Svipmynd Markaðarins: Spilar fótbolta og ætlar á skíði í vetrarfríinu Haraldur Guðmundsson skrifar 11. febrúar 2017 11:00 Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir Donald Trump hafa komið sér mest á óvart á árinu. mynd/stefán Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, eyðir frítíma sínum með fjölskyldu og vinum og í að horfa á fótbolta. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, lauk BS-prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands og MBA frá London Business School 2005. Almar var áður framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, frá 2009 til 2014, og hefur að auki sinnt kennslu við Háskólann í Reykjavík. Eiginkona hans er Guðrún Zoëga hjúkrunarfræðingur og saman eiga þau fimm börn á aldrinum fjögurra ára til tvítugs.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Donald Trump. Ég átti von á afgerandi breytingum þegar hann tæki við, en hann hefur því miður gengið mun harðar fram. Við erum líklega að sigla inn í tímabil þar sem alþjóðaviðskiptasamningar og opin viðskipti milli landa eiga undir högg að sækja. Það er slæmt fyrir litla þjóð.Hvaða app notarðu mest? Samkvæmt símanum mínum er það Facebook. Ég er hins vegar mjög lukkulegur þegar Strava er í mikilli notkun og því fylgir líka hlustun á tónlist eða þætti í gegnum Podcast Addict. Leggja.is léttir mér síðan lífið í vinnutengdum snúningum.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Mestur tíminn fer í ýmiss konar samveru með fjölskyldu og vinum. Við ferðumst bæði innanlands og utan. Við höfum til dæmis mjög gaman af því að fara á skíði og ætlum til Akureyrar í vetrarfríinu. Þá eyði ég miklum tíma í að horfa á fótbolta, sérstaklega á sumrin.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég spila fótbolta 1-2 sinnum í viku yfir vetrartímann í góðra vina hópi. Ég stunda líka útihlaup en þarf að gefa þeim meiri tíma í dagskránni. Svo hef ég fengist við að elta nokkur börn í gegnum árin. Ætli það sé ekki besta ræktin.Ertu í þínu draumastarfi? Ég er heppinn að vera í mjög fjölbreyttu og krefjandi starfi hjá SI og starfa með öflugum hópi starfsmanna. Það á vel við mig að byggja upp liðsheild og straumlínulaga fjölbreytt starf samtakanna. Ég finn mig líka vel í því að tala fyrir fjölbreyttum iðnaði sem skapar mikil verðmæti og er dýrmætur hluti af samfélaginu.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Donald Trump Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Sjá meira
Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, eyðir frítíma sínum með fjölskyldu og vinum og í að horfa á fótbolta. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, lauk BS-prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands og MBA frá London Business School 2005. Almar var áður framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, frá 2009 til 2014, og hefur að auki sinnt kennslu við Háskólann í Reykjavík. Eiginkona hans er Guðrún Zoëga hjúkrunarfræðingur og saman eiga þau fimm börn á aldrinum fjögurra ára til tvítugs.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Donald Trump. Ég átti von á afgerandi breytingum þegar hann tæki við, en hann hefur því miður gengið mun harðar fram. Við erum líklega að sigla inn í tímabil þar sem alþjóðaviðskiptasamningar og opin viðskipti milli landa eiga undir högg að sækja. Það er slæmt fyrir litla þjóð.Hvaða app notarðu mest? Samkvæmt símanum mínum er það Facebook. Ég er hins vegar mjög lukkulegur þegar Strava er í mikilli notkun og því fylgir líka hlustun á tónlist eða þætti í gegnum Podcast Addict. Leggja.is léttir mér síðan lífið í vinnutengdum snúningum.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Mestur tíminn fer í ýmiss konar samveru með fjölskyldu og vinum. Við ferðumst bæði innanlands og utan. Við höfum til dæmis mjög gaman af því að fara á skíði og ætlum til Akureyrar í vetrarfríinu. Þá eyði ég miklum tíma í að horfa á fótbolta, sérstaklega á sumrin.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég spila fótbolta 1-2 sinnum í viku yfir vetrartímann í góðra vina hópi. Ég stunda líka útihlaup en þarf að gefa þeim meiri tíma í dagskránni. Svo hef ég fengist við að elta nokkur börn í gegnum árin. Ætli það sé ekki besta ræktin.Ertu í þínu draumastarfi? Ég er heppinn að vera í mjög fjölbreyttu og krefjandi starfi hjá SI og starfa með öflugum hópi starfsmanna. Það á vel við mig að byggja upp liðsheild og straumlínulaga fjölbreytt starf samtakanna. Ég finn mig líka vel í því að tala fyrir fjölbreyttum iðnaði sem skapar mikil verðmæti og er dýrmætur hluti af samfélaginu.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Donald Trump Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent