Ógagnsæi og þögn í söluferli eigna ríkisins Hafliði Helgason skrifar 14. nóvember 2016 13:30 Þórhallur Arason, stjórnaformaður Lindarhvols og skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu. Engin svör fást frá Lindarhvoli um gagnrýni á söluferli Lindarhvols á eignum ríkisins í Klakka sem á lánafyrirtækið Lýsingu. Á heimasíðu Lindarhvols birtist á föstudag tilkynning um að sölu væri lokið og félagið selt BLM fjárfestingum. BLM er í eigu vogunarsjóðsins Burlington Loan Management. Veruleg óánægja er með framkvæmd sölunnar meðal umbjóðenda Kviku sem sendu tilboð í félagið. BLM höfðu áður reynt að kaupa hlutinn í Klakka á 428 milljónir króna í lok september. Félagið var auglýst til sölu og 14. október sendi Kvika tilboð fyrir hönd viðskiptavina sem hljóðaði upp á 501 milljón króna. BLM reyndist svo eiga tilboð upp á 505 milljónir króna í hlutinn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leikur grunur meðal annarra bjóðenda á að trúnaðargögnum hafi verið lekið. Í útboðsreglum ríkisins er gert ráð fyrir að tilboð séu opnuð í viðurvist bjóðenda, en í tilviki sölunnar nú voru tilboð send í tölvupósti og því virðist ferlið ekki hafa tryggt jafnræði bjóðenda. Steinar Þór Guðgeirsson lögmaður og Íslög sjá um daglegan rekstur Lindarhvols. Ekki er hægt að sjá á heimasíðu Lindarhvols að sú þjónusta hafi verið boðin út. Steinar er stjórnarmaður í Klakka, en forstjóri félagsins er Magnús Scheving Thorsteinsson en gagnrýnendur söluferlisins telja að hann hafi gert tilboðið fyrir hönd BLM sem er fyrir stærsti eigandi Klakka, þar sem hann er eini stjórnarmaður félagsins. Lindarhvoll ehf. er með samning við fjármálaráðuneytið um sölu ríkiseigna. Utanaðkomandi ráðgjafar hafa verið fengnir í önnur verkefni, en svo virðist ekki vera um sölu þessa hlutar. Á heimasíðu Lindarhvols er gefið upp símanúmer til að hringja í á skrifstofutíma. Ekki virðist svarað í þann síma. Þá hefur Fréttablaðið komið skilaboðum á stjórnarformann Lindarhvols, Þórhall Arason, skrifstofustjóra í fjármálaráðuneytinu, og Steinar Þór Guðgeirsson, en hvorugur hefur svarað skilaboðum. Sigurður Valtýsson er framkvæmdastjóri félags í eigu Ágústs og Lýðs Guðmundssona sem Kvika gerði tilboð fyrir. Hann segir stjórnarhætti Lindarhvols fyrir neðan allar hellur. „Við teljum að þessi vinnubrögð séu brot á samningi Lindarhvols við fjármálaráðuneytið og ef ekkert verði að gert hljóti ábyrgðin á endanum að vera fjármálaráðherrans.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Samstarf Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira
Engin svör fást frá Lindarhvoli um gagnrýni á söluferli Lindarhvols á eignum ríkisins í Klakka sem á lánafyrirtækið Lýsingu. Á heimasíðu Lindarhvols birtist á föstudag tilkynning um að sölu væri lokið og félagið selt BLM fjárfestingum. BLM er í eigu vogunarsjóðsins Burlington Loan Management. Veruleg óánægja er með framkvæmd sölunnar meðal umbjóðenda Kviku sem sendu tilboð í félagið. BLM höfðu áður reynt að kaupa hlutinn í Klakka á 428 milljónir króna í lok september. Félagið var auglýst til sölu og 14. október sendi Kvika tilboð fyrir hönd viðskiptavina sem hljóðaði upp á 501 milljón króna. BLM reyndist svo eiga tilboð upp á 505 milljónir króna í hlutinn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leikur grunur meðal annarra bjóðenda á að trúnaðargögnum hafi verið lekið. Í útboðsreglum ríkisins er gert ráð fyrir að tilboð séu opnuð í viðurvist bjóðenda, en í tilviki sölunnar nú voru tilboð send í tölvupósti og því virðist ferlið ekki hafa tryggt jafnræði bjóðenda. Steinar Þór Guðgeirsson lögmaður og Íslög sjá um daglegan rekstur Lindarhvols. Ekki er hægt að sjá á heimasíðu Lindarhvols að sú þjónusta hafi verið boðin út. Steinar er stjórnarmaður í Klakka, en forstjóri félagsins er Magnús Scheving Thorsteinsson en gagnrýnendur söluferlisins telja að hann hafi gert tilboðið fyrir hönd BLM sem er fyrir stærsti eigandi Klakka, þar sem hann er eini stjórnarmaður félagsins. Lindarhvoll ehf. er með samning við fjármálaráðuneytið um sölu ríkiseigna. Utanaðkomandi ráðgjafar hafa verið fengnir í önnur verkefni, en svo virðist ekki vera um sölu þessa hlutar. Á heimasíðu Lindarhvols er gefið upp símanúmer til að hringja í á skrifstofutíma. Ekki virðist svarað í þann síma. Þá hefur Fréttablaðið komið skilaboðum á stjórnarformann Lindarhvols, Þórhall Arason, skrifstofustjóra í fjármálaráðuneytinu, og Steinar Þór Guðgeirsson, en hvorugur hefur svarað skilaboðum. Sigurður Valtýsson er framkvæmdastjóri félags í eigu Ágústs og Lýðs Guðmundssona sem Kvika gerði tilboð fyrir. Hann segir stjórnarhætti Lindarhvols fyrir neðan allar hellur. „Við teljum að þessi vinnubrögð séu brot á samningi Lindarhvols við fjármálaráðuneytið og ef ekkert verði að gert hljóti ábyrgðin á endanum að vera fjármálaráðherrans.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Samstarf Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira