Segja Trump brjóta gegn stjórnarskránni og höfða mál Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2017 14:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Samtökin Citizens for Responsibility and Ethics in Washington, eða CREW, ætla sér að höfða mál gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í dag. Samtökin segja hann brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna með því að taka við peningum frá erlendum ríkisstjórnum í gegnum fyrirtæki sín. Málið verður höfðað í dag.CREW samanstendur af sérfræðingum um stjórnarskrá Bandaríkjanna, hæstaréttarlögmönnum og fyrrverandi siðferðislögmönnum Hvíta hússins. Þeir segja klausu í stjórnarskrá Bandaríkjanna segja til um að forseti megi ekki taka við peningum frá öðrum ríkisstjórnum og segja Trump vera að gera það með hótelum og annars konar fyrirtækjum sem hann rekur og tengjast honum um heim allan.Samkvæmt New York Times er þetta einungis ein af fjölmörum lögsóknum sem samtök sem halla til vinstri hafa og ætla sér að beita gegn ríkisstjórn Trump. Í frétt þeirra segir að slíkar lögsóknir séu ein af fáum leiðum sem standi Demókrötum opnar til að berjast gegn ríkisstjórninni þar sem Repúblikanar stjórna báðum deildum þingsins. „Við vildum ekki enda í þessari stöðu,“ segir Noah Bookbinder, framkvæmdastjóri CREW við CNN. „Við vonuðumst til þess að Trump myndi taka nauðsynleg skref til að koma í veg fyrir stjórnarskrárbrot áður en hann tók við embætti. Það gerði hann ekki. Stjórnarskrárbrot hans eru alvarleg og við neyddumst til að grípa til lagalegra aðgerða.“ Samkvæmt greiningu CNN á Trump, að fullu eða að hluta til, minnst 564 fyrirtæki sem hafa átt í viðskiptum við minnst 25 önnur ríki.Trump hefur verið hvattur til þess að selja eignir sínar, setja þær í sjóð og fá utanaðkomandi aðila til að reka hann.Erfitt að seljaTrump Organization, er regnhlífarfélag og kemur að hundruðum fyrirtækja um allan heim. Enginn forseti Bandaríkjanna hefur verið nálægt því að eiga svo mikið og svo víða um heiminn. Þá er ekki hægt að selja fasteignir eins hratt og hlutabréf og þar að auki væri erfitt að aðskilja Trump frá byggingunum þar sem nafnið hans er í stórum gylltum stöfum utan á þeim byggingum. Lögfræðingur Trump sagði í gær að ef fasteignir hans yrðu seldar væri hægt að velta vöngum yfir því hvort að söluverðið hefði verið réttmætt eða hvort erlendur aðili væri að reyna að borga of mikla peninga til forsetans. Þar að auki myndi sala á öllum eignunum á skömmum tíma draga verulega úr verðmæti þeirra og í raun gera út af við fyrirtæki sem Trump hefur varið ævi sinni í að byggja upp.Sjá einnig: Trump þyrfti að selja alltTrump sagði á blaðamannafundi þann 11. janúar að synir hans tveir myndu taka yfir rekstri fyrirtækisins og að hann yrði ekki meðvitaður um hvað færi þar fram. Þá yrðu allir peningar sem erlendir erindrekar borga fyrir gistingu á hótelum Trump gefnar til ríkissjóðs. Hann mun áfram eiga fyrirtækið og sérfræðingar segja það skapa hættu á að hann hagi ákvörðunum sínum með sinn eigin hag í huga. Lögfræðingar Trump segja hins vegar að klausa stjórnarskrárinnar fjalli ekki um greiðslur vegna einkafyrirtækja, einungis um sérstakar greiðslur og gjafi. Á áðurnefndum blaðamannafundi sagði Sheri A. Dillon að þegar stjórnarskráin hafi verið samin hefði engum dottið í hug að það væru mútur að borga hótelreikning. Meðlimir CREW segja hins vegar barnalegt að halda því fram að erlend ríki muni ekki nota sér fyrirtæki Trump til að ná fram eigin hagsmunum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Samtökin Citizens for Responsibility and Ethics in Washington, eða CREW, ætla sér að höfða mál gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í dag. Samtökin segja hann brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna með því að taka við peningum frá erlendum ríkisstjórnum í gegnum fyrirtæki sín. Málið verður höfðað í dag.CREW samanstendur af sérfræðingum um stjórnarskrá Bandaríkjanna, hæstaréttarlögmönnum og fyrrverandi siðferðislögmönnum Hvíta hússins. Þeir segja klausu í stjórnarskrá Bandaríkjanna segja til um að forseti megi ekki taka við peningum frá öðrum ríkisstjórnum og segja Trump vera að gera það með hótelum og annars konar fyrirtækjum sem hann rekur og tengjast honum um heim allan.Samkvæmt New York Times er þetta einungis ein af fjölmörum lögsóknum sem samtök sem halla til vinstri hafa og ætla sér að beita gegn ríkisstjórn Trump. Í frétt þeirra segir að slíkar lögsóknir séu ein af fáum leiðum sem standi Demókrötum opnar til að berjast gegn ríkisstjórninni þar sem Repúblikanar stjórna báðum deildum þingsins. „Við vildum ekki enda í þessari stöðu,“ segir Noah Bookbinder, framkvæmdastjóri CREW við CNN. „Við vonuðumst til þess að Trump myndi taka nauðsynleg skref til að koma í veg fyrir stjórnarskrárbrot áður en hann tók við embætti. Það gerði hann ekki. Stjórnarskrárbrot hans eru alvarleg og við neyddumst til að grípa til lagalegra aðgerða.“ Samkvæmt greiningu CNN á Trump, að fullu eða að hluta til, minnst 564 fyrirtæki sem hafa átt í viðskiptum við minnst 25 önnur ríki.Trump hefur verið hvattur til þess að selja eignir sínar, setja þær í sjóð og fá utanaðkomandi aðila til að reka hann.Erfitt að seljaTrump Organization, er regnhlífarfélag og kemur að hundruðum fyrirtækja um allan heim. Enginn forseti Bandaríkjanna hefur verið nálægt því að eiga svo mikið og svo víða um heiminn. Þá er ekki hægt að selja fasteignir eins hratt og hlutabréf og þar að auki væri erfitt að aðskilja Trump frá byggingunum þar sem nafnið hans er í stórum gylltum stöfum utan á þeim byggingum. Lögfræðingur Trump sagði í gær að ef fasteignir hans yrðu seldar væri hægt að velta vöngum yfir því hvort að söluverðið hefði verið réttmætt eða hvort erlendur aðili væri að reyna að borga of mikla peninga til forsetans. Þar að auki myndi sala á öllum eignunum á skömmum tíma draga verulega úr verðmæti þeirra og í raun gera út af við fyrirtæki sem Trump hefur varið ævi sinni í að byggja upp.Sjá einnig: Trump þyrfti að selja alltTrump sagði á blaðamannafundi þann 11. janúar að synir hans tveir myndu taka yfir rekstri fyrirtækisins og að hann yrði ekki meðvitaður um hvað færi þar fram. Þá yrðu allir peningar sem erlendir erindrekar borga fyrir gistingu á hótelum Trump gefnar til ríkissjóðs. Hann mun áfram eiga fyrirtækið og sérfræðingar segja það skapa hættu á að hann hagi ákvörðunum sínum með sinn eigin hag í huga. Lögfræðingar Trump segja hins vegar að klausa stjórnarskrárinnar fjalli ekki um greiðslur vegna einkafyrirtækja, einungis um sérstakar greiðslur og gjafi. Á áðurnefndum blaðamannafundi sagði Sheri A. Dillon að þegar stjórnarskráin hafi verið samin hefði engum dottið í hug að það væru mútur að borga hótelreikning. Meðlimir CREW segja hins vegar barnalegt að halda því fram að erlend ríki muni ekki nota sér fyrirtæki Trump til að ná fram eigin hagsmunum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira