Hagar verða helmingi stærri Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. apríl 2017 07:00 Velta Olís árið 2016 nam 31 milljarði króna og velta Lyfju er um níu milljarðar. vísir/gva Gangi kaup Haga á Olíuverzlun Íslands og Lyfju eftir verður fyrirtækið þriðja stærsta fyrirtækið í Kauphöll Íslands á eftir Icelandair Group og Marel, sé horft til veltu fyrirtækjanna. Kaupin á Olís og Lyfju eru nú til umfjöllunar hjá Samkeppniseftirlitinu. Áætla má að velta Haga á rekstrarárinu 2016-2017 verði rúmir 80 milljarðar króna. Velta Lyfju á árinu 2015 var 8,9 milljarðar króna samkvæmt ársreikningi. Samkvæmt tilkynningu sem birt var í Kauphöll í fyrrakvöld var velta Olís á síðasta ári 31 milljarður króna. Velta Haga eftir kaupin á Lyfju og Olís eykst því um helming, fer úr 80 milljörðum í 120 milljarða króna. Taka skal fram að þá er ekki horft til þess hvaða áhrif Costco mun hafa á starfsemi verslana Haga, enda ómögulegt að spá um það með vissu fyrirfram. Þá ber líka að líta til þess að Hagar hyggjast loka Dorothy Perkins og Topshop og hafa þegar lokað Debenhams. Hlutur þeirra verslana í heildarveltu Haga er þó óverulegur við hlið Bónuss og Hagkaupa. Eggert B. Ólafsson lögfræðingur telur víst að Samkeppniseftirlitið muni setja samrunanum skilyrði. „Fyrir þremur árum má ímynda sér að Samkeppniseftirlitið hefði íhugað að ógilda svona samruna hefði hann komið til kasta þess þá. Núna, vegna innkomu Costco á markaðinn, verður það þó varla uppi á teningnum. Hins vegar verður að teljast líklegt að Samkeppniseftirlitið setji samrunanum skilyrði,“ segir Eggert í pistli á vef fyrirtækis síns, Samkeppnisráðgjafar. Eggert bendir á að árið 2012 hafi Samkeppniseftirlitið gefið út mikla skýrslu um dagvörumarkaðinn. Sú vinna hljóti að koma að góðum notum núna þegar Samkeppniseftirlitið þarf að taka afstöðu til yfirtöku Haga á Olís. Samkvæmt þeirri skýrslu var markaðshlutdeild Haga á dagvöruvörumarkaði á höfuðborgarsvæðinu um 60 prósent, sem jafngildir markaðsráðandi stöðu. Horfa þurfi til þess að styrkur Hagakeðjunnar gagnvart birgjum, svokallaður kaupendastyrkur, sé þegar mikill og muni líkast til aukast töluvert við yfirtökuna á Olís. Eggert segir að horfa þurfi til ýmissa þátta. „Meðal þeirra spurninga, sem vakna vegna kaupa Haga á Olís, er hvort afsláttur hjá Olís verði skilyrtur við kaup á dagvöru í verslunum Haga. Mun Kaupás síðan fylgja í kjölfarið og kaupa Skeljung eða N1 og setja svipaða viðskiptaskilmála? Slík binding viðskiptavina við viðkomandi viðskiptahring gæti takmarkað tækifæri Costco til að veita íslensku verslunarsamstæðunum samkeppni,“ segir Eggert. Fjárfestar tóku vel í tíðindi af viðskiptunum í gær. Í lok dagsins hafði gengi bréfa í Kauphöll Íslands hækkað um 5,81 prósent í tæplega 850 milljóna króna viðskiptum. Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira
Gangi kaup Haga á Olíuverzlun Íslands og Lyfju eftir verður fyrirtækið þriðja stærsta fyrirtækið í Kauphöll Íslands á eftir Icelandair Group og Marel, sé horft til veltu fyrirtækjanna. Kaupin á Olís og Lyfju eru nú til umfjöllunar hjá Samkeppniseftirlitinu. Áætla má að velta Haga á rekstrarárinu 2016-2017 verði rúmir 80 milljarðar króna. Velta Lyfju á árinu 2015 var 8,9 milljarðar króna samkvæmt ársreikningi. Samkvæmt tilkynningu sem birt var í Kauphöll í fyrrakvöld var velta Olís á síðasta ári 31 milljarður króna. Velta Haga eftir kaupin á Lyfju og Olís eykst því um helming, fer úr 80 milljörðum í 120 milljarða króna. Taka skal fram að þá er ekki horft til þess hvaða áhrif Costco mun hafa á starfsemi verslana Haga, enda ómögulegt að spá um það með vissu fyrirfram. Þá ber líka að líta til þess að Hagar hyggjast loka Dorothy Perkins og Topshop og hafa þegar lokað Debenhams. Hlutur þeirra verslana í heildarveltu Haga er þó óverulegur við hlið Bónuss og Hagkaupa. Eggert B. Ólafsson lögfræðingur telur víst að Samkeppniseftirlitið muni setja samrunanum skilyrði. „Fyrir þremur árum má ímynda sér að Samkeppniseftirlitið hefði íhugað að ógilda svona samruna hefði hann komið til kasta þess þá. Núna, vegna innkomu Costco á markaðinn, verður það þó varla uppi á teningnum. Hins vegar verður að teljast líklegt að Samkeppniseftirlitið setji samrunanum skilyrði,“ segir Eggert í pistli á vef fyrirtækis síns, Samkeppnisráðgjafar. Eggert bendir á að árið 2012 hafi Samkeppniseftirlitið gefið út mikla skýrslu um dagvörumarkaðinn. Sú vinna hljóti að koma að góðum notum núna þegar Samkeppniseftirlitið þarf að taka afstöðu til yfirtöku Haga á Olís. Samkvæmt þeirri skýrslu var markaðshlutdeild Haga á dagvöruvörumarkaði á höfuðborgarsvæðinu um 60 prósent, sem jafngildir markaðsráðandi stöðu. Horfa þurfi til þess að styrkur Hagakeðjunnar gagnvart birgjum, svokallaður kaupendastyrkur, sé þegar mikill og muni líkast til aukast töluvert við yfirtökuna á Olís. Eggert segir að horfa þurfi til ýmissa þátta. „Meðal þeirra spurninga, sem vakna vegna kaupa Haga á Olís, er hvort afsláttur hjá Olís verði skilyrtur við kaup á dagvöru í verslunum Haga. Mun Kaupás síðan fylgja í kjölfarið og kaupa Skeljung eða N1 og setja svipaða viðskiptaskilmála? Slík binding viðskiptavina við viðkomandi viðskiptahring gæti takmarkað tækifæri Costco til að veita íslensku verslunarsamstæðunum samkeppni,“ segir Eggert. Fjárfestar tóku vel í tíðindi af viðskiptunum í gær. Í lok dagsins hafði gengi bréfa í Kauphöll Íslands hækkað um 5,81 prósent í tæplega 850 milljóna króna viðskiptum.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira