Microsoft sækir á notendur Apple Samúel Ólason skrifar 20. nóvember 2016 11:00 Surface Studio tölva Microsoft hefur verið að falla í kramið hjá gagnrýnendum. Visir/AFP Tæknirisinn Microsoft hefur verið að sækja á markaði sem keppinautar hans í Apple hafa haft yfirráð yfir um langt skeið. Vöruþróun Microsoft hefur beinst frekar að listamönnum og fólki í skapandi störfum. Apple hefur á undanförnum árum verið sakað um að hundsa þá notendur sem hafa verið fyrirtækinu hvað tryggastir. Fartölvur og borðtölvur sem hafa verið sérsniðnar fyrir þessa hópa hafa ekki verið uppfærðar um langt skeið og þær uppfærslur sem Apple hefur komið með hafa fallið í grýttan jarðveg hjá hópum sem vilja lengri líftíma rafhlaðna, stærra lyklaborð og fleiri tengi. Þá hafa vinnsluminni og örgjörvar ekki haldið í við það sem keppinautar fyrirtækisins eru að bjóða upp á. Til dæmis hefur geta MacBook Pro tölvanna lítið verið uppfærð frá árinu 2010. Nú virðist sem Microsoft hafi ákveðið að sækja sérstaklega á þær slóðir og ágætis líkur eru á því að fyrirtækinu takist að stela þessum hópum frá Apple. Nú síðast kynnti Microsoft tölvuna Microsoft Surface Studio. Um er að ræða 28 tommu borðtölvu þar sem öllum búnaðinum hefur verið komið fyrir í stórum snertiskjá, sem er lygilega þunnur (11,4 mm). Þá er hægt að snúa tölvunni þannig að hún verður eins og teikniborð. Tölvan mun nýtast fagfólki vel við myndvinnslu og slíkt. Surface Studio fer í sölu snemma á næsta ár að því er fyrirtækið hefur greint frá en ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær. Á heimasíðu Microsoft er sagt að tölvan muni kosta 2.999 til 4.199 dali. Það samsvarar 340 til 470 þúsund krónum. Það verður að segjast að tölvan er dýr og líklega ekki á hvers manns færi að kaupa hana, enda er hún sérhönnuð fyrir fagfólk. Sömu sögu er að segja af fartölvumarkaðinum, en Microsoft hefur undanfarna mánuði keyrt áfram á tölvunni Microsoft Surface sem er nokkurs konar blendingur af fartölvu og spjaldtölvu. Tölvur Microsoft eru öflugri og sambland af snertiskjáum og hefðbundnum stýringum virðist einkenna nýjustu vörur Microsoft, enda er auðvelt að halda því fram að framtíðin liggi þar. Það dugar að fylgjast með börnum pota í alla skjái sem þau komast í og verða hissa þegar það hefur engin áhrif. Í nýjustu fartölvu sinni, MacBook Pro, hefur Apple ekki viljað ganga alla leið með snertiskjáinn. Þess í stað er snertirönd undir skjánum þar sem hægt er að framkvæma ýmsar aðgerðir. Borðtölvur Apple hafa ekki boðið upp á snertiskjái og nú í vikunni sagði Phil Schiller, einn af yfirmönnum markaðsdeildar Apple, að honum þætti hugmyndin „fáránleg“. Mest lesið Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Tæknirisinn Microsoft hefur verið að sækja á markaði sem keppinautar hans í Apple hafa haft yfirráð yfir um langt skeið. Vöruþróun Microsoft hefur beinst frekar að listamönnum og fólki í skapandi störfum. Apple hefur á undanförnum árum verið sakað um að hundsa þá notendur sem hafa verið fyrirtækinu hvað tryggastir. Fartölvur og borðtölvur sem hafa verið sérsniðnar fyrir þessa hópa hafa ekki verið uppfærðar um langt skeið og þær uppfærslur sem Apple hefur komið með hafa fallið í grýttan jarðveg hjá hópum sem vilja lengri líftíma rafhlaðna, stærra lyklaborð og fleiri tengi. Þá hafa vinnsluminni og örgjörvar ekki haldið í við það sem keppinautar fyrirtækisins eru að bjóða upp á. Til dæmis hefur geta MacBook Pro tölvanna lítið verið uppfærð frá árinu 2010. Nú virðist sem Microsoft hafi ákveðið að sækja sérstaklega á þær slóðir og ágætis líkur eru á því að fyrirtækinu takist að stela þessum hópum frá Apple. Nú síðast kynnti Microsoft tölvuna Microsoft Surface Studio. Um er að ræða 28 tommu borðtölvu þar sem öllum búnaðinum hefur verið komið fyrir í stórum snertiskjá, sem er lygilega þunnur (11,4 mm). Þá er hægt að snúa tölvunni þannig að hún verður eins og teikniborð. Tölvan mun nýtast fagfólki vel við myndvinnslu og slíkt. Surface Studio fer í sölu snemma á næsta ár að því er fyrirtækið hefur greint frá en ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær. Á heimasíðu Microsoft er sagt að tölvan muni kosta 2.999 til 4.199 dali. Það samsvarar 340 til 470 þúsund krónum. Það verður að segjast að tölvan er dýr og líklega ekki á hvers manns færi að kaupa hana, enda er hún sérhönnuð fyrir fagfólk. Sömu sögu er að segja af fartölvumarkaðinum, en Microsoft hefur undanfarna mánuði keyrt áfram á tölvunni Microsoft Surface sem er nokkurs konar blendingur af fartölvu og spjaldtölvu. Tölvur Microsoft eru öflugri og sambland af snertiskjáum og hefðbundnum stýringum virðist einkenna nýjustu vörur Microsoft, enda er auðvelt að halda því fram að framtíðin liggi þar. Það dugar að fylgjast með börnum pota í alla skjái sem þau komast í og verða hissa þegar það hefur engin áhrif. Í nýjustu fartölvu sinni, MacBook Pro, hefur Apple ekki viljað ganga alla leið með snertiskjáinn. Þess í stað er snertirönd undir skjánum þar sem hægt er að framkvæma ýmsar aðgerðir. Borðtölvur Apple hafa ekki boðið upp á snertiskjái og nú í vikunni sagði Phil Schiller, einn af yfirmönnum markaðsdeildar Apple, að honum þætti hugmyndin „fáránleg“.
Mest lesið Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent