Trump vill setja 108 þúsund milljarða í uppbyggingu innviða Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2017 19:45 Repúblikanar á Bandaríkjaþingi fögnuðu Donald Trump innilega þegar hann flutti fyrstu stefnuræðu sína á þinginu í gærkvöldi. Þar lofaði hann að auka útgjöld til hernaðarmála um tæplega sex þúsund milljarða íslenskra króna og til uppbyggingar innviða samfélagsins um 108 þúsund milljarða króna. Fréttaskýrendur segja að öllu mildari Trump hafi birst bandarísku þjóðinni en áður, þegar hann flutti fyrstu „State of the Union“ ræðu sína, eða stefnuræðu, í sameinuðu þingi Bandaríkjanna í gærkvöldi. Þótt ekki skorti sjálfsöryggið frekar en fyrri daginn var forsetinn nokkuð samkvæmur kosningaloforðum sínum. Hann sagði nauðsynlegt að endurræsa bandarískan efnahag með því að gera fyrirtækjum erfitt að yfirgefa landið en á sama tíma auðveldara að athafna sig þar með skattalækkunum. „Þetta verða miklar lækkanir. Á sama tíma munum við lækka skatta miðstéttarinnar verulega. Við verðum að skapa jöfn samkeppnisskilyrði fyrir bandarísk fyrirtæki og launafólk okkar. Verðum að gera það,“ sagði forsetinn og uppskar mikið lófaklapp frá flokksbræðrum sínum sem fagna alltaf skattalækkunum. Trump ítrekaði kosningaloforð sitt um stórfellda uppbyggingu innviða, eins og vegakerfis Bandaríkjanna sem verið hefur í niðurníðslu í langan tíma. „Til þess að hefjast handa við uppbygginguna á landsvísu mun ég fara fram á að þingið samþykki löggjöf sem skapar 1 trilljón dala (108 þúsund milljarða króna) fjárfestingu í innviðum Bandaríkjanna, fjármögnuð með almannafé og fjárfestingum einkaaðila. Við það skapast milljónir nýrra starfa,“ sagði Trump. Þá höfðu æðstu hershöfningjar bandaríkjahers og um leið hergagnaframleiðendur ástæðu til að gleðjast yfir ræðu Trump, því hann leggur til aukin útgjöld til hermála upp á 54 milljarða dala, eða tæplega sex þúsund milljarða króna. „Ég legg fjárlagafrumvarp fyrir þingið sem miðar að því að byggja upp herinn svo komið verði í veg fyrir viðvarandi niðurskurð til hermála. Það kallar á eina mestu útgjaldaaukningu til hermála í sögu Bandaríkjanna. Samkvæmt frumvarpinu verður meira fé einnig varið til fyrrverandi hermanna. Fyrrverandi hermenn okkar hafa þjónað landinu og nú verðum við að endurgjalda þeim fyrir það,“ sagði Trump. Aukinn stuðningur við fyrrverandi hermenn er líklegur til vinsælda hjá þessari miklu hernaðarþjóð þar sem hundruð þúsunda hermanna glíma við eftirköst stríðsátaka. Enda risu þingmenn úr sætum og klöppuðu ákaft fyrir þessari yfirlýsingu forsetans. En allan þennann útgjaldaauka til hers og og innviða ásamt skattalækkunum ætlar Trump meðal annars að mæta með miklum niðurskurði til m.a. umhverfismála og utanríkisþjónustunnar. Öðrum NATO ríkjum létti væntanlega að heyra einarðan stuðning hans við bandalagið „Bandalagsþjóðir okkar verða að standa skil á fjárhagslegum skuldbindingum sínum. Eftir ákveðin og opinská skoðanaskipti okkar hafa þær einmitt tekið við sér. Ég get sagt ykkur að nú streyma peningarnir inn. Mjög gott,“ sagði Donald Trump. Donald Trump Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Repúblikanar á Bandaríkjaþingi fögnuðu Donald Trump innilega þegar hann flutti fyrstu stefnuræðu sína á þinginu í gærkvöldi. Þar lofaði hann að auka útgjöld til hernaðarmála um tæplega sex þúsund milljarða íslenskra króna og til uppbyggingar innviða samfélagsins um 108 þúsund milljarða króna. Fréttaskýrendur segja að öllu mildari Trump hafi birst bandarísku þjóðinni en áður, þegar hann flutti fyrstu „State of the Union“ ræðu sína, eða stefnuræðu, í sameinuðu þingi Bandaríkjanna í gærkvöldi. Þótt ekki skorti sjálfsöryggið frekar en fyrri daginn var forsetinn nokkuð samkvæmur kosningaloforðum sínum. Hann sagði nauðsynlegt að endurræsa bandarískan efnahag með því að gera fyrirtækjum erfitt að yfirgefa landið en á sama tíma auðveldara að athafna sig þar með skattalækkunum. „Þetta verða miklar lækkanir. Á sama tíma munum við lækka skatta miðstéttarinnar verulega. Við verðum að skapa jöfn samkeppnisskilyrði fyrir bandarísk fyrirtæki og launafólk okkar. Verðum að gera það,“ sagði forsetinn og uppskar mikið lófaklapp frá flokksbræðrum sínum sem fagna alltaf skattalækkunum. Trump ítrekaði kosningaloforð sitt um stórfellda uppbyggingu innviða, eins og vegakerfis Bandaríkjanna sem verið hefur í niðurníðslu í langan tíma. „Til þess að hefjast handa við uppbygginguna á landsvísu mun ég fara fram á að þingið samþykki löggjöf sem skapar 1 trilljón dala (108 þúsund milljarða króna) fjárfestingu í innviðum Bandaríkjanna, fjármögnuð með almannafé og fjárfestingum einkaaðila. Við það skapast milljónir nýrra starfa,“ sagði Trump. Þá höfðu æðstu hershöfningjar bandaríkjahers og um leið hergagnaframleiðendur ástæðu til að gleðjast yfir ræðu Trump, því hann leggur til aukin útgjöld til hermála upp á 54 milljarða dala, eða tæplega sex þúsund milljarða króna. „Ég legg fjárlagafrumvarp fyrir þingið sem miðar að því að byggja upp herinn svo komið verði í veg fyrir viðvarandi niðurskurð til hermála. Það kallar á eina mestu útgjaldaaukningu til hermála í sögu Bandaríkjanna. Samkvæmt frumvarpinu verður meira fé einnig varið til fyrrverandi hermanna. Fyrrverandi hermenn okkar hafa þjónað landinu og nú verðum við að endurgjalda þeim fyrir það,“ sagði Trump. Aukinn stuðningur við fyrrverandi hermenn er líklegur til vinsælda hjá þessari miklu hernaðarþjóð þar sem hundruð þúsunda hermanna glíma við eftirköst stríðsátaka. Enda risu þingmenn úr sætum og klöppuðu ákaft fyrir þessari yfirlýsingu forsetans. En allan þennann útgjaldaauka til hers og og innviða ásamt skattalækkunum ætlar Trump meðal annars að mæta með miklum niðurskurði til m.a. umhverfismála og utanríkisþjónustunnar. Öðrum NATO ríkjum létti væntanlega að heyra einarðan stuðning hans við bandalagið „Bandalagsþjóðir okkar verða að standa skil á fjárhagslegum skuldbindingum sínum. Eftir ákveðin og opinská skoðanaskipti okkar hafa þær einmitt tekið við sér. Ég get sagt ykkur að nú streyma peningarnir inn. Mjög gott,“ sagði Donald Trump.
Donald Trump Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira