Mikill hiti er talinn hafa orsakað reyksprengingu í kísílverksmiðjunni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. apríl 2017 18:47 Verksmiðja United Silicon í Helguvík. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Eldur kom upp í kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík í nótt. Þetta er annar bruninn á svæðinu á tveimur vikum. Tjónið í brunanum var umtalsvert og stöðva þarf framleiðslu í einhverja daga. Slökkvilið fékk tilkynningu um eldinn um klukkan fjögur í nótt frá starfsmönnum fyrirtækisins sem voru við vinnu í verksmiðjunni. Slökkvistarf þótti nokkuð sérstakt þar sem ekki var hægt að ráðast á eldinn með vatni í fyrstu þar sem mjög há rafmagnsspenna er á kísilofninum. Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði eldur á nokkrum stöðum í timbri í veggjum og gólfklæðningu á milli hæða í byggingunni sem telur átta hæðir. Eldurinn logaði í einangrunarrými þar sem rafskaut fara niður. Mikil hætta er í kringum svona ofna en álið sem kemur út er um átján hundruð gráðu heitt og óráðlegt að nota vatn fyrr en slökkt hefur verið á ofninum. Starfsmenn verksmiðjunnar reyndu að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á vettvang. Engan sakaði í brunanum. „Við erum ekkert allt of ánægðir að fá eld í svona stóra byggingu en við erum búnir að vera hérna í vettvangsferð. Allt liðið okkar er búið að koma og skoða aðstæður þannig að mannskapurinn vissi að hverju þeir voru að ganga,“ sagði Ólafur Ingi Jónsson, stjórnandi á bakvakt Brunavarna Suðurnesja. Sléttar tvær vikur eru síðan eldur kom upp í rusli utan við verksmiðju United Silicon og þá lagði þykkan svartan reyk frá svæðinu. Aðstæður voru aðrar í morgun en lítill reykur kom frá byggingunni þar sem eldurinn var en loftræstikerfi verksmiðjunnar var notað til þess að losa reykinn út. Eldurinn var ekki í þeim hluta þar sem ítrekuð mengun hefur stigið upp frá verksmiðjunni og hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum síðustu vikur. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið að mikill hiti hafi orsakað reyksprengingu efst í byggingunni, þannig að eldur varð laus í nótt. Um klukkustund tók að ná tökum á eldinum í nótt en slökkvistarfi lauk korter yfir sjö í morgun og fengu þá lögreglan og vinnueftirlitið vettvanginn til rannsóknar. Ekki var búið að leggja mat á tjónið í dag en ljóst er að það er umtalsvert en vegna brunans stöðvast framleiðsla í einhverja daga. Framleidd eru um 65 tonn af áli á hverjum sólarhring. „Við vitum ekki hvað langan tíma það tekur að koma þessu í gang aftur en það er augljóst mál að verksmiðjan stöðvast við þetta,“ sagði Kristleifur Andrésson, öryggisstjóri United Silicon. United Silicon Tengdar fréttir Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24 Óvíst hvenær framleiðsla hefst á ný í United Silicon Starfsmennirnir reyndu sjálfir að slökkva eldinn í nótt. 18. apríl 2017 10:54 Umhverfisráðherra: Það þarf að loka kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík "Nú er komið nóg,“ segir Björt Ólafsdóttir eftir eldsvoðann í nótt. 18. apríl 2017 09:47 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Eldur kom upp í kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík í nótt. Þetta er annar bruninn á svæðinu á tveimur vikum. Tjónið í brunanum var umtalsvert og stöðva þarf framleiðslu í einhverja daga. Slökkvilið fékk tilkynningu um eldinn um klukkan fjögur í nótt frá starfsmönnum fyrirtækisins sem voru við vinnu í verksmiðjunni. Slökkvistarf þótti nokkuð sérstakt þar sem ekki var hægt að ráðast á eldinn með vatni í fyrstu þar sem mjög há rafmagnsspenna er á kísilofninum. Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði eldur á nokkrum stöðum í timbri í veggjum og gólfklæðningu á milli hæða í byggingunni sem telur átta hæðir. Eldurinn logaði í einangrunarrými þar sem rafskaut fara niður. Mikil hætta er í kringum svona ofna en álið sem kemur út er um átján hundruð gráðu heitt og óráðlegt að nota vatn fyrr en slökkt hefur verið á ofninum. Starfsmenn verksmiðjunnar reyndu að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á vettvang. Engan sakaði í brunanum. „Við erum ekkert allt of ánægðir að fá eld í svona stóra byggingu en við erum búnir að vera hérna í vettvangsferð. Allt liðið okkar er búið að koma og skoða aðstæður þannig að mannskapurinn vissi að hverju þeir voru að ganga,“ sagði Ólafur Ingi Jónsson, stjórnandi á bakvakt Brunavarna Suðurnesja. Sléttar tvær vikur eru síðan eldur kom upp í rusli utan við verksmiðju United Silicon og þá lagði þykkan svartan reyk frá svæðinu. Aðstæður voru aðrar í morgun en lítill reykur kom frá byggingunni þar sem eldurinn var en loftræstikerfi verksmiðjunnar var notað til þess að losa reykinn út. Eldurinn var ekki í þeim hluta þar sem ítrekuð mengun hefur stigið upp frá verksmiðjunni og hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum síðustu vikur. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið að mikill hiti hafi orsakað reyksprengingu efst í byggingunni, þannig að eldur varð laus í nótt. Um klukkustund tók að ná tökum á eldinum í nótt en slökkvistarfi lauk korter yfir sjö í morgun og fengu þá lögreglan og vinnueftirlitið vettvanginn til rannsóknar. Ekki var búið að leggja mat á tjónið í dag en ljóst er að það er umtalsvert en vegna brunans stöðvast framleiðsla í einhverja daga. Framleidd eru um 65 tonn af áli á hverjum sólarhring. „Við vitum ekki hvað langan tíma það tekur að koma þessu í gang aftur en það er augljóst mál að verksmiðjan stöðvast við þetta,“ sagði Kristleifur Andrésson, öryggisstjóri United Silicon.
United Silicon Tengdar fréttir Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24 Óvíst hvenær framleiðsla hefst á ný í United Silicon Starfsmennirnir reyndu sjálfir að slökkva eldinn í nótt. 18. apríl 2017 10:54 Umhverfisráðherra: Það þarf að loka kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík "Nú er komið nóg,“ segir Björt Ólafsdóttir eftir eldsvoðann í nótt. 18. apríl 2017 09:47 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24
Óvíst hvenær framleiðsla hefst á ný í United Silicon Starfsmennirnir reyndu sjálfir að slökkva eldinn í nótt. 18. apríl 2017 10:54
Umhverfisráðherra: Það þarf að loka kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík "Nú er komið nóg,“ segir Björt Ólafsdóttir eftir eldsvoðann í nótt. 18. apríl 2017 09:47