Sjáðu gríska fríkið sem strákarnir okkar þurfa að stöðva í Finnlandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. desember 2016 10:30 Giannis Antetokounmpo er hrikalega spennandi spilari. vísir/getty Gríski landsliðsmaðurinn Giannis Antetokounmpo, betur þekktur sem The Greek freak eða gríska fríkið, hlóð í þrennu þegar hans menn í Milwaukee Bucks unnu Portland Trail Blazers á heimavelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Antetokounmpo, sem er aðeins 22 ára gamall, er einn mest spennandi ungi leikmaðurinn í NBA. Hann skoraði 15 stig, tók tólf fráköst og gaf ellefu stoðsendingar en fyrr á tímabilinu náði hann annarri þrennu þegar hann skoraði 21 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar í sigri gegn Orlando Magic. Þessi magnaði framherji, sem getur einnig spilað sem bakvörður, spilaði sinn fyrsta A-landsleik fyrir Grikkland árið 2014 en hann verður væntanlega í liði Grikkja á EM 2017 á næsta ári þar sem það mætir strákunum okkar í íslenska landsliðinu. Liðin verða saman í riðli í Helsinki í Finnlandi.Hver á að stöðva þennan í Helsinki?vísir/gettyAlltaf að verða betri Antetokounmpo var valinn 15. í nýliðavalinu árið 2013 en hann steig fyrstu sporin í meistaraflokki með Filathlitikos í annarri deildinni í Grikklandi árið 2012. Hann er af nígerískum uppruna en foreldrar hans fluttust til Grikklands þegar hann var ungur. Strákurinn fékk ríkisborgararétt í maí 2009. Hann spilaði með Grikklandi á HM 2014 sem var han fyrsta stórmót en hann lét svo heldur betur vita af sér á EM 2015 þar sem hann hjálpaði gríska liðinu að fara taplaust í gegnum riðlakeppnina. Liðið komst í átta liða úrslit en tapaði fyrir verðandi Evrópumeisturum Spánar. Antetokounmpo var besti maður Grikklands í þeim leik þar sem hann skoraði fimmtán stig. Antetokounmpo er á sínu þriðja tímabili í NBA-deildinni en í fyrra var hann gerður að lykilmanni í liði Milwaukee. Hann byrjaði þá 71 leik fyrir Bucks og spilaði að meðaltali 31 mínútu í leik. Hann skoraði 12,7 s tig tók 6,7 fráköst og gaf 2,6 stoðsendingar að meðaltaki í leik, Hann er núna að spila 35 mínútur í leik og er að skora að meðaltaki 17 stig auk þess sem hann tekur 7,7 fráköst og gefur 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í spilaranum hér að neðan má sjá Gríska fríkið fara hamförum gegn Portland í nótt og flottustu tilþrif Antetokounmpo frá því á síðustu leiktíð. EM 2017 í Finnlandi NBA Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sjá meira
Gríski landsliðsmaðurinn Giannis Antetokounmpo, betur þekktur sem The Greek freak eða gríska fríkið, hlóð í þrennu þegar hans menn í Milwaukee Bucks unnu Portland Trail Blazers á heimavelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Antetokounmpo, sem er aðeins 22 ára gamall, er einn mest spennandi ungi leikmaðurinn í NBA. Hann skoraði 15 stig, tók tólf fráköst og gaf ellefu stoðsendingar en fyrr á tímabilinu náði hann annarri þrennu þegar hann skoraði 21 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar í sigri gegn Orlando Magic. Þessi magnaði framherji, sem getur einnig spilað sem bakvörður, spilaði sinn fyrsta A-landsleik fyrir Grikkland árið 2014 en hann verður væntanlega í liði Grikkja á EM 2017 á næsta ári þar sem það mætir strákunum okkar í íslenska landsliðinu. Liðin verða saman í riðli í Helsinki í Finnlandi.Hver á að stöðva þennan í Helsinki?vísir/gettyAlltaf að verða betri Antetokounmpo var valinn 15. í nýliðavalinu árið 2013 en hann steig fyrstu sporin í meistaraflokki með Filathlitikos í annarri deildinni í Grikklandi árið 2012. Hann er af nígerískum uppruna en foreldrar hans fluttust til Grikklands þegar hann var ungur. Strákurinn fékk ríkisborgararétt í maí 2009. Hann spilaði með Grikklandi á HM 2014 sem var han fyrsta stórmót en hann lét svo heldur betur vita af sér á EM 2015 þar sem hann hjálpaði gríska liðinu að fara taplaust í gegnum riðlakeppnina. Liðið komst í átta liða úrslit en tapaði fyrir verðandi Evrópumeisturum Spánar. Antetokounmpo var besti maður Grikklands í þeim leik þar sem hann skoraði fimmtán stig. Antetokounmpo er á sínu þriðja tímabili í NBA-deildinni en í fyrra var hann gerður að lykilmanni í liði Milwaukee. Hann byrjaði þá 71 leik fyrir Bucks og spilaði að meðaltali 31 mínútu í leik. Hann skoraði 12,7 s tig tók 6,7 fráköst og gaf 2,6 stoðsendingar að meðaltaki í leik, Hann er núna að spila 35 mínútur í leik og er að skora að meðaltaki 17 stig auk þess sem hann tekur 7,7 fráköst og gefur 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í spilaranum hér að neðan má sjá Gríska fríkið fara hamförum gegn Portland í nótt og flottustu tilþrif Antetokounmpo frá því á síðustu leiktíð.
EM 2017 í Finnlandi NBA Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sjá meira