Hjörleifur Jakobsson kaupir í Kviku banka Hörður Ægisson skrifar 14. júlí 2017 07:00 Hlutafé Kviku fjárfestingarbanka verður aukið um allt að tvo milljarða króna til að fjármagna kaupin á Virðingu. Vísir/GVA Hjörleifur Jakobsson, fjárfestir og fyrrverandi stjórnarmaður í Kaupþingi, og eiginkona hans, Hjördís Ásberg, hafa eignast ríflega 3,3 prósenta hlut í Kviku banka. Seljandi bréfanna er eignarhaldsfélagið Brimgarðar, sem var fyrir viðskiptin næststærsti hluthafi fjárfestingarbankans með 8,3 prósent, en gengið var frá kaupunum fyrr í þessari viku. Eignarhlutur þeirra hjóna í Kviku er í gegnum safnreikning hjá Virðingu en eftir kaupin eru þau á meðal tíu stærstu hluthafa bankans. Hjörleifur, sem er í dag stjórnarformaður Öryggismiðstöðvarinnar og bílaumboðsins Öskju, var um tíma einn nánasti samstarfsmaður Ólafs Ólafssonar, aðaleiganda Samskipa, og stýrði þá fjárfestingarfélaginu Kili sem var stór hluthafi í Kaupþingi. Ekki liggur fyrir hvað hann greiddi fyrir bréfin í Kviku en ef gengið var hið sama og í janúar síðastliðnum, þegar tryggingafélagið VÍS keypti um 22 prósenta hlut í bankanum fyrir 5,4 krónur á hlut, má áætla að kaupverðið hafi verið rúmlega 250 milljónir króna. Þau hjónin hafa komið að ýmsum fjárfestingum á undanförnum árum, meðal annars að fjármögnun lúxushótelsins við Hörpu, en Hjörleifur var á árum áður forstjóri Hampiðjunnar og Olíufélagsins Esso. Eignarhaldsfélag þeirra seldi tæplega fjórtán prósenta hlut í Hampiðjunni vorið 2014 og nam hagnaður félagsins af sölunni um 760 milljónum. Þá er um þessar mundir verið að vinna að því að ganga frá sölu á Öryggismiðstöðunni, þar sem Hjörleifur er á meðal stærstu hluthafa, en félagið var sett í söluferli í lok apríl á þessu ári, eins og greint var frá í Fréttablaðinu. Brimgarðar eru í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Gunnars Þórs, Eggerts Árna og Halldórs Páls Gíslabarna en félög í þeirra reka meðal annars matvælafyrirtækin Mata, Matfugl og Síld og fisk. Þá eru Brimgarðar jafnframt í hópi stærstu hluthafa í fasteignafélögunum Reitum, Regin og Eik. Þau systkinin komu inn í hluthafahóp Straums fjárfestingarbanka sumarið 2014 sem sameinaðist ári síðar MP banka undir nafninu Kvika.Hjörleifur Jakobsson var um árabil stjórnarmaður í Kaupþingi.Hlutafé aukið um 2 milljarða Talsvert hefur verið um viðskipti með bréf í Kviku banka á undanförnum mánuðum og misserum. Nokkrum vikum fyrir kaup VÍS á rúmlega fimmtungshlut í fjárfestingarbankanum í byrjun þessa árs höfðu annars vegar hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, fyrrverandi aðaleigendur Skeljungs og stórir hluthafar í VÍS, og félag í eigu Sigurðar Bollasonar og Dons McCarthy, fyrrverandi stjórnarmanns House of Fraser, keypt samanlagt 15 prósenta hlut í Kviku. Þá bætti VÍS við sig um þriggja prósenta hlut í bankanum í apríl síðastliðnum þegar tryggingafélagið keypti hlut Eignasafns Seðlabanka Íslands auk þess sem félagið RES II, sem er í meirihlutaeigu Sigurðar, gekk nýlega frá kaupum á stærstum hluta bréfa TM í Kviku og á eftir þau viðskipti tæplega tíu prósenta hlut. Á hluthafafundi Kviku sem fer fram í dag, föstudaginn 14. júlí, mun stjórn bankans leggja til að núverandi heimild til hækkunar hlutafjár félagsins verði aukin um 200 milljónir að nafnvirði, eða úr 200 milljónum í 400 milljónir hluta. Til stendur að auka hlutafé bankans um allt að tvo milljarða króna til að fjármagna kaupin á Virðingu en hluthafar verðbréfafyrirtækisins samþykktu í lok síðasta mánaðar með miklum meirihluta kauptilboð Kviku í allt hlutafé félagsins fyrir 2.560 milljónir. Að hve miklu leyti heimildin verður nýtt fer eftir afkomu Kviku á öðrum ársfjórðungi og eins endanlegu samþykki hluthafa bankans og Öldu sjóða en í byrjun júní var undirritaður samningur um kaup Virðingar á Öldu. Hluthafar Kviku hafa forgangsrétt til áskriftar að hinum nýju hlutum í bankanum í hlutfalli við skráða hlutafjáreign sína í félaginu. Ekki er búist við því að áskriftarloforð verði innheimt fyrr en í september eða október á þessu ári.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Hjörleifur Jakobsson, fjárfestir og fyrrverandi stjórnarmaður í Kaupþingi, og eiginkona hans, Hjördís Ásberg, hafa eignast ríflega 3,3 prósenta hlut í Kviku banka. Seljandi bréfanna er eignarhaldsfélagið Brimgarðar, sem var fyrir viðskiptin næststærsti hluthafi fjárfestingarbankans með 8,3 prósent, en gengið var frá kaupunum fyrr í þessari viku. Eignarhlutur þeirra hjóna í Kviku er í gegnum safnreikning hjá Virðingu en eftir kaupin eru þau á meðal tíu stærstu hluthafa bankans. Hjörleifur, sem er í dag stjórnarformaður Öryggismiðstöðvarinnar og bílaumboðsins Öskju, var um tíma einn nánasti samstarfsmaður Ólafs Ólafssonar, aðaleiganda Samskipa, og stýrði þá fjárfestingarfélaginu Kili sem var stór hluthafi í Kaupþingi. Ekki liggur fyrir hvað hann greiddi fyrir bréfin í Kviku en ef gengið var hið sama og í janúar síðastliðnum, þegar tryggingafélagið VÍS keypti um 22 prósenta hlut í bankanum fyrir 5,4 krónur á hlut, má áætla að kaupverðið hafi verið rúmlega 250 milljónir króna. Þau hjónin hafa komið að ýmsum fjárfestingum á undanförnum árum, meðal annars að fjármögnun lúxushótelsins við Hörpu, en Hjörleifur var á árum áður forstjóri Hampiðjunnar og Olíufélagsins Esso. Eignarhaldsfélag þeirra seldi tæplega fjórtán prósenta hlut í Hampiðjunni vorið 2014 og nam hagnaður félagsins af sölunni um 760 milljónum. Þá er um þessar mundir verið að vinna að því að ganga frá sölu á Öryggismiðstöðunni, þar sem Hjörleifur er á meðal stærstu hluthafa, en félagið var sett í söluferli í lok apríl á þessu ári, eins og greint var frá í Fréttablaðinu. Brimgarðar eru í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Gunnars Þórs, Eggerts Árna og Halldórs Páls Gíslabarna en félög í þeirra reka meðal annars matvælafyrirtækin Mata, Matfugl og Síld og fisk. Þá eru Brimgarðar jafnframt í hópi stærstu hluthafa í fasteignafélögunum Reitum, Regin og Eik. Þau systkinin komu inn í hluthafahóp Straums fjárfestingarbanka sumarið 2014 sem sameinaðist ári síðar MP banka undir nafninu Kvika.Hjörleifur Jakobsson var um árabil stjórnarmaður í Kaupþingi.Hlutafé aukið um 2 milljarða Talsvert hefur verið um viðskipti með bréf í Kviku banka á undanförnum mánuðum og misserum. Nokkrum vikum fyrir kaup VÍS á rúmlega fimmtungshlut í fjárfestingarbankanum í byrjun þessa árs höfðu annars vegar hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, fyrrverandi aðaleigendur Skeljungs og stórir hluthafar í VÍS, og félag í eigu Sigurðar Bollasonar og Dons McCarthy, fyrrverandi stjórnarmanns House of Fraser, keypt samanlagt 15 prósenta hlut í Kviku. Þá bætti VÍS við sig um þriggja prósenta hlut í bankanum í apríl síðastliðnum þegar tryggingafélagið keypti hlut Eignasafns Seðlabanka Íslands auk þess sem félagið RES II, sem er í meirihlutaeigu Sigurðar, gekk nýlega frá kaupum á stærstum hluta bréfa TM í Kviku og á eftir þau viðskipti tæplega tíu prósenta hlut. Á hluthafafundi Kviku sem fer fram í dag, föstudaginn 14. júlí, mun stjórn bankans leggja til að núverandi heimild til hækkunar hlutafjár félagsins verði aukin um 200 milljónir að nafnvirði, eða úr 200 milljónum í 400 milljónir hluta. Til stendur að auka hlutafé bankans um allt að tvo milljarða króna til að fjármagna kaupin á Virðingu en hluthafar verðbréfafyrirtækisins samþykktu í lok síðasta mánaðar með miklum meirihluta kauptilboð Kviku í allt hlutafé félagsins fyrir 2.560 milljónir. Að hve miklu leyti heimildin verður nýtt fer eftir afkomu Kviku á öðrum ársfjórðungi og eins endanlegu samþykki hluthafa bankans og Öldu sjóða en í byrjun júní var undirritaður samningur um kaup Virðingar á Öldu. Hluthafar Kviku hafa forgangsrétt til áskriftar að hinum nýju hlutum í bankanum í hlutfalli við skráða hlutafjáreign sína í félaginu. Ekki er búist við því að áskriftarloforð verði innheimt fyrr en í september eða október á þessu ári.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira