Leiðsögumenn hlýddu ekki fyrirmælum lögreglu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. janúar 2017 20:00 Lögreglumanni hjá lögreglunni á Suðurlandi blöskraði hvernig ferðamenn og leiðsögumenn létu í Reynisfjöru eftir banaslys í gær. Farið var inn fyrir lögregluborða og fyrirmælum ekki fyglt. Þá þekkist það að leiðsögumenn biðji lögreglu um aðstoð því þeir ráði ekki við hópana sína. Ítrekað berast fréttir af því að ferðamenn hafi verið hætt komnir í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum. Í gær fórst þýsk kona þegar hún fór í sjóinn við Kirkjufjöru. Björn Emil Jónsson, lögreglumaður á Suðurlandi, vann á slysstað í gær. Honum blöskraði hvernig fólk á svæðinu lét eftir slysið. „Það sást til leiðsögumanna, eða leiðsögumanns, allavega eins, jafnvel tveggja, fara yfir lokanir eftir að slysið hafði átt sér stað og við vorum búnir að loka með lögregluborða. Það eru einstaklingar að fara líka,“ segir Björn Emil og bætir við að það valdi mjög miklum vonbrigðum, sérstaklega þegar leiðsögumenn fari ekki eftir fyrirmælum lögreglu. Það sé fleira sem leiðsögumenn þurfi að bæta þegar þeir fari með hóp í Reynisfjöru. „Satt best að segja þá höfum við fengið þó nokkrum sinnum tilkynningar frá leiðsögumönnum þar sem þeir óska eftir aðstoð frá okkur því þeir ráða ekki við hópana sína. Þeir eru með svo stóra hópa eða allavega sinna hóparnir ekki fyrirmælum og vaða niður í fjöruna þrátt fyrir að það sé búið að banna þeim það. Ég get bara ekki séð að þetta sé verkefni lögreglunnar. Þarna þurfa menn að taka sig á,“ segir Björn Emil. Snorri Ingason, varaformaður Félags leiðsögumanna, segist ekki kannast við það að leiðsögumenn séu með of stóra hópa á svæðinu. Stærstu hóparnir séu fjörutíu manns. Hins vegar óski leiðsögumenn eftir aðstoð til að koma í veg fyrir slys ef þeir sjá að ferðamenn á eigin vegum séu í hættu. „Fólk hefur ekki verið upplýst um hætturnar þarna og við erum oft mjög áhyggjufull um fólk í fjörunni. Maður er oft á nálum þegar maður er að keyra niður afleggjarann og maður lýsir því fyrir farþegunum hverjar hætturnar séu. Það er vinna okkar leiðsögumanna að upplýsa ferðamanninn um hætturnar. Það þarf landvörslu, það er alveg ljóst. Þegar slysið átti sér stað í fyrra þá var gæsla í fjörunni í tvær þrjár vikur eftir það og manni var bara soldið létt,“ segir Snorri. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Lögreglumanni hjá lögreglunni á Suðurlandi blöskraði hvernig ferðamenn og leiðsögumenn létu í Reynisfjöru eftir banaslys í gær. Farið var inn fyrir lögregluborða og fyrirmælum ekki fyglt. Þá þekkist það að leiðsögumenn biðji lögreglu um aðstoð því þeir ráði ekki við hópana sína. Ítrekað berast fréttir af því að ferðamenn hafi verið hætt komnir í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum. Í gær fórst þýsk kona þegar hún fór í sjóinn við Kirkjufjöru. Björn Emil Jónsson, lögreglumaður á Suðurlandi, vann á slysstað í gær. Honum blöskraði hvernig fólk á svæðinu lét eftir slysið. „Það sást til leiðsögumanna, eða leiðsögumanns, allavega eins, jafnvel tveggja, fara yfir lokanir eftir að slysið hafði átt sér stað og við vorum búnir að loka með lögregluborða. Það eru einstaklingar að fara líka,“ segir Björn Emil og bætir við að það valdi mjög miklum vonbrigðum, sérstaklega þegar leiðsögumenn fari ekki eftir fyrirmælum lögreglu. Það sé fleira sem leiðsögumenn þurfi að bæta þegar þeir fari með hóp í Reynisfjöru. „Satt best að segja þá höfum við fengið þó nokkrum sinnum tilkynningar frá leiðsögumönnum þar sem þeir óska eftir aðstoð frá okkur því þeir ráða ekki við hópana sína. Þeir eru með svo stóra hópa eða allavega sinna hóparnir ekki fyrirmælum og vaða niður í fjöruna þrátt fyrir að það sé búið að banna þeim það. Ég get bara ekki séð að þetta sé verkefni lögreglunnar. Þarna þurfa menn að taka sig á,“ segir Björn Emil. Snorri Ingason, varaformaður Félags leiðsögumanna, segist ekki kannast við það að leiðsögumenn séu með of stóra hópa á svæðinu. Stærstu hóparnir séu fjörutíu manns. Hins vegar óski leiðsögumenn eftir aðstoð til að koma í veg fyrir slys ef þeir sjá að ferðamenn á eigin vegum séu í hættu. „Fólk hefur ekki verið upplýst um hætturnar þarna og við erum oft mjög áhyggjufull um fólk í fjörunni. Maður er oft á nálum þegar maður er að keyra niður afleggjarann og maður lýsir því fyrir farþegunum hverjar hætturnar séu. Það er vinna okkar leiðsögumanna að upplýsa ferðamanninn um hætturnar. Það þarf landvörslu, það er alveg ljóst. Þegar slysið átti sér stað í fyrra þá var gæsla í fjörunni í tvær þrjár vikur eftir það og manni var bara soldið létt,“ segir Snorri.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira