Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2016 11:32 Mótmælendur á Austurvelli köstuðu eggjum á Alþingishúsið eftir birtingu Panamaskjalanna í apríl. Vísir/Vilhelm Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknar og formaður fjárlaganefndar, segir ljóst að dagar Brúneggja séu taldir eftir umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi um starfsemi Brúneggja. Hún gagnrýnir harðlega eftirlitsstofnanir landsins. „Enda leikurinn til þess gerður að knésetja íslenskan landbúnað - það er agenda RÚV og „góða fólksins,“ segir Vigdís í Facebook-færslu í gærkvöldi. Færslan hefur vakið mikla athygli en þar vísar Vigdís, fyrrverandi formaður fjárlaganefndar, í fjárlögin fyrir árið 2016 þar sem Matvælastofnun eru eyrnamerktir 1,6 milljarður króna. „Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“ spyr Vigdís og skýtur föstum skotum á Matvælastofnun. Það hafa fleiri gert og sérstaklega gagnrýnt að neytendur hafi ekki verið upplýstir um að eggjaframleiðandi seldi „vistvæn“ egg í lengri tíma án þess að uppfylla nokkur skilyrði þess efnis. Hvar eru karlarnir? Vigdís notar tækifærið og bendir á þær 450 milljónir milljóna króna sem Samkeppniseftirlitið fær á fjárlögum en nýlega var sekt eftirlitsins á MS lækkuð um 440 milljónir króna, í 40 milljónir króna. Vigdís segir sektina einkennilega og telur að hún verði að lokum felld niður hjá dómstólum. Simon Mar Sturluson, hjá Íslenskri bláskel í Stykkishólmi, blandar sér í umræðuna og tjáir Vigdísi að framleiðendur greiði Matvælastofnun 22.500 krónur á tímann fyrir úttekt sérfræðinga. „Hvaða rugl er þetta,“ svarar Vigdís að bragði og er greinilega ósátt við eftirlitsstofnanir landsins. Þingmaðurinn fyrrverandi rifjar upp heimsókn sína á Jafnréttisstofu þar sem þeirri spurningu var varpað fram: „Hvar er karlarnir?“ Þá hafi verið fátt um svör en þau hafi að lokum verið á þá leið að það væru ekki nógu hæfir karlar sem sæktu um. „Þá svaraði ég - já karlarnir í bönkunum segja þetta um konurnar sem sækja um.“ Að neðan má sjá færslu Vigdísar en töluverð umræða hefur orðið í þræðinum sem henni fylgir. Brúneggjamálið Ríkisútvarpið Alþingi Landbúnaður Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknar og formaður fjárlaganefndar, segir ljóst að dagar Brúneggja séu taldir eftir umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi um starfsemi Brúneggja. Hún gagnrýnir harðlega eftirlitsstofnanir landsins. „Enda leikurinn til þess gerður að knésetja íslenskan landbúnað - það er agenda RÚV og „góða fólksins,“ segir Vigdís í Facebook-færslu í gærkvöldi. Færslan hefur vakið mikla athygli en þar vísar Vigdís, fyrrverandi formaður fjárlaganefndar, í fjárlögin fyrir árið 2016 þar sem Matvælastofnun eru eyrnamerktir 1,6 milljarður króna. „Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“ spyr Vigdís og skýtur föstum skotum á Matvælastofnun. Það hafa fleiri gert og sérstaklega gagnrýnt að neytendur hafi ekki verið upplýstir um að eggjaframleiðandi seldi „vistvæn“ egg í lengri tíma án þess að uppfylla nokkur skilyrði þess efnis. Hvar eru karlarnir? Vigdís notar tækifærið og bendir á þær 450 milljónir milljóna króna sem Samkeppniseftirlitið fær á fjárlögum en nýlega var sekt eftirlitsins á MS lækkuð um 440 milljónir króna, í 40 milljónir króna. Vigdís segir sektina einkennilega og telur að hún verði að lokum felld niður hjá dómstólum. Simon Mar Sturluson, hjá Íslenskri bláskel í Stykkishólmi, blandar sér í umræðuna og tjáir Vigdísi að framleiðendur greiði Matvælastofnun 22.500 krónur á tímann fyrir úttekt sérfræðinga. „Hvaða rugl er þetta,“ svarar Vigdís að bragði og er greinilega ósátt við eftirlitsstofnanir landsins. Þingmaðurinn fyrrverandi rifjar upp heimsókn sína á Jafnréttisstofu þar sem þeirri spurningu var varpað fram: „Hvar er karlarnir?“ Þá hafi verið fátt um svör en þau hafi að lokum verið á þá leið að það væru ekki nógu hæfir karlar sem sæktu um. „Þá svaraði ég - já karlarnir í bönkunum segja þetta um konurnar sem sækja um.“ Að neðan má sjá færslu Vigdísar en töluverð umræða hefur orðið í þræðinum sem henni fylgir.
Brúneggjamálið Ríkisútvarpið Alþingi Landbúnaður Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira