Borgin segir ummæli formanns Fjölnis um búningakaup óheppileg Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. mars 2017 13:53 "Við höfum bent fólki á þegar koma upp félagslegar aðstæður þá sé hægt að leita til borgarinnar," sagði Jón Karl, aðspurður hvort verið sé að mismuna eftir efnahag. „Þetta er ekki svona einfalt,“ segir Ingibjörg Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri Miðgarðs, þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness, um ummæli formanns Fjölnis þess efnis að fólk geti leitað til Reykjavíkurborgar til þess að fá styrk til að kaupa búnað til tómstundastarfs barna sinna. Formaðurinn, Jón Karl Ólafsson, sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hafa bent efnaminni fjölskyldum á að þær geti leitað til þjónustumiðstöðva borgarinnar til þess að geta greitt fyrir sérstakan búnað tengdum íþróttastarfinu. Þetta sagði Jón Karl í tengslum við umfjöllun um mál tveggja fjórtán ára systra sem stunda fimleika hjá Fjölni, en fengu ekki leyfi til þess að keppa á fimleikamóti á dögunum því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana. Búningarnir kosta tæplega 50 þúsund krónur hvor.Sjá einnig:Fimleikasambandið segir einfaldlega dýrt að vera í íþróttumFjárhagsaðstoðin fyrst og fremst til framfærslu Ingibjörg segir ákveðnar reglur gilda um fjárhagsaðstoð til einstaklinga, en að hún sé fyrst og fremst hugsuð til framfærslu.Ingibjörg Sigurþórsdóttir segir ákveðna ábyrgð liggja hjá íþróttafélögunum sjálfum, því ekki megi mismuna fjölskyldum eftir efnahag.mynd/grafarvogsbúar.is„Við erum með fjárhagsaðstoð til einstaklinga sem þurfa á að halda. Við erum síðan með ákveðið regluverk utan um svokallaðar heimildargreiðslur til fjölskyldna sem eru illa staddar fjárhagslega, en þær snúa þá að iðkun íþróttarinnar frekar. Það kemur fyrir að við styrkjum börnin til iðkunar, það er eftir að frístundakorti lýkur – það þarf að vera búið að nýta það fyrst,“ segir hún. „Svona 100 þúsund króna greiðsla vegna búninga myndi ekki falla að þessum reglum.“ Aðspurð segir Ingibjörg orð formannsins nokkuð óheppileg, því ummælin megi skilja á þann veg að hver sem er eigi rétt á slíkum styrk. „Það getur auðvitað hver sem er gengið hér inn og beðið um svona – en hann kæmi ekki til með að fá það samþykkt.“ Þá segir hún vissa ábyrgð liggja hjá íþróttafélögunum sjálfum þegar kemur að kostnaði við tómstundastarfið, því ganga þurfi úr skugga um að efnaminni fjölskyldum sé ekki mismunað. „Þú velur kannski ekki dýrustu búningana ef allir eiga að kaupa þá. Það er punktur sem verður að hugsa svolítið um svo það sé ekki verið að auka á ójöfnuð.“ Tengdar fréttir Fá ekki að keppa ef þær eiga ekki 50 þúsund króna fimleikabúning Systur í fimleikafélaginu Fjölni fengu ekki leyfi til að keppa á móti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana sem kosta tæplega fimmtíu þúsund krónur. Formaður Fjölnis segir félagið fylgja jafnræðisreglu og því fái ekki sumir lánað á meðan aðrir þurfi að kaupa búninga. 15. mars 2017 19:00 Fimleikasambandið: „Það er dýrt að vera í íþróttum“ Tvær fjórtán ára stúlkur fengu ekki að taka þátt í fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana. 16. mars 2017 12:00 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Sjá meira
„Þetta er ekki svona einfalt,“ segir Ingibjörg Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri Miðgarðs, þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness, um ummæli formanns Fjölnis þess efnis að fólk geti leitað til Reykjavíkurborgar til þess að fá styrk til að kaupa búnað til tómstundastarfs barna sinna. Formaðurinn, Jón Karl Ólafsson, sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hafa bent efnaminni fjölskyldum á að þær geti leitað til þjónustumiðstöðva borgarinnar til þess að geta greitt fyrir sérstakan búnað tengdum íþróttastarfinu. Þetta sagði Jón Karl í tengslum við umfjöllun um mál tveggja fjórtán ára systra sem stunda fimleika hjá Fjölni, en fengu ekki leyfi til þess að keppa á fimleikamóti á dögunum því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana. Búningarnir kosta tæplega 50 þúsund krónur hvor.Sjá einnig:Fimleikasambandið segir einfaldlega dýrt að vera í íþróttumFjárhagsaðstoðin fyrst og fremst til framfærslu Ingibjörg segir ákveðnar reglur gilda um fjárhagsaðstoð til einstaklinga, en að hún sé fyrst og fremst hugsuð til framfærslu.Ingibjörg Sigurþórsdóttir segir ákveðna ábyrgð liggja hjá íþróttafélögunum sjálfum, því ekki megi mismuna fjölskyldum eftir efnahag.mynd/grafarvogsbúar.is„Við erum með fjárhagsaðstoð til einstaklinga sem þurfa á að halda. Við erum síðan með ákveðið regluverk utan um svokallaðar heimildargreiðslur til fjölskyldna sem eru illa staddar fjárhagslega, en þær snúa þá að iðkun íþróttarinnar frekar. Það kemur fyrir að við styrkjum börnin til iðkunar, það er eftir að frístundakorti lýkur – það þarf að vera búið að nýta það fyrst,“ segir hún. „Svona 100 þúsund króna greiðsla vegna búninga myndi ekki falla að þessum reglum.“ Aðspurð segir Ingibjörg orð formannsins nokkuð óheppileg, því ummælin megi skilja á þann veg að hver sem er eigi rétt á slíkum styrk. „Það getur auðvitað hver sem er gengið hér inn og beðið um svona – en hann kæmi ekki til með að fá það samþykkt.“ Þá segir hún vissa ábyrgð liggja hjá íþróttafélögunum sjálfum þegar kemur að kostnaði við tómstundastarfið, því ganga þurfi úr skugga um að efnaminni fjölskyldum sé ekki mismunað. „Þú velur kannski ekki dýrustu búningana ef allir eiga að kaupa þá. Það er punktur sem verður að hugsa svolítið um svo það sé ekki verið að auka á ójöfnuð.“
Tengdar fréttir Fá ekki að keppa ef þær eiga ekki 50 þúsund króna fimleikabúning Systur í fimleikafélaginu Fjölni fengu ekki leyfi til að keppa á móti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana sem kosta tæplega fimmtíu þúsund krónur. Formaður Fjölnis segir félagið fylgja jafnræðisreglu og því fái ekki sumir lánað á meðan aðrir þurfi að kaupa búninga. 15. mars 2017 19:00 Fimleikasambandið: „Það er dýrt að vera í íþróttum“ Tvær fjórtán ára stúlkur fengu ekki að taka þátt í fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana. 16. mars 2017 12:00 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Sjá meira
Fá ekki að keppa ef þær eiga ekki 50 þúsund króna fimleikabúning Systur í fimleikafélaginu Fjölni fengu ekki leyfi til að keppa á móti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana sem kosta tæplega fimmtíu þúsund krónur. Formaður Fjölnis segir félagið fylgja jafnræðisreglu og því fái ekki sumir lánað á meðan aðrir þurfi að kaupa búninga. 15. mars 2017 19:00
Fimleikasambandið: „Það er dýrt að vera í íþróttum“ Tvær fjórtán ára stúlkur fengu ekki að taka þátt í fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana. 16. mars 2017 12:00