessi einkenni. Í rannsókninni kom í ljós að svefn nemenda er of lítill en um 30 til 40 prósent nemenda sofa í um sjö klukkustundir eða minna á sólarhring, misjafnt eftir árgöngum. Dæmi eru um stelpur sem sofa með símann við hlið sér og vakna við hverja tilkynningu á Facebook.Ingibjörg Eva ÞórisdóttirIngibjörg segir hópinn sem sé sex klukkustundir eða lengur á samfélagsmiðlum vera að stækka. „Þegar svefn og samfélagsmiðlar eru skoðaðir saman sést að mest einkenni kvíða og þunglyndis eru hjá þeim hópi. Og þetta er miklu meira hjá stelpum en hjá strákum,“ segir hún. Ingibjörg ítrekar að enn líði meirihlutanum vel, 63,1 prósent stúlkna taldi andlega heilsu sína góða eða mjög góða, en þó færri en 2014. Ingibjörg segir ekki hægt að segja að samfélagsmiðlar séu ástæðan fyrir auknu þunglyndi þótt tengsl séu fyrir hendi. Annað geti skýrt samhengið. „Það má til dæmis velta því upp að þeir sem eru með meiri einkenni þunglyndis leita meira á samfélagsmiðla. Það sem við sjáum þó er að það eru meiri einkenni þunglyndis og kvíða hjá þeim sem eru mikið á samfélagsmiðlum,“ segir Ingibjörg Eva Þórisdóttir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mikil notkun samfélagsmiðla gerir ungar stúlkur þunglyndar Vaxandi vandamál er meðal stelpna í 8-10 bekk vegna kvíða og þunglyndis. Ástæðuna er hægt að rekja til mikillar notkunar samfélagsmiðla. Dæmi eru um stelpur sem sofa með símann sinn og eru þá vakandi heilu næturnar. 6. október 2016 07:00 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Stúlkum með meðaltalseinkenni kvíða hefur fjölgað undanfarin ár. Fjölgunin tók mikinn kipp 2014. Hið sama má segja um einkenni þunglyndis, að sögn Ingibjargar Evu Þórisdóttur, doktorsnema í sálfræði. „Við erum við að sjá mikla aukningu í þessum flokkum 2014 og 2016,“ segir Ingibjörg. Niðurstöður nýrrar skýrslu Rannsókna og greiningar um lýðheilsu ungs fólks á landinu, leiðir í ljós vaxandi einkenni kvíða og þunglyndis meðal stelpna á landinu öllu í 8.-10. bekk. Tengsl eru á milli mikils kvíða og þunglyndis og mikillar notkunar á samskiptamiðlum. Ingibjörg starfar fyrir Rannsóknir og greiningu og hefur skoðað niðurstöður kannana á kvíða og þunglyndi hjá börnum og unglingum frá árinu 1996 til 2016. Hún segir að lítill svefn og mikill tími á samfélagsmiðlum ýti undir þessi einkenni. Í rannsókninni kom í ljós að svefn nemenda er of lítill en um 30 til 40 prósent nemenda sofa í um sjö klukkustundir eða minna á sólarhring, misjafnt eftir árgöngum. Dæmi eru um stelpur sem sofa með símann við hlið sér og vakna við hverja tilkynningu á Facebook.Ingibjörg Eva ÞórisdóttirIngibjörg segir hópinn sem sé sex klukkustundir eða lengur á samfélagsmiðlum vera að stækka. „Þegar svefn og samfélagsmiðlar eru skoðaðir saman sést að mest einkenni kvíða og þunglyndis eru hjá þeim hópi. Og þetta er miklu meira hjá stelpum en hjá strákum,“ segir hún. Ingibjörg ítrekar að enn líði meirihlutanum vel, 63,1 prósent stúlkna taldi andlega heilsu sína góða eða mjög góða, en þó færri en 2014. Ingibjörg segir ekki hægt að segja að samfélagsmiðlar séu ástæðan fyrir auknu þunglyndi þótt tengsl séu fyrir hendi. Annað geti skýrt samhengið. „Það má til dæmis velta því upp að þeir sem eru með meiri einkenni þunglyndis leita meira á samfélagsmiðla. Það sem við sjáum þó er að það eru meiri einkenni þunglyndis og kvíða hjá þeim sem eru mikið á samfélagsmiðlum,“ segir Ingibjörg Eva Þórisdóttir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mikil notkun samfélagsmiðla gerir ungar stúlkur þunglyndar Vaxandi vandamál er meðal stelpna í 8-10 bekk vegna kvíða og þunglyndis. Ástæðuna er hægt að rekja til mikillar notkunar samfélagsmiðla. Dæmi eru um stelpur sem sofa með símann sinn og eru þá vakandi heilu næturnar. 6. október 2016 07:00 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Mikil notkun samfélagsmiðla gerir ungar stúlkur þunglyndar Vaxandi vandamál er meðal stelpna í 8-10 bekk vegna kvíða og þunglyndis. Ástæðuna er hægt að rekja til mikillar notkunar samfélagsmiðla. Dæmi eru um stelpur sem sofa með símann sinn og eru þá vakandi heilu næturnar. 6. október 2016 07:00