Hjón dæmd til að selja íbúð sína í Grafarvogi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. maí 2017 14:59 Héraðsdómur Reykjavíkur. Vísir/Pjetur Hjónum í Grafarvogi hefur verið gert að selja úbúð sína á 34 milljónir króna og afhenda hana sem fyrst, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Töldu þau sig geta rift kauptilboði sem þau höfðu samþykkt, vegna hugsanlegra vanefnda kaupenda. Settu þau íbúð sína í Grafarvogi á sölu í maí á síðasta ári og fengu tilboð í hana upp á 32,5 milljónir króna. Gerðu þau gagntilboð upp á 34 milljónir króna sem var samþykkt. Tilboðin voru samþykkt með fyrirvara um að kaupendur stæðust greiðslumat innan fimmtán daga virkra daga, sem þau og gerðu. Söluyfirliti íbúðarinnar fylgdi yfirlýsing frá húsfélaginu um væntanlegar framkvæmdir á húsinu og innistæðu húsfélagsins fyrir þeim. Afhenda átti íbúðina 1. september á síðasta ári.Töldu yfirlýsingu frá húsfélagi ranga Kaupendunum varð þó þess áskynja skömmu eftir að gagntilboðið var samþykkt að líklega væri umrædd yfirlýsing húsfélagsins röng. Óskuðu kaupendurnur eftir nýrri yfirlýsingu. Töldu kaupendurnir líklegt að aukinn kostnaður myndi falla á þá vegna fyrirhugaðra framkvæmda og vildu þau því fá upplýsingar um hvort og þá hvernig seljendur myndu koma til móts við þau vegna þess. Ekki var brugðist við þeirri beiðni. Boðað var til undirritunar kaupsamnings í júlí síðastliðnum og óskuðu kaupendur eftir því að fyrri yfirlýsing húsfélagsins myndi standa. Var þó tekið fram að þau teldu að hægt væri að leysa þennan ágreining á farsælan hátt. Lögmaður fasteignasölunnar sem annaðist söluna lét kaupendur hins vegar vita að ekki yrði af sölunni nema þau myndu samþykkja hina nýju yfirlýsingu. Sama dag fengu þau tölvupóst um að seljendur hefðu hætt við söluna vegna þess að þau höfðu ekki fengið afgerandi svar um hvort kaupendur myndu selja seinni húsfélagsyfirlýsinguna. Við þetta gátu kaupendur ekki sætt sig og töldu að kaupsamningurinn væri bindandi þar sem skriflegt tilboð hafði verið samþykkt. Seljendur töldu aftur að móti að sér væri heimilt að rifta kaupsamningnum, ekki væri rétt að undirrita kaupsamning sem væri byggður á röngum upplýsingum í söluyfirliti.Taldi ástæðu riftunar vera þá að seljendur vildu ekki raska heimilislífinu Dómari féllst ekki á þessa röksemd seljenda. Í dómi Héraðsdóms kemur fram að þeim hafi ekki verið heimilt að rifta kaupsamningnum. Þar kemur einnig fram að háttsemi þeirra bendi eindregið til þess að þau hafi hafi einfaldlega talið sig geta hætt við að selja íbúð sína. Þar kemur einnig fram að fenginn hafi verið lögmaður til þess að miðla málum. Í vitnisburði hans fyrir dómi kom fram að ástæða þess að seljendurnir hættu við að selja hafi verið sú að farið var að nálgast skóla hjá börnum þeirra og sala undir haust hefði þýtt röskun fyrir heimilislífið. Svipaða sögu sagði fasteignasali fyrir dómi sem sagði að seljendurnir hafi ekki viljað segja börnum sínum frá sölu eignarinnar. Var hjónunum gert að afhenda kaupendunum fasteignina sem um ræðir eins fljótt og auðið er, aflétta öllum veðskuldum af eigninni og gefa út afsal fyrir henni til kaupenda, allt gegn greiðslu 34 milljóna króna. Þá þurfa þau einnig að greiða kaupendunum 850 þúsund krónur í málskostnað.Sjá má dóm Héraðsdóms Reykjavíkur hér. Dómsmál Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
Hjónum í Grafarvogi hefur verið gert að selja úbúð sína á 34 milljónir króna og afhenda hana sem fyrst, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Töldu þau sig geta rift kauptilboði sem þau höfðu samþykkt, vegna hugsanlegra vanefnda kaupenda. Settu þau íbúð sína í Grafarvogi á sölu í maí á síðasta ári og fengu tilboð í hana upp á 32,5 milljónir króna. Gerðu þau gagntilboð upp á 34 milljónir króna sem var samþykkt. Tilboðin voru samþykkt með fyrirvara um að kaupendur stæðust greiðslumat innan fimmtán daga virkra daga, sem þau og gerðu. Söluyfirliti íbúðarinnar fylgdi yfirlýsing frá húsfélaginu um væntanlegar framkvæmdir á húsinu og innistæðu húsfélagsins fyrir þeim. Afhenda átti íbúðina 1. september á síðasta ári.Töldu yfirlýsingu frá húsfélagi ranga Kaupendunum varð þó þess áskynja skömmu eftir að gagntilboðið var samþykkt að líklega væri umrædd yfirlýsing húsfélagsins röng. Óskuðu kaupendurnur eftir nýrri yfirlýsingu. Töldu kaupendurnir líklegt að aukinn kostnaður myndi falla á þá vegna fyrirhugaðra framkvæmda og vildu þau því fá upplýsingar um hvort og þá hvernig seljendur myndu koma til móts við þau vegna þess. Ekki var brugðist við þeirri beiðni. Boðað var til undirritunar kaupsamnings í júlí síðastliðnum og óskuðu kaupendur eftir því að fyrri yfirlýsing húsfélagsins myndi standa. Var þó tekið fram að þau teldu að hægt væri að leysa þennan ágreining á farsælan hátt. Lögmaður fasteignasölunnar sem annaðist söluna lét kaupendur hins vegar vita að ekki yrði af sölunni nema þau myndu samþykkja hina nýju yfirlýsingu. Sama dag fengu þau tölvupóst um að seljendur hefðu hætt við söluna vegna þess að þau höfðu ekki fengið afgerandi svar um hvort kaupendur myndu selja seinni húsfélagsyfirlýsinguna. Við þetta gátu kaupendur ekki sætt sig og töldu að kaupsamningurinn væri bindandi þar sem skriflegt tilboð hafði verið samþykkt. Seljendur töldu aftur að móti að sér væri heimilt að rifta kaupsamningnum, ekki væri rétt að undirrita kaupsamning sem væri byggður á röngum upplýsingum í söluyfirliti.Taldi ástæðu riftunar vera þá að seljendur vildu ekki raska heimilislífinu Dómari féllst ekki á þessa röksemd seljenda. Í dómi Héraðsdóms kemur fram að þeim hafi ekki verið heimilt að rifta kaupsamningnum. Þar kemur einnig fram að háttsemi þeirra bendi eindregið til þess að þau hafi hafi einfaldlega talið sig geta hætt við að selja íbúð sína. Þar kemur einnig fram að fenginn hafi verið lögmaður til þess að miðla málum. Í vitnisburði hans fyrir dómi kom fram að ástæða þess að seljendurnir hættu við að selja hafi verið sú að farið var að nálgast skóla hjá börnum þeirra og sala undir haust hefði þýtt röskun fyrir heimilislífið. Svipaða sögu sagði fasteignasali fyrir dómi sem sagði að seljendurnir hafi ekki viljað segja börnum sínum frá sölu eignarinnar. Var hjónunum gert að afhenda kaupendunum fasteignina sem um ræðir eins fljótt og auðið er, aflétta öllum veðskuldum af eigninni og gefa út afsal fyrir henni til kaupenda, allt gegn greiðslu 34 milljóna króna. Þá þurfa þau einnig að greiða kaupendunum 850 þúsund krónur í málskostnað.Sjá má dóm Héraðsdóms Reykjavíkur hér.
Dómsmál Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira