Segir heildarhagsmuni tekna fram yfir sérhagsmuni með hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. apríl 2017 12:32 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. Vísir/GVA Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að heildarhagsmunir almennings séu teknir fram yfir sérhagsmuni með hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu. Hann segir ekki sjá mikið athugavert við það að Ísland sé dýr áfangastaður og að ferðaþjónustan geti haldið áfram að vaxa og dafna. Til þess þurfi þó skýra sýn og samstarf stjórnvalda og ferðaþjónustunnar. Forsætisráðherra var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Töluvert hefur verið rætt um áform ríkisstjórnarinnar að fella flestar atvinnugreinar í ferðaþjónustu felldar undir efra þrep virðisaukaskatts úr ellefu prósentu í 24 prósent þann 1. júlí á næsta ári og í 22,5 prósent frá 1. janúar 2019. Hafa þessi áform verið harðlega gagnrýnd, þá sérstaklega frá aðilum innan ferðaþjónustunnar og í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sagði framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar að afkoma fyrirtækja í greininni fari hratt versnandi. Var Bjarni meðal annars spurður út í þessa gagnrýni sem og grein Davíðs Þorlákssonar, fyrrverandi formann Sambands ungra sjálfstæðismanna og lögmaður Icelandair Group, í Morgunblaðinu, þar sem hann gagnrýndi áform ríkisstjórnarinnar.„Hann Davíð Þorláksson er góður maður og ágætis vinur minn en þegar hann skrifar þetta þá situr hann inn á skrifstofunni hjá Icelandair. Þetta eru raddir innan úr greininni. Ef að þú spyrð einhvern innan úr greininni: Hvort viltu að þegar þú selur þjónustuna þína að virðisaukaskattur sé 11 prósent eða eitthvað hærra? Svarið verður alltaf 11 prósent,“ sagði Bjarni.Þingvellir eru einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins og hafa fundið vel fyrir mikilli fjölgun ferðamanna undanfarin ár.vísir/anton brinkTaldi Bjarni það ekki fara saman að á sama tíma og kallað væri eftir skýrri leiðsögn og forystu í stjórnmálum og að láta heildarsamtök í atvinnugreinum, á borð við Samtök ferðaþjónustunnar, ráða för. „Skýr forysta felst meðal annars í því að láta ekki lobbíistana ekki ráða för heldur taka heildarhagsmunina fram yfir sérhagsmuni. Það er það sem við erum að gera í þessu máli,“ sagði Bjarni sem taldi þó að umræðan hefði verið góð og að ferðaþjónustan hefði komið með málefnanleg sjónarmið inn í umræðuna.Ekki virðisaukaskattprósentan sem ræður úrslitum Sagði Bjarni að það væri hlutverk stjórnvalda að horfa á stóru myndina og það væri staðreynd að gríðarlegur vöxtur á komu ferðamanna hingað til lands gerði það að verkum að erfiðleikar hefðu skapast og að mikið álag hafi myndast á innviði landsins. Ekki hafi tekist að halda í við þessa miklu fjölgun. Þá taldi Bjarni að hvaða virðisaukaskattprósenta sem væri í gildi myndi ekki ráða úrslitatriðum um þróun ferðaþjónustunnar hér á landi, þar ræði hvaða sýn menn hefðu á framtíðina í ferðaþjónustunni. „Mín sýn er sú að hér verði byggð upp ferðaþjónusta sem að treystir á það sem gerir Ísland að sérstökum áfangastað. Þetta hreina loft, náttúran, víðernin, jöklarnir, allt það sem Íslensk náttúra hefur upp á að bjóða. Þetta samfélag sömuleiðis, friðurinn, matvælin, glaðværðin. Við erum á svo margan hátt einstakur áfangastaður,“ sagði Bjarni. Eitthvað að ef það er ódýrt fyrir ferðamenn að ferðast á Íslandi Rætt hefur verið um að dýrt sé fyrir ferðamenn að ferðast á Íslandi og að ekki sé á bætandi með væntanlegri hækkun virðisaukaskatt. Sagði Bjarni að eðlilegt væri að dýrt væri fyrir ferðamenn að koma hingað og njóta landsins gæða. „Fyrir mína parta er það þannig að það er ekkert að því að menn þurfi að kosta einhverju til til að koma hingað til Íslands. Ef að það væri virkilega ódýrt að koma hingað myndi það endurspegla ákveðna veikleika í efnahagslegu tilliti á Íslandi,“ sagði Bjani. „Ef að við ætlum að gera kröfu til þessað hér séu há lífsgæði og að við getum borið okkur saman við það sem best gerist í heiminum getum við ekki á sama tíma ætlast til þess að hér skjóti róti rótum ferðaþjónustustarfsemi þar sem er virkilega ódýrt að njóta þjónustunnar,“ sagði Bjarni. Það sem myndi ráða úrslitum um framtíð ferðaþjónustunnar væri áhersla á hreinleika og gæði og að tryggja þyrfti að innviðir upplifun ferðamanna væru í lagi.Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gagnrýna áform stjórnarinnar um lækkun á virðisaukaskatti Hagfræðingur og stjórnarandstöðuþingmenn gagnrýna lækkun í virðisaukaskattkerfinu og segja að gæta þurfi aðhalds á þenslutímum. Skynsamlegra væri að greiða enn meira inn á skuldir. 6. apríl 2017 06:00 „Ferðaþjónustan hefur slitið barnskónum“ Flestar greinar ferðaþjónustunnar munu fara upp í efra þrep virðisaukaskatts um áramótin. 31. mars 2017 15:00 Ferðamálaráðherra: Ekki lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins, ferðamannaþjónustan, sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. 2. apríl 2017 16:00 „Afkoma greinarinnar fer hratt versnandi“ Samtök ferðaþjónustunnar segja að fyrirhuguð hækkun virðisaukaskatts á fyrirtæki í ferðaþjónustu fari gegn lögum um opinber fjármál og gangi í berhögg við sjónarmið um meðalhóf við hækkun skatta. Framkvæmdastjóri samtakanna segir afkomu fyrirtækja í greininni fara hratt versnandi. 28. apríl 2017 19:00 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að heildarhagsmunir almennings séu teknir fram yfir sérhagsmuni með hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu. Hann segir ekki sjá mikið athugavert við það að Ísland sé dýr áfangastaður og að ferðaþjónustan geti haldið áfram að vaxa og dafna. Til þess þurfi þó skýra sýn og samstarf stjórnvalda og ferðaþjónustunnar. Forsætisráðherra var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Töluvert hefur verið rætt um áform ríkisstjórnarinnar að fella flestar atvinnugreinar í ferðaþjónustu felldar undir efra þrep virðisaukaskatts úr ellefu prósentu í 24 prósent þann 1. júlí á næsta ári og í 22,5 prósent frá 1. janúar 2019. Hafa þessi áform verið harðlega gagnrýnd, þá sérstaklega frá aðilum innan ferðaþjónustunnar og í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sagði framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar að afkoma fyrirtækja í greininni fari hratt versnandi. Var Bjarni meðal annars spurður út í þessa gagnrýni sem og grein Davíðs Þorlákssonar, fyrrverandi formann Sambands ungra sjálfstæðismanna og lögmaður Icelandair Group, í Morgunblaðinu, þar sem hann gagnrýndi áform ríkisstjórnarinnar.„Hann Davíð Þorláksson er góður maður og ágætis vinur minn en þegar hann skrifar þetta þá situr hann inn á skrifstofunni hjá Icelandair. Þetta eru raddir innan úr greininni. Ef að þú spyrð einhvern innan úr greininni: Hvort viltu að þegar þú selur þjónustuna þína að virðisaukaskattur sé 11 prósent eða eitthvað hærra? Svarið verður alltaf 11 prósent,“ sagði Bjarni.Þingvellir eru einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins og hafa fundið vel fyrir mikilli fjölgun ferðamanna undanfarin ár.vísir/anton brinkTaldi Bjarni það ekki fara saman að á sama tíma og kallað væri eftir skýrri leiðsögn og forystu í stjórnmálum og að láta heildarsamtök í atvinnugreinum, á borð við Samtök ferðaþjónustunnar, ráða för. „Skýr forysta felst meðal annars í því að láta ekki lobbíistana ekki ráða för heldur taka heildarhagsmunina fram yfir sérhagsmuni. Það er það sem við erum að gera í þessu máli,“ sagði Bjarni sem taldi þó að umræðan hefði verið góð og að ferðaþjónustan hefði komið með málefnanleg sjónarmið inn í umræðuna.Ekki virðisaukaskattprósentan sem ræður úrslitum Sagði Bjarni að það væri hlutverk stjórnvalda að horfa á stóru myndina og það væri staðreynd að gríðarlegur vöxtur á komu ferðamanna hingað til lands gerði það að verkum að erfiðleikar hefðu skapast og að mikið álag hafi myndast á innviði landsins. Ekki hafi tekist að halda í við þessa miklu fjölgun. Þá taldi Bjarni að hvaða virðisaukaskattprósenta sem væri í gildi myndi ekki ráða úrslitatriðum um þróun ferðaþjónustunnar hér á landi, þar ræði hvaða sýn menn hefðu á framtíðina í ferðaþjónustunni. „Mín sýn er sú að hér verði byggð upp ferðaþjónusta sem að treystir á það sem gerir Ísland að sérstökum áfangastað. Þetta hreina loft, náttúran, víðernin, jöklarnir, allt það sem Íslensk náttúra hefur upp á að bjóða. Þetta samfélag sömuleiðis, friðurinn, matvælin, glaðværðin. Við erum á svo margan hátt einstakur áfangastaður,“ sagði Bjarni. Eitthvað að ef það er ódýrt fyrir ferðamenn að ferðast á Íslandi Rætt hefur verið um að dýrt sé fyrir ferðamenn að ferðast á Íslandi og að ekki sé á bætandi með væntanlegri hækkun virðisaukaskatt. Sagði Bjarni að eðlilegt væri að dýrt væri fyrir ferðamenn að koma hingað og njóta landsins gæða. „Fyrir mína parta er það þannig að það er ekkert að því að menn þurfi að kosta einhverju til til að koma hingað til Íslands. Ef að það væri virkilega ódýrt að koma hingað myndi það endurspegla ákveðna veikleika í efnahagslegu tilliti á Íslandi,“ sagði Bjani. „Ef að við ætlum að gera kröfu til þessað hér séu há lífsgæði og að við getum borið okkur saman við það sem best gerist í heiminum getum við ekki á sama tíma ætlast til þess að hér skjóti róti rótum ferðaþjónustustarfsemi þar sem er virkilega ódýrt að njóta þjónustunnar,“ sagði Bjarni. Það sem myndi ráða úrslitum um framtíð ferðaþjónustunnar væri áhersla á hreinleika og gæði og að tryggja þyrfti að innviðir upplifun ferðamanna væru í lagi.Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gagnrýna áform stjórnarinnar um lækkun á virðisaukaskatti Hagfræðingur og stjórnarandstöðuþingmenn gagnrýna lækkun í virðisaukaskattkerfinu og segja að gæta þurfi aðhalds á þenslutímum. Skynsamlegra væri að greiða enn meira inn á skuldir. 6. apríl 2017 06:00 „Ferðaþjónustan hefur slitið barnskónum“ Flestar greinar ferðaþjónustunnar munu fara upp í efra þrep virðisaukaskatts um áramótin. 31. mars 2017 15:00 Ferðamálaráðherra: Ekki lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins, ferðamannaþjónustan, sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. 2. apríl 2017 16:00 „Afkoma greinarinnar fer hratt versnandi“ Samtök ferðaþjónustunnar segja að fyrirhuguð hækkun virðisaukaskatts á fyrirtæki í ferðaþjónustu fari gegn lögum um opinber fjármál og gangi í berhögg við sjónarmið um meðalhóf við hækkun skatta. Framkvæmdastjóri samtakanna segir afkomu fyrirtækja í greininni fara hratt versnandi. 28. apríl 2017 19:00 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Sjá meira
Gagnrýna áform stjórnarinnar um lækkun á virðisaukaskatti Hagfræðingur og stjórnarandstöðuþingmenn gagnrýna lækkun í virðisaukaskattkerfinu og segja að gæta þurfi aðhalds á þenslutímum. Skynsamlegra væri að greiða enn meira inn á skuldir. 6. apríl 2017 06:00
„Ferðaþjónustan hefur slitið barnskónum“ Flestar greinar ferðaþjónustunnar munu fara upp í efra þrep virðisaukaskatts um áramótin. 31. mars 2017 15:00
Ferðamálaráðherra: Ekki lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins, ferðamannaþjónustan, sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. 2. apríl 2017 16:00
„Afkoma greinarinnar fer hratt versnandi“ Samtök ferðaþjónustunnar segja að fyrirhuguð hækkun virðisaukaskatts á fyrirtæki í ferðaþjónustu fari gegn lögum um opinber fjármál og gangi í berhögg við sjónarmið um meðalhóf við hækkun skatta. Framkvæmdastjóri samtakanna segir afkomu fyrirtækja í greininni fara hratt versnandi. 28. apríl 2017 19:00