„Afkoma greinarinnar fer hratt versnandi“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. apríl 2017 19:00 Samtök ferðaþjónustunnar segja að fyrirhuguð hækkun virðisaukaskatts á fyrirtæki í ferðaþjónustu fari gegn lögum um opinber fjármál og gangi í berhögg við sjónarmið um meðalhóf við hækkun skatta. Framkvæmdastjóri samtakanna segir afkomu fyrirtækja í greininni fara hratt versnandi. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til fimm ára sem lögð var fram á Alþingi 31. mars verða flestar atvinnugreinar í ferðaþjónustu felldar undir efra þrep virðisaukaskatts frá og með 1. júlí á næsta ári og mun virðisaukaskattur þeirra þá hækka úr 11 prósentum í 24 prósent. Frá 1. janúar 2019 mun efra þrepið síðan lækka úr 24 prósentum í 22,5 prósent. Samtök ferðaþjónustunnar birtu í dag gagnrýna samantekt um þessi áform. Samtökin segja að ekkert samráð hafi verið haft við fyrirtæki í ferðaþjónustu áður en hækkunin var kynnt og engin greining hafi farið fram á áhrifum hennar á atvinnugreinina. Svona snörp hækkun skattsins gangi jafnframt gegn ákvæðum laga um um opinber fjármál og gegn sjónarmiðum um meðalhóf við skattahækkanir. Þá verði neikvæð áhrif hækkunarinnar mest á landsbyggðinni. Almennt þrep í virðisaukaskatti er 24 prósent. Það þýðir að öll vara og þjónusta sem er skattskyld í lögunum ber 24 prósenta virðisaukaskatt nema annað komi fram í lögunum. Hver er þá sanngirnin í því að ferðaþjónustan, sú atvinnugrein sem skapar mest verðmæti fyrir þjóðarbúið, sé áfram á undanþágu í neðra þrepi skattsins? „Við erum útflutningsatvinnugrein og útflutningsatvinnugreinar á Íslandi greiða ekki virðisaukaskatt inn til samfélagsins nema ferðaþjónustan. Hins vegar er það eðlilegt og ástæður fyrir því. Við teljum mjög mikilvægt að við séum í sama þrepi og samkeppnislöndin,“ segir Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Helga segir að ferðaþjónustan sé ekki að renna blint í sjóinn með sína gagnrýni. Hún byggist á greiningum og könnun meðal félagsmanna. „Afkoma greinarinnar fer hratt versnandi. Það er það sem kemur manni á óvart vegna mikillar fjölgunar ferðamanna. Skýringin er sú að rekstrarskilyrði ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi hafa versnað til muna nú þegar. Þess vegna er ekki viðbótarþol fyrir skattahækkunum.“ Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar segja að fyrirhuguð hækkun virðisaukaskatts á fyrirtæki í ferðaþjónustu fari gegn lögum um opinber fjármál og gangi í berhögg við sjónarmið um meðalhóf við hækkun skatta. Framkvæmdastjóri samtakanna segir afkomu fyrirtækja í greininni fara hratt versnandi. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til fimm ára sem lögð var fram á Alþingi 31. mars verða flestar atvinnugreinar í ferðaþjónustu felldar undir efra þrep virðisaukaskatts frá og með 1. júlí á næsta ári og mun virðisaukaskattur þeirra þá hækka úr 11 prósentum í 24 prósent. Frá 1. janúar 2019 mun efra þrepið síðan lækka úr 24 prósentum í 22,5 prósent. Samtök ferðaþjónustunnar birtu í dag gagnrýna samantekt um þessi áform. Samtökin segja að ekkert samráð hafi verið haft við fyrirtæki í ferðaþjónustu áður en hækkunin var kynnt og engin greining hafi farið fram á áhrifum hennar á atvinnugreinina. Svona snörp hækkun skattsins gangi jafnframt gegn ákvæðum laga um um opinber fjármál og gegn sjónarmiðum um meðalhóf við skattahækkanir. Þá verði neikvæð áhrif hækkunarinnar mest á landsbyggðinni. Almennt þrep í virðisaukaskatti er 24 prósent. Það þýðir að öll vara og þjónusta sem er skattskyld í lögunum ber 24 prósenta virðisaukaskatt nema annað komi fram í lögunum. Hver er þá sanngirnin í því að ferðaþjónustan, sú atvinnugrein sem skapar mest verðmæti fyrir þjóðarbúið, sé áfram á undanþágu í neðra þrepi skattsins? „Við erum útflutningsatvinnugrein og útflutningsatvinnugreinar á Íslandi greiða ekki virðisaukaskatt inn til samfélagsins nema ferðaþjónustan. Hins vegar er það eðlilegt og ástæður fyrir því. Við teljum mjög mikilvægt að við séum í sama þrepi og samkeppnislöndin,“ segir Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Helga segir að ferðaþjónustan sé ekki að renna blint í sjóinn með sína gagnrýni. Hún byggist á greiningum og könnun meðal félagsmanna. „Afkoma greinarinnar fer hratt versnandi. Það er það sem kemur manni á óvart vegna mikillar fjölgunar ferðamanna. Skýringin er sú að rekstrarskilyrði ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi hafa versnað til muna nú þegar. Þess vegna er ekki viðbótarþol fyrir skattahækkunum.“
Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Sjá meira