Íslenskt barn greint með mislinga Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. mars 2017 16:18 Barnið er óbólusett vegna ungs aldurs. vísir/getty Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Barnið hafði dvalist með fjölskyldu sinni í Tælandi og kom til landsins 2. mars, en veiktist 14. mars síðastliðinn. Barnið er óbólusett vegna ungs aldurs. Fram kemur á vef landlæknis að barnið hafi fengið hita, útbrot og öndunarfæraeinkenni og leitað til bráðamótttöku Barnaspítala Hringsins 19. mars, en ekki þurft að leggjast inn á spítalann vegna veikindanna. Landspítali og heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins munu vegna málsins hafa samband við foreldra óbólusettra barna sem hugsanlega gætu hafa smitast af barninu og bjóða þeim nauðsynlega þjónustu og ráðleggingar, en barnið er ekki í dagvistun.Ólíklegt að sjúkdómurinn nái útbreiðslu Allt að 95 prósent barna hér á landi eru bólusett gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt, sem er eitt hæsta hlutfall bólusettra barna í Evrópu. Landlæknir telur því ólíklegt að mislingar nái útbreiðslu eða valdi stórum faröldrum hér á landi, en síðasti faraldurinn á Íslandi var árið 1977. Mislingar geta reynst hættulegir einkum óbólusettum ungum börnum og ónæmisbældum einstaklingum. Tilhögun bólusetninga er um þessar mundir með þeim hætti að börn eru bólusett fyrst við 18 mánaða aldur og síðan endurbólusett 12 ára. Síðast greindust mislingar hér á landi í barni árið 2014 og í fullorðnum einstaklingi í fyrra. Þessir einstaklingar, sem smituðust utan landsteinanna, smituðu ekki út frá sér eftir komu til landsins. Mislingaveiran er mjög smitandi og berst milli manna með úða frá öndunarfærum (t.d. hósta og hnerra). Veiran getur lifað og valdið smiti í allt að tvær klukkustundir eftir að hún berst út í andrúmsloftið. Einkenni mislinga byrja að koma fram um 10–12 dögum eftir smit og geta verið mismikil eftir einstaklingum. Þau byrja oftast með flensulíkum einkennum, þ.e. hita, nefrennsli, sviða í augum, hósta, bólgnum eitlum og höfuðverk. Á þriðja eða fjórða degi veikindanna koma í flestum tilfellum fram útbrot sem ná yfir allan líkamann og standa í 3–4 daga eða þar til sjúkdómurinn fer að réna. Mislingaveiran getur stundum valdið alvarlegum sjúkdómi og leitt til eyrna- eða lungnabólgu, kviðverkja, uppkasta, niðurgangs og heilabólgu. Mislingar eru mest smitandi dagana áður en útbrotin koma fram en eftir það dregur úr smitlíkum næstu fjóra dagana. Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Barnið hafði dvalist með fjölskyldu sinni í Tælandi og kom til landsins 2. mars, en veiktist 14. mars síðastliðinn. Barnið er óbólusett vegna ungs aldurs. Fram kemur á vef landlæknis að barnið hafi fengið hita, útbrot og öndunarfæraeinkenni og leitað til bráðamótttöku Barnaspítala Hringsins 19. mars, en ekki þurft að leggjast inn á spítalann vegna veikindanna. Landspítali og heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins munu vegna málsins hafa samband við foreldra óbólusettra barna sem hugsanlega gætu hafa smitast af barninu og bjóða þeim nauðsynlega þjónustu og ráðleggingar, en barnið er ekki í dagvistun.Ólíklegt að sjúkdómurinn nái útbreiðslu Allt að 95 prósent barna hér á landi eru bólusett gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt, sem er eitt hæsta hlutfall bólusettra barna í Evrópu. Landlæknir telur því ólíklegt að mislingar nái útbreiðslu eða valdi stórum faröldrum hér á landi, en síðasti faraldurinn á Íslandi var árið 1977. Mislingar geta reynst hættulegir einkum óbólusettum ungum börnum og ónæmisbældum einstaklingum. Tilhögun bólusetninga er um þessar mundir með þeim hætti að börn eru bólusett fyrst við 18 mánaða aldur og síðan endurbólusett 12 ára. Síðast greindust mislingar hér á landi í barni árið 2014 og í fullorðnum einstaklingi í fyrra. Þessir einstaklingar, sem smituðust utan landsteinanna, smituðu ekki út frá sér eftir komu til landsins. Mislingaveiran er mjög smitandi og berst milli manna með úða frá öndunarfærum (t.d. hósta og hnerra). Veiran getur lifað og valdið smiti í allt að tvær klukkustundir eftir að hún berst út í andrúmsloftið. Einkenni mislinga byrja að koma fram um 10–12 dögum eftir smit og geta verið mismikil eftir einstaklingum. Þau byrja oftast með flensulíkum einkennum, þ.e. hita, nefrennsli, sviða í augum, hósta, bólgnum eitlum og höfuðverk. Á þriðja eða fjórða degi veikindanna koma í flestum tilfellum fram útbrot sem ná yfir allan líkamann og standa í 3–4 daga eða þar til sjúkdómurinn fer að réna. Mislingaveiran getur stundum valdið alvarlegum sjúkdómi og leitt til eyrna- eða lungnabólgu, kviðverkja, uppkasta, niðurgangs og heilabólgu. Mislingar eru mest smitandi dagana áður en útbrotin koma fram en eftir það dregur úr smitlíkum næstu fjóra dagana.
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira