Vilja létta aftur á byssulöggjöfinni Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2017 20:00 Samkvæmt AP fréttaveitunni komu lög Obama í veg fyrir að um 75 þúsund manns gætu keypt sér skotvopn. Vísir/Getty Öldungadeild Bandaríkjaþings, undir forystu Repúblikanaflokksins, hefur kosið að fella úr gildi lög Barack Obama sem komu í veg fyrir að fólk sem er á örorku vegna geðrænna vandamála og þarf annan aðila til að sjá um fjármál sín gætu keypt byssur. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þarf þó að skrifa undir frumvarpið áður en reglan fellur opinberlega úr gildi. Lögin voru samin eftir fjöldamorðið í Sandy Hook árið 2012. Hinn 20 ára gamli Adam Lanza skaut móður sína til bana og fór í Sandy Hook skólann og skaut þar tuttugu unga nemendur og sex starfsmenn áður en hann skaut sig til bana.Lanza átti við ýmis geðræn vandamál að stríða. Samkvæmt AP fréttaveitunni komu lög Obama í veg fyrir að um 75 þúsund manns gætu keypt sér skotvopn. Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum, National Rifle Associtation, og ýmis réttindasamtök fólks með geðræn vandamál voru mjög mótfallin lögunum og hafa hvatt þingmenn til að fella lögin úr gildi. Þingmaðurinn Charles Grassley leiddi átakið fyrir breytingunum, en hann segir þau hafa brotið gegn stjórnarskrárvörðum rétti fólks til að eiga vopn. Þá væru ýmissar tegundir geðrænna vandamála sem heyrðu undir lögin, sem ættu ekki að koma í veg fyrir að fólk gæti keypt byssur. Þingmaðurinn Chris Murphy frá Connecticut, þar sem Sandy Hook fjöldamorðið fór fram, segir AP að hann viti ekki hvernig hann eigi að útskýra fyrir íbúum ríkisins að þingmenn séu að gera fólki sem glímir við alvarleg geðræn vandamál auðveldara, en ekki erfiðara, að koma höndunum yfir skotvopn. Donald Trump Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotvopn Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings, undir forystu Repúblikanaflokksins, hefur kosið að fella úr gildi lög Barack Obama sem komu í veg fyrir að fólk sem er á örorku vegna geðrænna vandamála og þarf annan aðila til að sjá um fjármál sín gætu keypt byssur. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þarf þó að skrifa undir frumvarpið áður en reglan fellur opinberlega úr gildi. Lögin voru samin eftir fjöldamorðið í Sandy Hook árið 2012. Hinn 20 ára gamli Adam Lanza skaut móður sína til bana og fór í Sandy Hook skólann og skaut þar tuttugu unga nemendur og sex starfsmenn áður en hann skaut sig til bana.Lanza átti við ýmis geðræn vandamál að stríða. Samkvæmt AP fréttaveitunni komu lög Obama í veg fyrir að um 75 þúsund manns gætu keypt sér skotvopn. Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum, National Rifle Associtation, og ýmis réttindasamtök fólks með geðræn vandamál voru mjög mótfallin lögunum og hafa hvatt þingmenn til að fella lögin úr gildi. Þingmaðurinn Charles Grassley leiddi átakið fyrir breytingunum, en hann segir þau hafa brotið gegn stjórnarskrárvörðum rétti fólks til að eiga vopn. Þá væru ýmissar tegundir geðrænna vandamála sem heyrðu undir lögin, sem ættu ekki að koma í veg fyrir að fólk gæti keypt byssur. Þingmaðurinn Chris Murphy frá Connecticut, þar sem Sandy Hook fjöldamorðið fór fram, segir AP að hann viti ekki hvernig hann eigi að útskýra fyrir íbúum ríkisins að þingmenn séu að gera fólki sem glímir við alvarleg geðræn vandamál auðveldara, en ekki erfiðara, að koma höndunum yfir skotvopn.
Donald Trump Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotvopn Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira