Velta Costco meiri en Bónuss Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. júní 2017 08:45 Upplýsingar benda til þess að veltan í Costco hafi verið meiri en í verslunum Bónuss samanlagt fyrstu dagana eftir opnun Costco. vísir/anton brink Vísbendingar eru um að velta í Costco hafi verið meiri en velta Bónuss fyrstu daga eftir opnun verslunarinnar, samkvæmt tölum Meniga. Þær upplýsingar byggja á kortaveltu. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var veltan í Costco 32 prósent af heildarveltunni á dagvörumarkaði á fyrstu dögum eftir opnun en markaðshlutdeild Bónuss var 28 prósent. Meniga hefur ekki viljað gera tölurnar opinberar í ljósi þess að enn á eftir að fullvinna upplýsingarnar. Þetta er mun meiri markaðshlutdeild en keppinautar Bónuss og Krónunnar á markaðnum hafa hingað til haft. Tölurnar eru eftirtektarverðar í ljósi þess að Bónus rekur 32 verslanir um allt land, þar af 20 á höfuðborgarsvæðinu. Costco rekur hins vegar eina verslun í Kauptúni í Garðabæ. Á hinn bóginn selur Costco meira en bara dagvöru. Það eru oft vörur sem kosta tugi þúsunda. Verslanirnar eru því ekki að öllu leyti sambærilegar. Tölurnar benda engu að síður til aukinnar samkeppni á dagvörumarkaði með opnun Costco. Samkeppniseftirlitið gaf út skýrslu um samkeppni á dagvörumarkaði árið 2015. Þar er vakin athygli á að ójöfn kjör verslana hjá birgjum kynnu að hindra samkeppni á lágvöruverðsmarkaði. Nokkrir nýir aðilar hafi náð að hasla sér völl á dagvörumarkaði og samkeppni því aukist. Þar er vísað til þess að verslanakeðjan 10-11 var seld frá Högum árið 2011 og til varð sjálfstæð eining sem sameinaðist síðan Iceland verslununum. Að auki voru verslanirnar Kostur og Víðir settar á fót. „Ef umræddar verslanir (og hugsanlega fleiri keppinautar) eiga að hafa raunhæfa möguleika á að hasla sér völl á lágvörumarkaði fyrir dagvörur er nauðsynlegt að birgjar jafni kjör verslana nema þeir geti sýnt fram á að hlutlægar ástæður réttlæti mismunandi kjör. Að mati Samkeppniseftirlitsins er mikið verk óunnið í þessu sambandi,“ segir í skýrslunni. Fullyrt var í Viðskiptablaðinu í gær að Hagar hefðu sent íslenskum framleiðendum skilaboð um að ef þeir hygðust selja vörur sínar í Costco yrðu þær teknar úr hillum Bónuss og Hagkaupa. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir þessar fullyrðingar vera rógburð. Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Vísbendingar eru um að velta í Costco hafi verið meiri en velta Bónuss fyrstu daga eftir opnun verslunarinnar, samkvæmt tölum Meniga. Þær upplýsingar byggja á kortaveltu. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var veltan í Costco 32 prósent af heildarveltunni á dagvörumarkaði á fyrstu dögum eftir opnun en markaðshlutdeild Bónuss var 28 prósent. Meniga hefur ekki viljað gera tölurnar opinberar í ljósi þess að enn á eftir að fullvinna upplýsingarnar. Þetta er mun meiri markaðshlutdeild en keppinautar Bónuss og Krónunnar á markaðnum hafa hingað til haft. Tölurnar eru eftirtektarverðar í ljósi þess að Bónus rekur 32 verslanir um allt land, þar af 20 á höfuðborgarsvæðinu. Costco rekur hins vegar eina verslun í Kauptúni í Garðabæ. Á hinn bóginn selur Costco meira en bara dagvöru. Það eru oft vörur sem kosta tugi þúsunda. Verslanirnar eru því ekki að öllu leyti sambærilegar. Tölurnar benda engu að síður til aukinnar samkeppni á dagvörumarkaði með opnun Costco. Samkeppniseftirlitið gaf út skýrslu um samkeppni á dagvörumarkaði árið 2015. Þar er vakin athygli á að ójöfn kjör verslana hjá birgjum kynnu að hindra samkeppni á lágvöruverðsmarkaði. Nokkrir nýir aðilar hafi náð að hasla sér völl á dagvörumarkaði og samkeppni því aukist. Þar er vísað til þess að verslanakeðjan 10-11 var seld frá Högum árið 2011 og til varð sjálfstæð eining sem sameinaðist síðan Iceland verslununum. Að auki voru verslanirnar Kostur og Víðir settar á fót. „Ef umræddar verslanir (og hugsanlega fleiri keppinautar) eiga að hafa raunhæfa möguleika á að hasla sér völl á lágvörumarkaði fyrir dagvörur er nauðsynlegt að birgjar jafni kjör verslana nema þeir geti sýnt fram á að hlutlægar ástæður réttlæti mismunandi kjör. Að mati Samkeppniseftirlitsins er mikið verk óunnið í þessu sambandi,“ segir í skýrslunni. Fullyrt var í Viðskiptablaðinu í gær að Hagar hefðu sent íslenskum framleiðendum skilaboð um að ef þeir hygðust selja vörur sínar í Costco yrðu þær teknar úr hillum Bónuss og Hagkaupa. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir þessar fullyrðingar vera rógburð.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira