Blönduð einkavæðing Stjórnarmaðurinn skrifar 6. febrúar 2017 15:15 Um áramót stóðu hreinar skuldir ríkissjóðs í rúmum 750 milljörðum króna samkvæmt tölum frá fjármálaráðuneytinu. Heildarskuldastaðan var hins vegar um 1.100 milljarðar króna. Á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs námu vaxtagreiðslur ríkissjóðs tæpum 70 milljörðum. Ísland er lítið skuldsett land í sjálfu sér en hreinar skuldir ríkissjóðs nema rétt ríflega 30% af vergri landsframleiðslu sem telst hóflegt í alþjóðlegu samhengi. Engu að síður er áhugavert að velta því fyrir sér hvernig hagræða mætti í ríkisrekstrinum og mæta þannig æ háværari og sanngjörnum kröfum um aukin framlög til heilbrigðismála og annarra innviða sem þurfa að þola aukinn átroðning með sívaxandi ferðamannastraumi. Í því samhengi er athyglisvert að þær sömu raddir og krefjast aukinna framlaga til heilbrigðismála og annarrar grunnþjónustu mega alls ekki heyra minnst á sölu ríkiseigna og beita gjarnan fyrir sig skammaryrðinu „einkavæðing“. Það er aftur á móti ekki hið sama að aðhyllast hreina einkavæðingu annars vegar eða skynsamlega aðkomu einkaaðila að ríkisrekstri hins vegar. Þannig hefur norski olíurisinn Statoil verið skráður á markað að hluta um áratugaskeið. Félagið er 70% í eigu norska ríkisins og afgangurinn í eigu fjárfesta á markaði. Ekki hefur annað heyrst en að þessi blanda hafi reynst vel. Einkafjárfestarnir veita aðhald og koma með sérþekkingu að borðinu, auk þess sem almenningur á greiðan aðgang að félaginu sem fjárfestingarkosti gegnum hlutabréfamarkaðinn. Ríkið veitir svo kjölfestu. Ríkið á margar seljanlegar eignir. Má þar nefna hluti í bönkunum, Landsvirkjun og Isavia. Einhverjar þessara eigna mætti vafalaust selja að fullu. Aðrar eignir, eins og t.d. Landsvirkjun, mætti selja að hluta eftir norsku leiðinni. Þannig mætti kannski sætta sjónarmið og finna hinn gullna meðalveg. Greiða skuldir ríkissjóðs niður að allt að því fullu, og nota þann vaxtakostnað sem sparast til að styrkja grunnstoðirnar. Það telst varla mikil hægrimennska að vilja styrkja velferðarkerfið. Eða hvað?Uppfært kl. 16:42: Í upphaflegri útgáfu pistilsins sagði að vaxtagreiðslur ríkissjóðs á fyrstu níu mánuðum síðasta árs hefðu numið tæpum 200 milljörðum króna. Það er ekki rétt.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Um áramót stóðu hreinar skuldir ríkissjóðs í rúmum 750 milljörðum króna samkvæmt tölum frá fjármálaráðuneytinu. Heildarskuldastaðan var hins vegar um 1.100 milljarðar króna. Á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs námu vaxtagreiðslur ríkissjóðs tæpum 70 milljörðum. Ísland er lítið skuldsett land í sjálfu sér en hreinar skuldir ríkissjóðs nema rétt ríflega 30% af vergri landsframleiðslu sem telst hóflegt í alþjóðlegu samhengi. Engu að síður er áhugavert að velta því fyrir sér hvernig hagræða mætti í ríkisrekstrinum og mæta þannig æ háværari og sanngjörnum kröfum um aukin framlög til heilbrigðismála og annarra innviða sem þurfa að þola aukinn átroðning með sívaxandi ferðamannastraumi. Í því samhengi er athyglisvert að þær sömu raddir og krefjast aukinna framlaga til heilbrigðismála og annarrar grunnþjónustu mega alls ekki heyra minnst á sölu ríkiseigna og beita gjarnan fyrir sig skammaryrðinu „einkavæðing“. Það er aftur á móti ekki hið sama að aðhyllast hreina einkavæðingu annars vegar eða skynsamlega aðkomu einkaaðila að ríkisrekstri hins vegar. Þannig hefur norski olíurisinn Statoil verið skráður á markað að hluta um áratugaskeið. Félagið er 70% í eigu norska ríkisins og afgangurinn í eigu fjárfesta á markaði. Ekki hefur annað heyrst en að þessi blanda hafi reynst vel. Einkafjárfestarnir veita aðhald og koma með sérþekkingu að borðinu, auk þess sem almenningur á greiðan aðgang að félaginu sem fjárfestingarkosti gegnum hlutabréfamarkaðinn. Ríkið veitir svo kjölfestu. Ríkið á margar seljanlegar eignir. Má þar nefna hluti í bönkunum, Landsvirkjun og Isavia. Einhverjar þessara eigna mætti vafalaust selja að fullu. Aðrar eignir, eins og t.d. Landsvirkjun, mætti selja að hluta eftir norsku leiðinni. Þannig mætti kannski sætta sjónarmið og finna hinn gullna meðalveg. Greiða skuldir ríkissjóðs niður að allt að því fullu, og nota þann vaxtakostnað sem sparast til að styrkja grunnstoðirnar. Það telst varla mikil hægrimennska að vilja styrkja velferðarkerfið. Eða hvað?Uppfært kl. 16:42: Í upphaflegri útgáfu pistilsins sagði að vaxtagreiðslur ríkissjóðs á fyrstu níu mánuðum síðasta árs hefðu numið tæpum 200 milljörðum króna. Það er ekki rétt.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira