Botn sleginn í Brexit? Stjórnarmaðurinn skrifar 23. apríl 2017 11:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur nú boðað til þingkosninga sem haldnar verða þann 8. júní næstkomandi. Ljóst er að málefnaskráin fyrir kosningarnar verður í styttra lagi. Aðalmálið, og allt að því það eina, verður væntanlega útganga Breta úr Evrópusambandinu. Varla verður annað sagt en að May sé í sterkri stöðu en Íhaldsflokkurinn er með tæplega tuttugu prósenta forskot á Verkamannaflokkinn samkvæmt könnunum. Allt bendir því til þess að May muni verulega styrkja stöðu sína og auka við meirihlutann í þinginu sem í dag er einungis tíu þingsæti. Tilgangur May er augljós, og raunar yfirlýstur. Hún vill endurnýja umboð sitt og tryggja sér ríflegan stuðning frá þingi og þjóð vegna yfirvofandi viðræðna við Evrópusambandið og aðrar viðskiptaþjóðir. Hið síðarnefnda er ekki síst mikilvægt enda spurningunni enn ósvarað um hvert Bretland muni snúa sér að útgöngu lokinni. Samningshönd Breta yrði að minnsta kosti sterkari ef sessunautar þeirra við samningaborðið væru vissir um að May væri í sterkri stöðu heima fyrir. Þetta er þó væntanlega ekki hið eina sem ræður stöðumati May. Helstu andstæðingar þeirra í Verkamannaflokknum eru allt að því óstarfhæfir með sósíalistann Jeremy Corbyn í stýrishúsinu. Frjálslyndi flokkurinn er enn að jafna sig eftir afhroðið í kosningunum 2015. Sterk staða að loknum kosningum myndi svo gefa May færi á að kæfa sjálfstæðistilburði Skota í fæðingu. Hvað sem slíkum pólitískum hræringum líður er sennilegt að mörkuðum yrði rórra ef niðurstaðan að loknum kosningum yrði öruggur meirihluti Íhaldsflokksins. Sterlingspundið styrktist verulega í kjölfar tíðindanna og hefur ekki verið sterkara gagnvart evru og bandaríkjadal um nokkurra mánaða skeið. Það skyldi þó ekki vera að væntur sigur Íhaldsflokksins yrði til að slá botn í þann óróa sem ríkt hefur allt frá atkvæðagreiðslunni fyrir réttum níu mánuðum? Spyrjum að leikslokum. Markaðir Stjórnarmaðurinn Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur nú boðað til þingkosninga sem haldnar verða þann 8. júní næstkomandi. Ljóst er að málefnaskráin fyrir kosningarnar verður í styttra lagi. Aðalmálið, og allt að því það eina, verður væntanlega útganga Breta úr Evrópusambandinu. Varla verður annað sagt en að May sé í sterkri stöðu en Íhaldsflokkurinn er með tæplega tuttugu prósenta forskot á Verkamannaflokkinn samkvæmt könnunum. Allt bendir því til þess að May muni verulega styrkja stöðu sína og auka við meirihlutann í þinginu sem í dag er einungis tíu þingsæti. Tilgangur May er augljós, og raunar yfirlýstur. Hún vill endurnýja umboð sitt og tryggja sér ríflegan stuðning frá þingi og þjóð vegna yfirvofandi viðræðna við Evrópusambandið og aðrar viðskiptaþjóðir. Hið síðarnefnda er ekki síst mikilvægt enda spurningunni enn ósvarað um hvert Bretland muni snúa sér að útgöngu lokinni. Samningshönd Breta yrði að minnsta kosti sterkari ef sessunautar þeirra við samningaborðið væru vissir um að May væri í sterkri stöðu heima fyrir. Þetta er þó væntanlega ekki hið eina sem ræður stöðumati May. Helstu andstæðingar þeirra í Verkamannaflokknum eru allt að því óstarfhæfir með sósíalistann Jeremy Corbyn í stýrishúsinu. Frjálslyndi flokkurinn er enn að jafna sig eftir afhroðið í kosningunum 2015. Sterk staða að loknum kosningum myndi svo gefa May færi á að kæfa sjálfstæðistilburði Skota í fæðingu. Hvað sem slíkum pólitískum hræringum líður er sennilegt að mörkuðum yrði rórra ef niðurstaðan að loknum kosningum yrði öruggur meirihluti Íhaldsflokksins. Sterlingspundið styrktist verulega í kjölfar tíðindanna og hefur ekki verið sterkara gagnvart evru og bandaríkjadal um nokkurra mánaða skeið. Það skyldi þó ekki vera að væntur sigur Íhaldsflokksins yrði til að slá botn í þann óróa sem ríkt hefur allt frá atkvæðagreiðslunni fyrir réttum níu mánuðum? Spyrjum að leikslokum.
Markaðir Stjórnarmaðurinn Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Sjá meira